

Leigjandinn
1.290 kr.„Maður er svo öryggislaus þegar maður leigir.
Þetta var hún vön að segja þegar hún gerði grein fyrir hag sínum og Péturs, þegar velviljað fólk spurði hana hvað liði húsbyggingu þeirra og hvenær þau hefðu í hyggju að flytja.“Þessi einlægu upphafsorð bókarinnar gefa enga vísbendingu um þann magnaða söguheim sem Svava Jakobsdóttir kynnti lesendum sínum árið 1969 þegar Leigjandinn kom fyrst út. En fyrr en varir hefur dulúð og spenna náð yfirhönd í frásögninni, draumur og veruleiki takast á og ótal spurningar vakna. Og nú, þrjátíu og fimm árum síðar, leynast ef til vill nýjar gátur á bak við tjöldin. Leigjandinn á ávallt erindi til þeirra sem unna góðum bókmenntum.
Svava Jakobsdóttir fór ótroðnar slóðir með frumlegum frásagnarhætti og nýstárlegum efnistökum. Hún var meistari orðsins, gædd óviðjafnanlegu innsæi og listfengi.




Ljósa
1.290 kr.Ljósa elst upp seint á nítjándu öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað; þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið.
Kristín Steinsdóttir hóf höfundarferil sinn þegar hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Hún hefur skrifað á þriðja tug bóka og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin, Sögustein og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna. Þá var skáldsagan Á eigin vegum tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Ljósa er þriðja skáldsaga Kristínar fyrir fullorðna, hrífandi frásögn um gleði og sorgir einstakrar konu. Kristín Steinsdóttur hlaut bæði menningarverðlaun DV 2010 og Fjöruverðlaunin 2011 fyrir söguna um Ljósu.




Guli kafbáturinn
1.990 kr.Rithöfundur á miðjum aldri hefur komið sér fyrir í almenningsgarði í London. Hann á brýnt erindi við Paul McCartney, sem situr þar undir tré, en fortíðin truflar hann í sífellu og sækir að honum í líki gamals Trabants með rauðu þaki. Í bílnum sitja faðir hans, Guð með vodkaflöskuna, og Johnny Cash með gítarinn í aftursætinu, og fleiri bætast í hópinn; Sesselja gamla og Guðmundur á fjórðu hæðinni, Jesús og mamma hans, heill kirkjugarður af dánu fólki, Benjamín ökukennari og Örn Örlygsson, sem grefur upp 5000 ára gömul ljóð á súmerskum leirtöflum. Þetta er skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, undursamlegan lækningamátt ímyndunaraflsins og Bítlana.

Ýmislegt um risafurur og tímann
990 kr.„Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.“
Ég er tíu ára og allt leikur í lyndi. Borgirnar breyta ekki um nöfn meðan ég sef, járntjaldið heldur heiminum saman, ósonlagið kemst aldrei á forsíður blaða. Og nú hafa örlögin úthlutað mér löngu útlensku sumri í húsi afa og ömmu. Ævintýrin suða í loftinu, Tarzan og Léttfeti á næsta leiti. En það er kónguló undir rúminu og einhvers staðar í hverfinu leitar fáklædd kona að lyklinum að hliði himnaríkis.


Einar ríki – Fagur fiskur í sjó
2.990 kr.Einar ríki
II. bindi
Fagur fiskur í sjó
Þórbergur Þórðarson skráði

Hin feiga skepna
1.290 kr.Girnd og dauðleiki eru helstu viðfangsefni þessarar bókar. David Kepesh, andstæðingur hjónabands og talsmaður frjálsra ásta, er á sjötugsaldri þegar hann fellur fyrir 24 ára stúlku af kúbverskum ættum og allt fer á annan endann í lífi hans. Þetta er kröftugt uppgjör við kynlífsdýrkun Vesturlanda, við hömlur og hömluleysi, samkennd og einstaklingshyggju. Philip Roth er almennt viðurkenndur sem einn fremsti núlifandi rithöfundur Bandaríkjanna.

Vernon G. Little
1.290 kr.Vernon G. Little er 15 ára drengur sem búsettur er í bandarískum smábæ og á allt annað en auðvelt með að fóta sig í tilverunni. Hann lumar líka á allskyns mismerkilegum leyndarmálum, eins og kemur á daginn þegar yfirvöld og fjölmiðlar fá áhuga á honum í framhaldi af blóðugum fjöldamorðum í skólanum hans. Fyrr en varir er Vernon flæktur í þéttan lygavef sem torvelt reynist að losna úr.
D.B.C Pierre hlaut, flestum að óvörum, Bookerverðlaunin fyrir þessa frumraun sína á sviði skáldskapar árið 2003. Síðan þá hefur bókin verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. Hún er gegnsýrð af kolsvörtum húmor og nístandi kaldhæðni, en birtir jafnframt nýstárlega sýn á veruleika almennings á Vesturlöndum.
