Skálda bókabúð

Almennar upplýsingar

Já, við erum mjög ánægð að fá bókagjafir! Við erum fyrst og fremst að leita að nýlegum eða vel með förnum sígildum bókum, bæði á íslensku og öðrum tungumálum. Best er að hafa samband áður en þið komið með bókagjafir.

Já, við fáum reglulega bókasendingar frá Bretlandi og Bandaríkjunum og sérpöntum bækur með glöðu geði. Þú getur haft samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla, sent okkur skilaboð hér á vefsíðunni, sent okkur tölvupóst eða einfaldlega sent pöntun á þessu pöntunarformi.

Við erum ekki að ráða eins og er, en það sakar ekki að senda umsóknarbréf og ferilskrá á okkur ef þú hefur áhuga á að vinna í Skáldu.

Vefverslun

Allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslumiðlun Teya.

Við sendum pantanir með Dropp og reynum að koma þeim frá okkur samdægurs. Það getur tekið 1-3 daga að koma pökkum á áfangastað.

Þú getur sótt vöruna á afgreiðslutíma Skáldu. Ef varan sem þú pantaðir er ekki til á lager verður haft samband við þig eins fljótt og auðið er.

Það er hægt að skila ónotaðri vöru innan 14 daga frá afhendingu. Sýna þarf fram á að varan sé keypt í Skáldu með kassakvittun eða skiptimiða. Hægt er að skipta vöru í aðra eða fá innleggsnótu.

Karfa loka