• Ömmusögur

    Ömmusögur

    Rúm níutíu ár eru síðan Ömmusögur Jóhannesar úr Kötlum komu fyrst út með teikningum eftir Tryggva Magnússon. Bókin hefur verið ófáanleg um langa hríð en kemur nú út á ný í vandaðri umgjörð. Líkt og hin sívinsæla bók Jólin koma geymir hún sígildan kveðskap fyrir unga sem aldna og miðlar hinum sanna jólaanda.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Hver á mig?

    Hver á mig?

    Einu sinni var lítill ljótur andarungi sem var alls engin önd. Nú hefur orðið annar ruglingur á fæðingardeildinni og íbúar hænsnakofans eru alveg að missa þolinmæðina yfir háfættum jörpum unga sem getur ekki fyrir sitt litla líf hagað sér eins og almennilegum kjúklingi sæmir.

    Hver á mig? er hugljúf barnabók um að finna sinn stað í lífinu og hvernig við eigum öll skilið að fá að vera eins og við erum.

    Harpa Rún og Jóhanna María kynntust í bókmenntafræði en hafa síðan fengist við ýmis ritstörf og myndlýsingar. Hér leiða þær í fyrsta sinn saman hesta sína í bók sem er ætlað að kynna börn og fullorðna fyrir heimi og orðaforða nútíma sveitalífs.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Ævintýri fyrir ofurhetjur - Morðtrúðarnir

    Ævintýri fyrir ofurhetjur – Morðtrúðarnir

    Glæný sería með Rauðu grímunni!

    Dularfullir atburðir eiga sér stað á Rósahæð! Nótt eftir nótt brjótast hræðilegir trúðar inn hjá fólki. Þeir binda fjölskyldurnar og líma fyrir munninn á þeim en yfirgefa svo staðinn án þess að stela neinu. Bráðlega er allur bærinn kominn í uppnám og til að bæta gráu ofan á svart eru innbrotsþjófarnir kallaðir „morðtrúðar“ í dagblaðinu. Hvað er eiginlega í gangi? Rauða gríman og hinar ofurhetjurnar ætla að komast að því …

    Ævintýri fyrir ofurhetjur er bókaflokkur fyrir aðeins eldri aðdáendur ofurhetjanna, hraðari og meira taugatrekkjandi – fullkomin afþreying fyrir þau sem vilja fá meira af ofurhetjunum!

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Jörð / Earth

    Jörð / Earth

    Bryndís Jónsdóttir sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Hún horfir til táknkerfis íslensku fjármarkanna, sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm grafíkverk. Efniskenndin er áþreifanleg.

    9.290 kr.
    Setja í körfu
  • Ibbi sturtar úr hjólbörum

    Ibbi sturtar úr hjólbörum

    Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum og tárast stundum yfir fegurð vinnuvéla.

    Þættir með Ibba hafa verið sýndir á RÚV.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Ibbi tekur hjálpardekkin af

    Ibbi tekur hjálpardekkin af

    Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum og er góður að hvetja vini sína áfram.

    Þættir með Ibba hafa verið sýndir á RÚV.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Fíasól og litla ljónaránið

    Fíasól og litla ljónaránið

    Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.

    Gjörið svo vel: Fíasól og litla ljónaránið.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Obbuló í Kósímó – Gjafirnar

    Obbuló í Kósímó – Gjafirnar

    Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum?

    Þar búa líka mamma, pabbi og Bessi besti bróðir. Hann á þrjá pabba, sem er mjög ósanngjarnt. Obbuló á bara einn. Bessi er stóri bróðir. Samt er Obbuló miklu stærri. Hún er risabarn og stærri en allir, sem er auðvitað vitleysa. En þetta segir hún nú samt.

    Hvað ÁT afi? Hver tók allt sem TÝNDIST? Hvað gerir pabbi til að geta HUGSAÐ? Má POTA í pakka og KLÍPA þá? Hvað var í RISARISAstóra pakkanum? Hvað vantar HEIMINN?

    Þessum mikilvægu jólaspurningum er öllum svarað í bókinni.

    Dinna og Dóri ( Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson) búa til bækurnar um Obbuló. Þau eru verðlaunagrísir, hafa skrifað og teiknað marga kílómetra af allsskonar sögum, meðal annars bjuggu þau til sjálfa Fíusól.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kúkaveislan mikla

    Kúkaveislan mikla

    Mamma Egils segir að hann verði að fara á klósettið. Kúkinn í honum langi svo mikið niður í holræsið til að hitta kúkinn úr öllum hinum krökkunum í götunni og halda kúkaveislu!

    Mamma Egils segir að hann verði að fara á klósettið. Kúkinn í honum langi svo mikið niður í holræsið til að hitta kúkinn úr öllum hinum krökkunum í götunni og halda kúkaveislu!

    En Agli vex það í augum og á meðan stækkar kúkurinn bara og stækkar– og hann getur eiginlega ekki orðið stærri! Bráðskemmtileg bók um mikinn viðburð í lífi hvers barns– fyrstu klósettferðina!

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Einn, tveir, þrír, fjór – Bítlarnir í tímanna rás

    Einn, tveir, þrír, fjór – Bítlarnir í tímanna rás

    Heillandi og bráðskemmtileg ævisaga Bítlanna. Í þessari mögnuðu metsölubók er sögð saga strákanna frá Liverpool og brugðið upp lifandi myndum af öllu því undarlega fólki sem tengdust þeim, svo sem Fred Lennon, Yoko Ono, Maharishi, Mímí frænku, Magic Alex, Phil Spector og lögreglufulltrúanum Norman Pilcher sem reyndi að gera þeim allt til miska.

    Í Bítlunum komu saman fjórir meginþættir: eldurinn (John), vatnið (Paul), loftið (George) og jörðin (Ringo).

    John Updike líkti Bítlunum við sólarupprás á páskadagsmorgni, Bob Dylan kynnti þá fyrir eiturlyfjum, hertogaynjan af Windsor dýrkaði þá, Noel Coward fyrirleit þá, J.R.R. Tolkien hundsaði þá, Rolling Stones hermdu eftir þeim, Leonard Bernstein dáði þá, Muhammad Ali kallaði þá litlar stelpur, forsætisráðherrar kepptust við að smjaðra fyrir þeim. Tónlist Bítlanna hefur heillað kynslóðir. Eins og Elísabet II. Bretadrottning sagði: „Hugsið ykkur bara hvers við hefðum farið á mis ef við hefðum aldrei heyrt í Bítlunum.“

    Verðlaunahöfundurinn Craig Brown (f. 1957) er einn vinsælasti dálkahöfundur í Bretlandi og hefur fengið mikið lof fyrir nýstárleg efnistök í bókum sínum.

    5.890 kr.
    Setja í körfu
  • Örblíða

    Örblíða

    Í Örblíðu leiðir Úlfar Þormóðsson lesandann í undarlegt ferðalag, sprottið upp úr hugleiðingum af ýmsu tagi og leit að manni sem sífellt hverfur. Skyndilega er veruleika sögumanns raskað. Dregið er fram í dagsljósið áratugagamalt mál. Úlfar rifjar upp málavexti og afhjúpar ýmsar fullyrðingar sem varpað hefur verið fram.

    Leit hans að upplýsingum í stjórnkerfinu tekur á sig kostulega mynd sem minnir á Kafka. Í miðjum klíðum verður hann fyrir þeim harmi að missa unnustu sína til þrjátíu ára – og þung sorgin verður förunautur hans.

    Við áframhaldandi leit fýkur sannleikurinn út í veður og vind. Og sögumaðurinn öðlast frið í sálu sinni.

    Einstök bók um völundarhús mannheima eftir einn merkilegasta höfund þjóðarinnar.

    Úlfar Þormóðsson hefur sent frá á þriðja tug bóka af ýmsu tagi sem vakið hafa mikla athygli.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Hera og Gullbrá

    Hera og Gullbrá

    Saga Margrét er hrædd við hunda og verður því heldur hissa á fjölskyldu sinni sem ákveður að ættleiða hundinn Heru. Fyrr en varir verða þær þó perluvinkonur enda er Hera svo góð við allt og alla. Meira að segja við pínulitla gæsarungann Gullbrá!

    Sagan af Heru og Gullbrá er sönn og hugljúf og segir frá óvæntri og fallegri vináttu.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Margrét Lára – Ástríða fyrir leiknum

    Margrét Lára – Ástríða fyrir leiknum

    Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og spilaði í sterkustu deildum heims. Hér segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og segir á einlægan hátt frá sigrum og mótlæti.

    Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn fyrsta A-landsleik 16 ára gömul og sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍBV þegar hún var einungis 14 ára. Margrét Lára hélt í atvinnumennsku þar sem hún spilaði í sterkustu deildunum og með einu besta félagsliði heims. Á ferli sínum varð hún landsmeistari í þremur löndum, var kjörin íþróttamaður ársins, spilaði á stórmótum með landsliðinu, varð þrívegis markahæst í Meistaradeildinni og fjórum sinnum útnefnd knattspyrnukona ársins. Margrét Lára skoraði með sinni fyrstu og síðustu snertingu í leik með íslenska landsliðinu og ruddi brautina fyrir ungar knattspyrnukonur, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.

    Í bókinni segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og segir á einlægan hátt frá sigrunum og mótlætinu, samherjum og mótherjum, lífinu eftir fótboltann og síðast en ekki síst ástríðunni fyrir leiknum.

    7.790 kr.
    Setja í körfu
  • Sögurnar okkar – 11 norrænar smásögur

    Sögurnar okkar – 11 norrænar smásögur

    Í þessari bók má finna fjölbreyttar smásögur fyrir börn og ungmenni eftir eftirtektarverða höfunda frá Norðurlöndunum. Sögurnar fjalla allar á einn eða annan hátt um vináttu, samskipti og allar þær margvíslegu tilfinningar sem fylgja því að vaxa úr grasi. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar framlag Íslands í bókina.

    5.390 kr.
    Setja í körfu
  • Brandarabíllinn

    Brandarabíllinn

    Lífið gengur sinn vanagang í Bjarkarey í Norðanhafi. Matti er í pössun hjá Hagbarði vitaverði og allt er með kyrrum kjörum þar til að uppfinningakonan Katarína Kristrós kemur í heimsókn á undarlegum bíl sem gengur ekki fyrir eldsneyti, heldur bröndurum. Brandarabíllinn er fyrsta bókin í sprenghlægilegum bókaflokki eftir Sváfni Sigurðarson.

    Lífið gengur sinn vanagang í Bjarkarey í Norðanhafi. Matti er í pössun hjá Hagbarði vitaverði á meðan foreldrar hans ferðast um með sirkusnum. Allt er með kyrrum kjörum þar til að uppfinningakonan Katarína Kristrós kemur í heimsókn á undarlegum bíl sem gengur ekki fyrir eldsneyti, heldur bröndurum. Matti og hundurinn Hringur leggja óvænt, og alveg óvart, upp í ævintýraferð um eyjuna þvera og endilanga og lenda í alls konar hremmingum. Á leiðinni kynnast þeir Hönnu Stínu sem er bæði drepfyndin og hugrökk sem er ekki endilega góð uppskrift þegar kemur að brandarabílum. Amma Lena bætist svo í hópinn og ferðalagið tekur heldur betur óvænta stefnu.

    Brandarabíllinn er fyrsta bókin í sprenghlægilegum bókaflokki eftir Sváfni Sigurðarson.

    5.390 kr.
    Setja í körfu
  • Rhythm of labor / Taktur í verki

    Rhythm of labor / Taktur í verki

    Hulda Rós Guðnadóttir (b. Reykjavík, Iceland, 1973; lives and works in Berlin) creates work across video, photography, performance, installation art, and others. Central to her practice is a conceptual approach that fluidly transitions between various artistic mediums. Her work is deeply influenced by anthropological research methods as well as her own personal experiences. She employs strategies of dislocation and defamiliarization to interrogate narratives about labor, class, and urban development and their entanglements with art.

    Guðnadóttir’s first monograph Rhythm of Labor is dedicated to her artistic research project Keep Frozen. The project, which has been ongoing for over fifteen years, analyzes the operation of the global economy in the specific local example of the dynamics of industrialized fishing in Iceland. An extensive essay section sheds light on Guðnadóttir’s exploratory performances and films. Heiða Björk Árnadóttir charts the historical and social contexts of the Keep Frozen series. Elisabeth Brun shows how the artist challenges clichéd visualizations of the Arctic and Subarctic, while Anamaría Garzón Mantilla underscores the need to integrate the Arctic north into a critique of coloniality. Katla Kjartansdóttir discusses Guðnadóttir’s series of works that focus on the puffin, a seabird native to the North Atlantic, which has been co-opted by the booming tourism industry as an Icelandic symbol. With a foreword by Julia Gwendolyn Schneider.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Jólalitabókin mín

    Jólalitabókin mín

    Íslensku jólasveinarnir eru litríkur hópur; þeir eru stundum hrekkjóttir en alltaf bráðskemmtilegir – ekki síst eins og þeir birtast úr pensli Brians Pilkington.

    The Icelandic Yule Lads are a colourful bunch; they can be mischievous but always great fun – especially as they appear through the brush of Brian Pilkington.
    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Jólakötturinn

    Jólakötturinn

    Allir þekkja jólaköttinn ógurlega sem kýs fátæk mannabörn frekar en mýs.

    Hér lifnar kötturinn sannarlega við, ófyrirleitinn og gráðugur eins og hann hefur alltaf verið.

    JÓLAKÖTTURINN er sígilt jólakvæði eftir Jóhannes úr Kötlum – nú með teikningum Þórarins Leifssonar sem sýna hinn skelfilega jólakött á nýjan og skemmtilegan hátt.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Lára fer á hestbak

    Lára fer á hestbak

    Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. 

    Lára ætlar á reiðnámskeið í sumar. Henni finnst hestarnir svolítið stórir og ætlar varla að þora að fara á bak. Atli vinur hennar er vanur hestum úr sveitinni hjá afa hans og ömmu og gefur Láru góð ráð. Á námskeiðinu eru líka fjörugir krakkar sem er gaman að kynnast.
    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Atli fer í tívolí

    Atli fer í tívolí

    Atli er fjörugur og hress strákur sem elskar að leika sér. Besta vinkona hans heitir Lára og býr í næsta húsi. Þau skemmta sér vel saman, eru mjög uppátækjasöm og lenda í alls konar ævintýrum. 

    Atli er búinn að vera duglegur að hjálpa til á heimilinu í allt sumar og mamma ætlar að verðlauna hann með tívolíferð. Þau bjóða Láru og Ljónsa með og krakkarnir eiga ógleymanlegan dag í tívolí, fullan af fjöri, skemmtun og kandíflossi!
    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Hjartslátturinn hennar Lóu

    Hjartslátturinn hennar Lóu

    Í dag fær Lóa að gera öll sín uppáhalds prakkarastrik – og fyrir því er alveg sérstök ástæða.

    Dýralæknirinn sagði nefnilega að nú væri lítið eftir í tímaglasinu hennar. Því fær Lóa heilan dag til að skapa minningar með bestu vinkonu sinni, minningar sem munu lifa eftir að Lóa er farin.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Ragnarök undir jökli

    Ragnarök undir jökli

    Ragnarrök undir jökli er saga um dramb og firringu, vanmátt, von og miskunnarleysi örlaganna.

    Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar.

    Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Hann og fylgjendur hans eru reiðubúnir að berjast fyrir frelsi sínu. Reiðubúnir að láta sverfa til stáls.

    Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.

    Ragnarök undir jökli er sjálfstætt framhald af Stóra bróður og önnur bókin í Kroníkuseríunni.

    8.290 kr.
    Setja í körfu
  • SkuldaDagur

    SkuldaDagur

    Blóðþyrstu unglingarnir Dagur og Ylfa snúa aftur í æsispennandi, bráðfyndinni og sjóðheitri sögu. Hver er dr. Argus og hvað hafa dularfull samtök lækna og vísindamanna í hyggju fyrir Norðurlöndin? Getur Dagur hamið hungrið nógu lengi til þess að bjarga Ylfu? – og af hverju þarf hann alltaf að fá standpínu á verstu mögulegu stundu?

    Bókin er framhald hrollvekjuástarsagnanna VeikindaDags og NammiDags.

    Vinsamlegast hafið í huga að bókin er fyrir unglinga og eldri lesendur en hvorki ætluð börnum né viðkvæmum sálum.

    Höfundarnir hafa hlotið verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda og hafa fengið bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

    5.890 kr.
    Setja í körfu
  • Milla

    Milla

    Milla er tuttugu og eins árs gömul og þráir að lifa eins og venjuleg stelpa – en hún veit ekki hvað hún á að gera við líf sitt og hefur á tilfinningunni að komandi sumar gæti orðið hennar síðasta. Þrjár vikur í maí skipta sköpum: ástin kemur og fer, Milla skrifar ömmu sinni ótal bréf en fær engin svör, hún skoðar vorkvöld í Reykjavík úr lofti með vini sínum og í vinnunni skrásetur hún gögn „Safnsins um hina venjulegu íslensku fjölskyldu í lok tuttugustu aldar“.

    Milla er ævintýraleg Reykjavíkursaga, í senn létt og þung, glaðleg og sorgleg – Milla ræktar garðinn sinn en þar vex tré sem enginn annar sér …

    Kristín Ómarsdóttir hefur skrifað skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Fjöruverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins.

    Milla hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012.

    1.290 kr.
    Setja í körfu