
Kortabók skýjanna
4.890 kr.Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum.
Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. Kortabók skýjanna er rómuð fyrir stílsnilld höfundar, hugmyndaríkan söguþráð, óvægna þjóðfélagsgagnrýni og hugvitssamlegan en jafnframt hjartnæman frásagnarmáta.
Helgi Ingólfsson íslenskaði.

Klingsor
4.690 kr.Þegar ungmennið Klingsor horfir á glasið halla sér frá lóðlínunni gerir hann sér ljóst að allt er lifandi, líka dauðir hlutir.Þar með er ljóst að hann verður ekki bara listamaður heldur listamaður með köllun.
Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju Torgnys Lindgrens þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Og enn gefst kostur á sagnaheimi þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms.
Heimir Pálsson íslenskaði.
Torgny Lindgren var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og leikskáld. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.
Klingsor er fjórða skáldsagan eftir Torgny Lindgren sem Ugla hefur gefið út í öndvegisþýðingum Heimis Pálssonar. Hinar eru: Norrlands Akvavit, Lokasuðan og Biblía Dorés.

Hvalbak
5.190 kr.Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar, Veðurfregnir og jarðarfarir, vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.

Páfagaukagarðurinn
3.333 kr.Páfagaukagarðurinn er glæpasaga.
Höfundurinn, Akörn, er þjóðþekkt manneskja.
Önnur prentun bókar er breytt og betrumbætt. Fyrsta prentun er uppseld.

Dauðinn og stúlkan
4.590 kr.Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin glæsilega nítján ára gamla Vinca Rockwell í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Í hennar augum var ástin „allt eða ekkert.“ Þau áttu stefnumót eina vetrarnótt …
Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust, fyrir tuttugu og fimm árum, en munu nú hittast á bekkjarmóti. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku vetrarnótt koma í ljós?
Guillaume Musso er langsamlega vinsælasti höfundur Frakklands þessi árin og hafa skáldsögur hans verið þýddar á 40 tungumál og selst í yfir 33 milljónum eintaka um allan heim. Hann fæddist í Antibes í Suður-Frakklandi og býr í París. Þessi bók gerist í fæðingarbæ hans og er sannkallaður vegvísir um Antibes og sveitirnar umhverfis.
Kristín Jónsdóttir þýddi úr frönsku.

Fyrir vísindin
4.690 kr.Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim / getur ekkert að því gert að sum hús / eru í eðli sínu tilraunastofur / þakrenna dropamælir / þröskuldur loftvog / gluggi smásjá / glerskápur jarðskjálftamælir.
Anna Rós kveður sér hljóðs með vísindalegri nákvæmni í sinni fyrstu ljóðabók. Árið 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir „Skeljar“.

Þyngsta frumefnið
4.890 kr.Einn ástsælasti höfundur þjóðarinnar, Jón Kalman Stefánsson, sendir frá sér sína fimmtu ljóðabók. Umfjöllunarefnin eru víðfem: Vísindi og hið guðdómlega, ferðalög og hið djöfullega, samtíminn og sorgin; sem er þyngsta frumefnið ásamt söknuðinum.

Göngulag tímans
1.290 kr.Aðalpersóna þessarar bókar, John Franklin, er söguleg persóna sem á sinni tíð (1786-1847) var frægur sæfari og landkönnuður. Hann dreymir frá blautu barnsbeini um að komast á sjóinn en virðist þó illa til þess fallinn því hann er einkar hægur í tali og hugsun og öllum viðbrögðum og leggur annan mælikvarða á tímann en flestir í kringum hann. John kemst þó í sjóherinn er fram líða stundir, lendir í orustunum við Kaupmannahöfn og Trafalgar og virðir fyrir sér hraða og skelfilega framvindu átakanna með sinni sérstöku hægð. Síðar bíða hans og félaga hans ótrúlegar mannraunir í könnunarleiðöngrum á norðurhveli jarðar.
Þessi líflega frásögn er öðrum þræði sjóferðasaga og þroskasaga en er ekki síður ógleymanleg athugun á eðli tímans og ægivaldi hraðans. Hún gefur lesandanum hlutdeild í þeirri einstæðu reynslu sem veitist hinum hægláta.
Sten Nadolny er þýskur höfundur, fæddur árið 1942 og er búsettur í Berlín. Hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur en langþekktust þeirra er Göngulag tímans sem þýdd hefur verið á fjölmörg tungumál.
Arthur Björgvin Bollason þýddi bókina.

Vetrargulrætur
990 kr.Fimm knýjandi sögur sem fara með lesandann í tímaferðalag frá samtíma aftur á átjándu öld.
Í úthverfi Reykjavíkur týnir kona barni og glímir við afleiðingar þess; ungur málari grípur til ör-þrifaráða þegar kærasta hans sekkur í þunglyndi; myndlistarkona finnur sína leið þrátt fyrir þöggun; og flóttakona frá Þýskalandi tekst á við sköpunar-kraft sinn í nýju umhverfi. Í fimmtu og síðustu sögunni, um ungling sem á sér einn draum heit-astan, birtist kjarni sagnanna fimm: Þvert á tíma og rúm eiga persónurnar það sameiginlegt að rækta drauma sína og skapa eigið líf.

Grár köttur, vetrarkvöld
6.490 kr.Hún strýkur leðrinu og áttar sig á því hvað það er orðið kalt. Hún verður að ræsa bílinn. Það er fyrsta skrefið.
Hitað sæti gæti breytt öllu. Ef hún gerir það ekki kemst hún aldrei héðan. Og varla eru til verri örlög en að sitja að eilífu fastur á frosnu bílastæði úti á Seltjarnarnesi?
Til hvers er lífið þegar kötturinn manns er týndur? Slík spurning gæti virst léttvæg, en þegar öllu er á botninn hvolft er þá eitthvað mikilvægara en að finna ylinn af öðru lífi?
Að vita af einhverju sem undirstrikar eigin mannleika? Eitthvað sem jafnvel mætti kalla ást?
Grár köttur, vetrarkvöld er loðin lýsing á þeirri upplifun að upplifa. Að þrá og þurfa og þjást og þakka fyrir að vera til. Allt eftir aðstæðum. Á meðan skuggarnir lengjast og rotturnar fara á stjá…

Sól rís á sláttudegi
6.490 kr.Þegar fimmtugustu Hungurleikarnir renna upp grípur um sig ótti í Panem. Í þetta sinn verða tvöfalt fleiri framlög tekin frá heimilum sínum til að taka þátt í leikunum. Haymitch Abernathy reynir að dvelja ekki of mikið við það heldur einbeitir sér að því sem skiptir hann mestu máli – að komast í gegnum daginn og vera með stúlkunni sem hann elskar.
Þegar nafn Haymitch er kallað upp hrynur veröldin. Hann er rifinn frá fjölskyldu sinni og unnustu og fluttur til þinghússins ásamt hinum þremur framlögunum úr tólfta umdæmi. Þegar leikar hefjast uppgötvar Haymitch að honum hefur verið stillt upp til að mistakast. En eitthvað innra með honum vill berjast … og láta þá baráttu óma langt út fyrir vígvöllinn.

Þegar mamma mín dó
6.990 kr.Þegar mamma mín dó er einlæg lýsing höfundar á þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Áhrifarík frásögnin er í senn persónuleg og opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra; ást og umhyggju, samviskubit og vanmátt. Um leið er fjallað um það kerfi sem við höfum búið fólki sem á skammt eftir ólifað og álagið og ábyrgðina sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður.
Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur starfað við háskólakennslu og sýningarstjórn um árabil. Hún hefur áður sent frá sér fjölda bóka um listir, menningu og söguleg efni, seinast Snjóflygsur á næturhimni sem kom út árið 2022, en nýjasta bók hennar er skáldsagan Sumarblóm og heimsins grjót frá 2023.

Postulín
5.190 kr.Postulín er áhrifamikil ljóðabók um hamfarir, bæði þær sem ryðjast fram af slíku offorsi að þær setja mark sitt á allt samfélagið og þær persónulegu sem fæstir heyra nokkurn tímann af.
Postulín er önnur ljóðabók Sunna Dísar Másdóttur en sú fyrri, Plómur, kom út árið 2022 og var tilnefnd til Maístjörnunnar. Ári síðar hlaut Sunna Ljóðstaf Jóns úr Vör. Fyrsta skáldaga hennar, Kul, kom út 2024. Ásamt höfundakollektífinu Svikaskáldum hefur Sunna gefið út fjórar ljóðabækur og skáldsöguna Olíu sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.











