• Fljótt, fljótt sagði fuglinn

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn

    Þessi bók er veisluborð. Réttirnir eru fjölbreyttir með ólíkindum og fram bornir af einstæðri kunnáttusemi. Lesandanum er boðið í hóf og þarf ekki að gæða sér á öllum réttunum í einu, en finnur hvarvetna „bragð hins göfga óspillta víns“, eins og Sverrir Kristjánsson komst eitt sinn að orði um ritlist Thors Vilhjálmssonar.

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn færir lesanda heim sanninn um myndvísi Thors, orōkynngi og stílíþrótt. Rætur verksins liggja víða í evrópskri menningu, goðsögum sem samtímalist, en um leið er það merk heimild um umbrotin miklu sem urðu þegar það var ritað, 1968.

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn, er tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Ásamt örfáum verkum öðrum markaði bókin nýjan áfanga í íslenskri sagnagerð, og hefur æ síðan verið lesin og kapprædd af áhugafólki um bókmenntir. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál, en lengi verið ófáanleg hérlendis.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Náttvíg

    Náttvíg

    Ástin, dauðinn, hafið: Thor Vilhjálmsson fléttar þessa þræði saman í áhrifamikla sögu úr undirheimum Reykjavíkur, sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist að mestu á tveimur nóttum. Þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegri, en þó geymir nóttin víg; seinni nóttina ryðjast þrír rustar inn í bíl sögumanns og neyða hann í leiðangur – þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Þessi skelfilega för vekur með sögumanni minningar um fortíð hans á sjónum, um ofbeldi, dauða og varnarleysi lífsins. En hann er ekki laus: lögreglan þarf á liðveislu hans að halda við að leita illvirkjana uppi, og sú ferð reynist ekki síður viðburðarík.

    Inn í þessa meginsögu fellir Thor margar aðrar úr næturlífi Reykjavíkurborgar, af fortíð persóna en líka af öðru fólki, sumar erótískar, aðrar háðskar, en allar bornar uppi af einstakri frásagnargáfu hans og stílgaldri.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Mistur

    Mistur

    Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu.

    Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af. Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir þarf að kljást við flókið og erfitt mál skömmu eftir að hafa sjálf lent í fjölskylduharmleik sem skilur eftir sár sem aldrei gróa.

    Ragnar Jónasson sýnir hér og sannar að hann er í hópi fremstu spennusagnarithöfunda Norðurlanda en útgáfuréttur á bókum hans hefur verið seldur til fjölda landa. Bækurnar hafa hlotið frábæra dóma og víða setið í efstu sætum metsölulista. Unnið er að gerð breskra spennuþátta sem byggjast á bókum Ragnars.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hvítalogn

    Hvítalogn

    Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?

    Bækur Ragnars Jónassonar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og eru þar tíðir gestir á metsölulistum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín: Snjóblinda var valinn besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi, Huldu-þríleikur hans var verðlaunaður sem besta glæpasagan í Danmörku 2022 og Dimma var útnefnd besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023, svo nokkuð sé nefnt. Reykjavík – glæpasaga sem Ragnar skrifaði með Katrínu Jakobsdóttur var mest selda bók ársins 2022 á Íslandi.

    Í Hvítalogni sýnir Ragnar enn og aftur að hann er sannkallaður ráðgátumeistari í sögu sem heldur lesandanum föngnum allt til enda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Hér missir kona rödd og fær hana aftur. Mögnuð ljóðabók sem hefur verið ófáanleg lengi.

    Elísabet Jökulsdóttir er alvöru skáld. Hún horfir fast í augun á lesandanum og orðar sterkar tilfinningar; ást, heift, gleði og sorg, af oddhvassri blíðu og lífsþorsta, sýnir náttúru landsins á síkvikan hátt og lítur aldrei undan.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Sóley og Fífa fara í berjamó

    Sóley og Fífa fara í berjamó

    Frænkurnar Sóley og Fífa eru bestu vinkonur en búa í sitthvorum landshlutanum. Það er því alltaf mikil eftirvænting þegar þær hittast. Í bókinni segir frá vináttu þeirra, fallegum samskiptum, fuglum, blómum, náttúrunni og auðvitað berjunum! „Sóley og Fífa fara í berjamó“ er fyrsta sagan í nýjum bókaflokki um þessar lífsglöðu og forvitnu frænkur.

    Höfundurinn, Þorbjörg Sandra Bakke, hefur starfað í umhverfismálum í nær tvo áratugi og stígur hér sín fyrstu skref sem mynd- og rithöfundur. Hún er með menntun í stjórnmálafræði, náttúrufræði og siðfræði og leggur áherslu á að tvinna saman jákvæðar hliðar þessara fagsviða í lífi og starfi.

    Í bók sinni Sóley og Fífa fara í berjamó byggir hún á þessum grunni. Velur að draga fram falleg mannleg samskipti og umhyggju fyrir náttúru og umhverfi. Bókin er að sama skapi byggð á æskuminningum frá uppvaxtarárum höfundar þegar hún varði sumrum sínum í sveit í Svarfaðardal. Hún nýtir sér minningar af frænkum og vinkonum, ömmum, öfum og fleira uppáhalds samferðafólki til að skapa þessar yndislegu persónur sem sagan hverfist um.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Það sem sannara reynist

    Það sem sannara reynist

    Eitt síðasta verkefni Svavars Gestssonar á löngum starfsferli var formennska í embættismannanefnd sem samdi um Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi eftir bankahrundið á Íslandi. Þeir samningar voru samþykkir á Alþingi og forseti Íslands undirritaði lögin. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar niðurstöðu Alþingis og fyrirvörum sem það hafði sett. Í framhaldi voru gerðir nýir samningar sem samþykktir voru á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum 2010. Deilur um samningana urðu eldheitar og þar voru stór orð látin falla. Sumt forystufólk á pólitíska sviðinu sá í þeim tækifæri og kynti undir átökin. Í þessari bók rekur Svavar málið eins og það blasti við honum.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Babúska

    Babúska

    Unglingsstúlka verður fyrir bíl fyrir framan Þjóðleikhúsið og lætur lífið. Eina vitnið að þessum atburði er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem skúrar gólfin í Arnarhvoli. Hún hjólar burt grunlaus um þær skelfingar sem af þessu hljótast. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Birta var fjórtán ára niðursetningur sem hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Hún gengur nú aftur og er kennt um voðaverkin. Hvernig tengjast þessi mál?

    Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni og þjóðfélagsgagnrýni.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Reisubókarkorn

    Reisubókarkorn

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Mr. Awkward Show Present: Mr. Poser

    Mr. Awkward Show Present: Mr. Poser

    Anton Lyngdal sem gengur undir listamannanafninu Mr. Awkward show gefur út ljósmyndabók um Mr. Poser.

    Mr. Poser er tískukóngur og sérlegur áhugamaður um vegglistasenuna á Íslandi. Hann á sér uppáhalds vegglistamann sem er einn sá stærsti og afkastamesti í senunni hér á landi, þ.e. Opes_vs_Vato. Í bókinni ferðast Mr. Poser um Höfuðborgarsvæðið og stillir sér upp í sínum bestu klæðum við vegglistaverk eftir Opes_vs_Vato.

    Mr. Poser er einn af karakterum Antons sem vaknar til lífsins fyrir framan myndavélina, enda líður Mr. Poser best í sviðsljósinu og er handviss um að hann ætti heima á tískusýningunum í París.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • Áttaskil - Ljóð og lausavísur

    Áttaskil – Ljóð og lausavísur

    Hér birtast ljóð og lausavísur úr fórum skáldsins og kvæðakonunnar góðkunnu, en þar eru náttúruljóð í fyrirrúmi þótt ýmislegt annað komi við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Thor Vilhjálmsson (1925–2011) var einn frumlegasti og áhrifamesti höfundur okkar á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa, auk þess sem hann var óþreytandi menningarfrömuður og áberandi í þjóðlífinu.

    Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors minnast samferðamenn, fræðimenn, þýðendur og aðrir rithöfundar hans, hver frá sínum sjónarhóli, og varpa ólíku ljósi á þennan flókna höfund og margbrotna persónuleika. Hér eru stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar. Synir Thors, Örnólfur og Guðmundur Andri, söfnuðu greinunum og völdu einnig stutta texta úr verkum hans sem birtir eru á milli greinanna. Innleggin eru á fjórða tug og að auki er í bókinni fjöldi mynda.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kína frá fyrri öld - China Before

    Kína frá fyrri öld – China Before

    Unnur Guðjónsdóttir rak um árabil ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í ferðum til Kína. Hún tók snemma ástfóstri við þetta stóra og mikla land, með „teljandi“ íbúum, og árunum 1983 og 1992 tók hún þar mikið magn mynda, sem finna má í þessari einstöku bók, sem sýnir okkur Kína frá síðustu öld, en margt hefur nú breyst þar og því nauðsynlegt að varðveita gamla tímann eins og kostur er.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Seiglazine

    Seiglazine

    Seiglazine er árlegt tímarit gefið út í tengslum við tónlistarhátíðina Seiglu, sem fer fram í Hörpu aðra helgina í ágúst á hverju ári. Þetta er fyrsta tölublað ritsins en það kemur út í ágúst á hverju ári.

    Í ritinu má finna aðsendar greinar, smásögur, ljóð, myndir og teikningar, hugleiðingar, slúður, verkalista og ýmislegt fleira sem barst ritinu í opnu kalli fyrr á árinu, og auk þess er þar að finna hátíðardagskrá Seiglu og upplýsingar um viðburði og flytjendur hátíðarinnar.

    Höfundar efnis eru Ásta Kristín Pjetursdóttir, Edda Oskars, Erna Vala Arnardóttir, Guja Sandholt, Hlín Pétursdóttir Behrens, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Lee Marable, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Zygmund de Somogyi.

    1.800 kr.
    Setja í körfu
  • Flóra

    Flóra

    Flóra geymir myndir af flestöllum tegundum íslenskra blómplantna og byrkninga, alls um 460. Hér er megináherslan á að sýna plönturnar sjálfar, fegurð þeirra og sérkenni, fremur en vistfræði, útbreiðslu og flokkunarfræði – því hlutverki gegna fjölmörg önnur verk. Langflestar myndanna eru gerðar eftir lifandi eintökum en annars byggt á bestu heimildum sem völ er á til að gefa sem sannferðugasta mynd af hverri tegund auk þess sem ýmis einkenni eru dregin fram.

    Myndir listamannsins Jóns Baldurs Hlíðberg af íslenskri náttúru, dýrum og foldarskarti, eru löngu kunnar hér á landi auk þess að hafa birst víða erlendis og hlotið þar margháttaða viðurkenningu.

    Fátt jafnast á við að njóta skrúðs og fjölbreytileika blómanna í náttúrunni sjálfri en þegar því verður ekki við komið er gott að geta notið þeirra í myndasafni eins og því sem hér birtist.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Myndlist í þrjátíu þúsund ár

    Myndlist í þrjátíu þúsund ár

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Rósa og Björk

    Rósa og Björk

    Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur lögreglukonunnar Hildar, sem hurfu fyrir vestan árið 1994? Í öll þau ár sem liðin eru hefur ekkert til þeirra spurst en nú er Hildur loks komin á spor sem gæti leitt hana áleiðis að lausn gátunnar. Það þarf samt kjark til að horfast í augu við fortíðina …

    Lögreglulífið á Ísafirði er líka allt annað en rólegt og lítill tími til að sinna öðru. Einn af máttarstólpum bæjarins, athafnamaður sem situr í sveitarstjórn, er skotinn til bana uppi í fjalli og Hildur og félagar eru ráðþrota. Hinn myrti var umdeildur, tókst á við pólitíska andstæðinga og einkalífið var skrautlegt svo að ýmsir gætu hafa viljað hann feigan. Og um götur Reykjavíkur reikar manneskja sem á harma að hefna.

    Satu Rämö hefur slegið í gegn með bókunum um hina vestfirsku Hildi. Satu er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Glæpasögur hennar hafa selst í bílförmum í Finnlandi, Þýskalandi og víðar. Sú fyrsta, Hildur, varð metsölubók hér heima – Rósa og Björk er æsispennandi framhald.

    Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Tímaráðuneytið

    Tímaráðuneytið

    Ung kona sækir um háleynilegt og vellaunað starf á vegum hins opinbera í Bretlandi. Hún er ráðin og í ljós kemur að það tengist tímaferðalagsverkefni stjórnvalda sem reynist svo yfirgripsmikið að það þarfnast sérstaks ráðuneytis; tímaráðuneytis. Starfið felst í því að taka á móti einstaklingum sem hafa verið fluttir til nútímans frá fortíðinni og sjóliðsforinginn Graham Gore, þekktur nítjándu aldar maður sem tók þátt í frægum heimskautaleiðangri á skipinu Erebus, er fyrsti brottflutti einstaklingurinn sem hún aðstoðar við að aðlagast nútímanum. Brátt takast með þeim eldheitar ástir.

    Tímaráðuneytið er allt í senn spennandi njósnatryllir, falleg ástarsaga sveipuð vísindaskáldsöguljóma og áleitin og djúp frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma. Þetta er fyrsta saga Kaliane Bradley og hefur hún slegið rækilega í gegn víða um heim. Hún var á metsölulista New York Times og valin besta bók ársins 2024 af ýmsum miðlum.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Jarðtengd norðurljós

    Jarðtengd norðurljós

    Jarðtengd norðurljós inniheldur áður óbirt ljóð af ýmsu tagi, óbundin, háttbundin og yrkisefnin fjölbreytileg.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Eldri konur

    Eldri konur

    Ég hef alltaf verið rótlaus og vannærð. Þegar ég kynntist áfengi fannst mér eins og ég væri gróðursett í sólríkan lund. Tilveran fékk á sig fagurgulan blæ eins og horft væri gegnum litað gler. Allt varð bærilegra. Fljótlega fór ég þó út í harðara efni.

    Efnið mitt gerir mig heila, fyllir mig krafti, lífi, fær mig til að engjast um af fráhvörfum og þráhyggju, lemja, slá, fær mig umsvifalaust til að steypa mér í glötun.

    Efnið mitt er eldri konur.

    Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.

    Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Himintungl yfir heimsins ystu brún (kilja)

    Himintungl yfir heimsins ystu brún (kilja)

    Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður elskar? Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin er ekki lengur miðdepill alheimsins. Presturinn Pétur á Meyjarhóli skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt stoðum undan tilveru hans og ástvina hans.

    Himintungl yfir heimsins ystu brún er saga sem talar til samtímans aftan úr öldum, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru. Hún dregur upp ljóslifandi mynd af opinni, forvitinni og ástríðufullri öld, þar sem ný vísindi takast á við trúna, og penninn er beittari en sverðið.

    Jón Kalman Stefánsson er fæddur árið 1963. Himintungl yfir heimsins ystu brún er hans fimmtánda skáldsaga. Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun LePoint og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin.

    Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Hvað gerir maður þegar fallega þjónustustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin…? Tómas er góður læknir og ennþá betri kvennamaður og ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt. En framhaldið er ekki á hans valdi – þau eru leiksoppar sögunnar, fórnarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir samhengi stjórnmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.

    Friðrik Rafnsson íslenskaði.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Þetta er saga af nokkrum framsæknum nútíma Íslendingum sem lenda í ýmsum ævintýrum en bjargast úr hverjum háska með þjóðlegu hugviti og hreysti.

    Langt er síðan Guðbergur Bergsson skipaði sér í röð allra fremstu rithöfunda þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mikillar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í bókum Guðbergs og stíllinn er nýr. Spurning er hvort skáldgáfa hans nýtur sín ekki einmitt best í þeim ærsla- og fjarstæðustíl sem hér er að finna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Öll í hóp á einum sóp

    Öll í hóp á einum sóp

    Kötturinn malaði, kerlingin söng,
    á kústi í rokinu ferðin var löng.

    Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir vinalegan hund, frosk og fugl sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega verða nornin og vinir hennar að grípa til sinna ráða.

    Öll í hóp á einum sóp er þriðja bók metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler sem kemur út á íslensku en bæði Greppikló og Greppibarnið hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Sigríður Ásta Árnadóttir þýddi.

    3.990 kr.
    Setja í körfu