• Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Hvað gerir maður þegar fallega þjónustustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin…? Tómas er góður læknir og ennþá betri kvennamaður og ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt. En framhaldið er ekki á hans valdi – þau eru leiksoppar sögunnar, fórnarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir samhengi stjórnmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.

    Friðrik Rafnsson íslenskaði.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Þetta er saga af nokkrum framsæknum nútíma Íslendingum sem lenda í ýmsum ævintýrum en bjargast úr hverjum háska með þjóðlegu hugviti og hreysti.

    Langt er síðan Guðbergur Bergsson skipaði sér í röð allra fremstu rithöfunda þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mikillar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í bókum Guðbergs og stíllinn er nýr. Spurning er hvort skáldgáfa hans nýtur sín ekki einmitt best í þeim ærsla- og fjarstæðustíl sem hér er að finna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Öll í hóp á einum sóp

    Öll í hóp á einum sóp

    Kötturinn malaði, kerlingin söng,
    á kústi í rokinu ferðin var löng.

    Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir vinalegan hund, frosk og fugl sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega verða nornin og vinir hennar að grípa til sinna ráða.

    Öll í hóp á einum sóp er þriðja bók metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler sem kemur út á íslensku en bæði Greppikló og Greppibarnið hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Sigríður Ásta Árnadóttir þýddi.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Greppibarnið

    Greppibarnið

    ,,Engin Greppikló má“, sagði Greppikló, „gera sér ferð inn í Dimmaskóg . . . “

    Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

    Greppibarnið, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, er nú loks fáanleg að nýju. Því fagna börn á öllum aldri, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Greppikló

    Greppikló

    ,,Greppikló? Hvað er greppikló? Hva, greppikló! Það veistu þó!“

    Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að ekki sé til nein greppikló. Og þó …

    Greppikló, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, hefur notið gífurlegra vinsælda meðal barna á öllum aldri, sérstaklega þeirra sem óttast hið ókunna.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Loforðið

    Loforðið

    Ásta og Eyvör. Eyvör og Ásta. Þær voru alltaf saman. Þær voru óaðskiljanlegar og ef einhver nefndi nafn annarrar fylgdi hitt iðulega á eftir. Svona hefur þetta alltaf verið en nú er það búið. Eyvör er farin. Hún er dáin og samt var hún bara nýorðin tólf ára.

    Loforðið var valin besta sagan í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Að mati dómnefndar lýsir hún á einstæðan hátt þeim tilfinningum sem bærast með ellefu ára gamalli stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum, og síðast en ekki síst litla skrýtna lyklinum og loforðinu sem Ásta gefur vinkonu sinni og sver við leynistaðinn að standa við. Loforðið er áhrifarík og spennandi saga sem lætur engan ósnortinn.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Öfugsnáði

    Öfugsnáði

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Tengsl

    Tengsl

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ljós til að mála nóttina
  • Friðþæging

    Friðþæging

    Það er heitasti dagur sumarsins 1934 þegar 13 ára strákur, Briony, sér systur sína, Cecili, afklæðast og baða sig úti í garði á sveitasetri þeirra. Robbie Turner, æskuvinur hennar, stendur og horfir á.

    Áður en næsti dagur rennur upp hefur líf þeirra þriggja tekið algjöra kollsteypu.

    Friðþæging er í hópi meistaraverka hins virta breska rithöfundar Ian McEwans og hefur sópað til sín margvíslegum viðurkenningum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Geðhrærivélar

    Geðhrærivélar

    Ljóðskáldið Árni Jakob Larsson er fæddur í Reykjavík árið 1943. Fyrsta bók hans, Uppreisnin í grasinu kom út árið 1972. Árni hefur í áratugi notið viðurkenningar sem rithöfundur og ljóðskáld. Geðhrærivélar er sextánda bók höfundar.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Brimurð

    Brimurð

    Brimurð er áttunda bók höfundar. Ástvinamissir er ávallt sár, hvort heldur sá sem hverfur til annarrar víddar hefur tvo fætur eða fjóra. En ástin deyr ekki, hún nær yfir allar víddir, því að elska er að lifa.

    Brimurð er tileinkuð öllum dýravinum og eigendum þeirra, dýrunum, sem auðga lífið jafnt að fegurð, dýpt og gleði.

    „Með síðustu tveimur ljóðabókum sínum, Varurð og Einurð, hefur Draumey Aradóttir markað sér bás meðal áhugaverðustu ljóðskálda á Íslandi.“
    Soffía Auður Birgisdóttir

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Varurð

    Varurð

    Varurð er sjötta bók höfundar. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í bókinni býðst lesendum að reima á sig skóna og halda með höfundi í ljóðför um oddhvassar lendur óttans; allt frá upptökum hans að óumflýjanlegum átökunum við hann. Nestuð áræði, einlægni og varurð er áfangastaðurinn lang­þráð frelsið, friðurinn og fögnuðurinn sem bíður þeirra sem fletta af sér öllu því sem þeir töldu sig vera og kasta sér kviknaktir út í ógn­vekjandi eldskírnina.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Einurð

    Einurð

    Einurð er sjöunda bók höfundar. Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar. Þar sem form og formleysi mætast. Þar sem hughrif, kenndir og geðhrif móta einstaklinginn á viðkvæmasta skeiði hans – í móðurlífinu. Lokaljóð bókarinnar, sem er í senn meginstef og niðurstaða verksins, hlaut fyrstu verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka 2023.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Ég læt sem ég sofi
  • Voðaverk í Vesturbænum

    Voðaverk í Vesturbænum

    Hver ræðst á dreng á grunnskólaaldri og skilur hann eftir illa meiddan í hjólageymslu fjölbýlishúss við Tómasarhaga? Svoleiðis ráðgátu er augljóslega ekki hægt að treysta lögreglunni einni til að leysa og hin nýstofnaða Vesturbæjarvakt, með Eddu í broddi fylkingar, tekur málið upp á sína arma. En fleiri þurfa á Eddu að halda. Stúlku í nágrenninu berast dularfullar sendingar og samband Viktors og Snorra er komið í háaloft. Það er því í nógu að snúast fyrir eiturhressan eftirlaunaþega.

    Voðaverk í Vesturbænum er sjötta bókin um Eddu á Birkimelnum og glímu hennar við flókin saka- og fjölskyldumál.

    Jónína Leósdóttir hefur skrifað tvær vinsælar glæpasagnaseríur, allt hörkuspennandi sögur sem kitla hláturtaugarnar og ríghalda frá upphafi til enda.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Svanurinn

    Svanurinn

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Ég heyrði ugluna kalla á mig

    Ég heyrði ugluna kalla á mig

    Í Kingcome-byggð við norðvesturströnd Kanada hefur fólk búið öldum saman í sátt og samlyndi við náttúruna. En nútíminn hefur hafið innreið sína með tilheyrandi vandamálum og aldagamalt veiðimannasamfélagið á undir högg að sækja. Ungur prestur sest að í byggðinni og í samvistum við innfædda öðlast hann nýjan skilning á lífinu, ekki síst mætti kærleikans.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Fjölskyldusaga

    Fjölskyldusaga

    2.000 kr.
    Setja í körfu
  • Fellihýsageymslan

    Fellihýsageymslan

    Eru krakkar skyldugir til að biðja fullorðna um aðstoð við allt sem er spennandi, skemmtilegt eða krefjandi?

    Í Fellihýsageymslunni kynnumst við 6. bekkingunum og frændsystkinunum Þórunni og Santiago. Þau lenda í óvæntum aðstæðum og taka málin í sínar hendur og áður en langt um líður hafa þau spunnið lygavef sem erfitt er að vinda ofan af. Við tekur skrautlegt tímabil þar sem eini fasti punkturinn í tilverunni er sjónvarpsfréttaáhorf heima hjá ömmu og afa.

    Hver opna inniheldur myndir. Til að gera textann læsilegri er hann í sans letri og skipt upp í tvo dálka, þá fylgir „leshjálpari“ sem er spjald með glugga í miðjunni sem sýnir eingöngu eina setningu í einu og auðveldar lesanda að einbeita sér að þeim orðum er verið að lesa hverju sinni. Einnig tilvalið að nota þegar barn hlustar á fullorðinn lesa, til að barnið geti betur tengt hlustun við orðin á blaðsíðunum og greint samhengi.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Að innan erum við bleik
  • Strákurinn sem las Jules Verne

    Strákurinn sem las Jules Verne

    Ég tók upp bókina, sneri henni við og las nafnið Jules Verne og titilinn Grant skipstjóri og börn hans prentað gylltum stöfum á litaða kápumynd sem sýndi furðulegan leiðangur í undarlegu landslagi. „Hvar fékkstu þessa bók?“ spurði ég.

    Strákurinn sem las Jules Verne er áhrifamikil söguleg skáldsaga sem gerist á Spáni á fimmta áratug síðustu aldar. Nino er níu ára gamall og elst upp í búðum Þjóðvarðliðsins í bænum Fuensanta de Martos. Sumarið 1947 kemur hinn dularfulli Pepe Portúgali til bæjarins og sest þar að í gamalli, yfirgefinni myllu. Pepe verður besti vinur hins veiklulega og lágvaxna Ninos.

    Vinskapur þeirra og lestur bóka Jules Verne verður til þess að Nino fer að sjá skæruhernaðinn á heimaslóðum sínum undir forystu hins goðsagnakennda leiðtoga Cencerro í nýju ljósi. En Nino gætir þess vandlega að halda því fyrir sig hvers hann verður áskynja.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Við höfum alltaf átt heima í kastalanum

    Við höfum alltaf átt heima í kastalanum

    Í þessari mögnuðu skáldsögu kynnumst við systrunum Merricat og Constance sem hefur verið útskúfað úr samfélagi þorpsbúa vegna skelfilegra atburða í fortíð þeirra. Þær lifa fábrotnu en hamingjuríku lífi á ættaróðali sínu í útjaðri þorpsins þar til tilveru þeira er ógnað af utanaðkomandi öflum.

    Hrollvekjandi saga um múgæsingu, einangrun, ást og mannfyrirlitningu.

    „Dulúðarfull og afar vel gerð saga.“ – The New York Times Book Review

    Gunnhildur Jónatansdóttir íslenskaði.

    Shirley Jackson (1916–1965) hefur stundum verið kölluð fánaberi gotneskra bókmennta. Áhrifa hennar gætir víða í verkum þekktra höfunda, svo sem Stephens King og Neils Gaiman. Ein bók hefur komið út eftir hana á íslensku, Líf á meðal villimanna í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum er af mörgum talin hennar besta bók.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kjarvalskver

    Kjarvalskver

    Þessi bók geymir í einu lagi viðtöl Matthíasar Johannessens við Jóhannes Kjarval, bæði þau, sem birzt hafa áður og einnig önnur, sem ekki hafa fyrr komið á prent, auk áhrifamikils lokaþáttar frá hendi Matthíasar. Viðtölin eru svo merkileg heimild um einhvern mesta og frumlegasta persónuleika þjóðarinnar, að sjálfsagt má þykja, að þau séu til á einum stað, enda mun lesandi fljótt finna innra samhengi þeirra og listræna stígandi.

    Allar heimildir um Jóhannes Kjarval eru og verða mikils virði. Og þótt Matthías Johannessen sé viðurkenndur snillingur að gera viðtöl við hina ólíkustu menn, er óvíst, að honum hafi nokkurn tíma tekizt betur en hér. Samband hans og Kjarvals er náið og skemmtilegt. Eitt er víst, að það myndi á fárra valdi að festa hugmyndaflug og leik Kjarvals jafn-trúverðuglega á blað og hér er gert. Í þessum viðtölum heyrist umfram allt rödd listamannsins sjálfs ósvikin, sterk og margbreytileg. Hún tekur yfir ótrúlega vítt svið milli ólíkindaleiks og trúnaðar, milli ævintýralegs gamans og djúprar alvöru.

    1.990 kr.
    Setja í körfu