

Kvæði ’84
1.490 kr.Í einni af fyrri ljóðabókum sínum segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist“.
Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðis og tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: hús þess.
Kristján Karlsson er eitt af sérstæðustu skáldum samtímans, ef til vill nokkuð seintökinn, en þeim mun stórkostlegri við nánari kynni. Ljóðagerð hans verður sennilega ekki lýst öllu betur í örfáum orðum en með þessum ljóðlínum úr síðustu bók hans, – NEW YORK:
Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls
þess rök skulu geyma yður litla stund.









Þykjustuleikarnir
1.490 kr.Í Þykjustuleikunum, nýjustu ljóðabók Antons Helga Jónssonar er okkur boðið í sirkus þar sem fer fram samfelld dagskrá og alls konar persónur, misjafnlega kunnuglegar, eru kynntar til leiks. Ólíkar raddir skiptast á, sumt er fyndið, sumt sorglegt og stundum lætur hryllingurinn á sér kræla. Þessi leikur með gervi og raddir endurspeglast að nokkru í útliti og uppsetningu þessarar nýstárlegu ljóðabókar. Anton Helgi hefur lengi verið í hópi okkar allra vinsælustu skálda, tilfinningaríkur, orðsnjall og uppátækjasamur. Þykjustuleikarnir eru tíunda ljóðabók hans.






Fjarri hlýju hjónasængur – öðruvísi Íslandssaga
2.990 kr.Hvenær er ástin glæpsamleg? Hvaða skorður hafa henni verið settar um aldir? Hvaða sess skipaði hjónabandið, og hvaða refsingar voru við hórdómsbrotum og frillulífi?
Þessi bók er réttnefnd öðruvísi Íslandssaga. Hún segir frá samskiptum kynjanna á Íslandi um aldir, í samfélagi þar sem kirkja og veraldlegt vald töldu sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hér eru átakanlegar sögur af þeim konum – og körlum – sem leyfðu sér að fara út fyrir viðurkennd mörk ástar og hjónabands. Í krafti þeirra frásagna verður bókin annað en sögulegt yfirlit, hún verður lifandi saga. Víða er leitað fanga, svo sem í annálum, lagasöfnum, skáldskap og æviminningum og hefur höfundi tekist að miðla geysimiklum fróðleik á einstaklega lipran og aðgengilegan hátt.
Inga Huld Hákonardóttir er sagnfræðingur að mennt. Hún hefur um árabil starfað sem blaðamaður og sent frá sér margar bækur.






