• Síðustu dagar móður minnar

    Síðustu dagar móður minnar

    Þegar Mamma greinist með ólæknandi sjúkdóm og tarotspilin boða ekki bata heldur ævintýr er lífi hennar og Dáta, 37 ára sonar hennar, snúið á hvolf. Saman fara þau til Amsterdam í leit að líkn og reynist ferðalagið allt þetta í senn: gráglettið og tregafullt, innilegt og fyndið.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Bjargræði

    Bjargræði

    Látra-Björg (1716-1784), einhver stórbrotnasti karakter Íslandssögunnar, kraftaskáld á tímum þegar kvæði hafa sannarlega áhrif á veruleikann og koma góðu eða illu til leiðar, sægarpur hinn mesti og fiskin með eindæmum, grálynd og ögrandi galdrakerling og hin versta grýla sem menn bæði óttuðust og virtu, húskona og eigin húsbóndi við svaðalegar aðstæður á Látrum, flökkukona í móðuharðindunum, brennd af háskalegum ástum samkvæmt þjóðtrúnni.

    Látra-Björg var sérkennilegt, stórbrotið og kraftmikið skáld og furðu nútímalegt, lét engan eiga neitt inni hjá sér, hitti alltaf í mark í samskiptum við valdsmenn og kyssti ekki vöndinn. Í þessari bók er Björg Einarsdóttir komin til Reykjavíkur í ókunnum erindagjörðum við ókunnugan mann og þótt hún sé fædd fyrir 300 árum hefur hún aldrei verið nær okkur. Hvað vill hún? Hverra erinda gengur hún? Hver er sagan á bakvið goðsögnina um Látra-Björgu?

    Bókina prýðir fjöldi kvæða eftir Látra-Björgu.

    Hermann Stefánsson er höfundur fjölda bóka og vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Leiðina út í heim, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sæmd

    Sæmd

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Öræfi

    Öræfi

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Lömuðu kennslukonurnar
  • Dáin heimsveldi

    Dáin heimsveldi

    Dag einn birtist á himni risavaxinn, svartur hlutur. Úkraínski geimfarinn Pi er fyrstur á vettvang og hverfur inn um dyr á hlið fyrirbærisins. Áratug síðar snýr hann aftur en er fámáll um reynslu sína.

    Við upphaf 22. aldar lifir fólk í fátækt eftir heimsstyrjaldir og hrun lífkerfa jarðarinnar. Íslenska þjóðin er varla til lengur nema sem hugmynd en við logndauðar strendur landsins lóna snekkjur og á hálendinu er geimlyfta sem flytur vörur í borgir ríka fólksins á braut um jörðu.

    Emil, lítt þekktur textamaður af íslenskum ættum, er útvalinn til að fara upp með lyftunni og taka viðtöl við Pi um það sem gerðist inni í fyrirbærinu. Verkið reynist vera snúið, ekkert er eins og það sýnist og í órafjarlægð frá jörðinni saknar hann Sögu, konu sinnar. Það eina sem hann vildi gera var að bjarga framtíð þeirra – en er það of seint?

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Skáldið og ástin

    Skáldið og ástin

    Litla stúlka – þú getur kveikt í sígarettunni minni með augunum!

    Þetta voru fyrstu orðin sem Halldór Laxness sagði við Ingibjörgu Einarsdóttur, á Þingvöllum sumarið 1924 – og stúlkan lét heillast af rithöfundinum orðfima. Smám saman varð til ástarsamband og þegar Halldór hélt til dvalar í Ameríku um mitt ár 1927 mátti heita að þau væru trúlofuð. Bréfin lýsa ótrúlegum metnaði Halldórs og vinnusemi, en líka kvíða hans og áhyggjum og um leið þróun ástar þeirra Ingu sem leiddi til þess að þau giftu sig þann 1. maí 1930; hjónabandið hélst í tíu ár.

    Á þessum árum, sem jafnframt eru afkastamesti tími Halldórs sem rithöfundar, skrifar hann Ingu næstum 180 bréf. Um þau segir í inngangi:

    „Lesendur þekkja það sem hann birti opinberlega en hér má lesa skrif hans sem ekki var ritstýrt fyrir opinberan vettvang; metnaður hans nakinn, dugnaður hans og sjálfsagi, listræn viðhorf og pólitískar hugsjónir, og alltaf í bakgrunni ástarsamband sem sveiflast milli stríðni og einlægni, afbrýðisemi og þrár, trúnaðar og hálfsannleika, eins og ástarsambönd gera.“

    Einar Laxness, sonur Halldórs og Ingu, og Halldór Guðmundsson önnuðust útgáfuna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Dauði skógar

    Dauði skógar

    Ég ímynda mér að ég þjóti á mótorhjóli í gegnum nóttina. Að ég keyri út úr bænum og láti mig hverfa inn í myrkrið. Reyndar er ég svo gott sem horfinn. Þess vegna fór ég til Spánar, til að hverfa.

    Það hefur rignt linnulaust í marga daga þegar skógurinn rennur niður hlíðina og setur allt af stað í lífi landeigandans og fjölskylduföðurins Magnúsar. Litlu seinna koma sprengjurnar í ljós.

    Dauði skógar er launfyndin og margræð saga um það þegar hversdagurinn fer á hvolf og dauðinn ber að dyrum. Fyrri skáldsögur Jónasar Reynis Gunnarssonar, Millilending og Krossfiskar, vöktu mikla athygli og var sú fyrri tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Fyrir ljóðabókina Stór olíuskip hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Maístjörnuna fyrir Þvottadag.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sólrún

    Sólrún

    ,,Ég velti því oft fyrir mér hvort laufin verði þess vör þegar þau byrja að fölna. Hvort litabreytingin komi aftan að þeim. Verða þau hissa þegar þau falla niður eða eru þau þá þegar horfin sjálfum sér?“ Sólrún ákveður að láta sig hverfa úr þjónustuíbúð fyrir aldraða og leggur af stað í ferðalag á puttanum. Förinni er heitið í Mývatnssveit en þangað telur hún sig eiga brýnt erindi. Margvíslegt fólk verður á leið hennar og sterkar minningar blandast inn í upplifun hennar, móðurþrá, ást og sekt, og svo dauðinn sem nálgast óðum.

    Sigurlín Bjarney Gísladóttir hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín sem tilnefnd hafa verið til ýmissa verðlauna. Síðasta bók hennar, ljóðabókin Undrarýmið, hlaut frábærar undirtektir bæði gagnrýnenda og almennra lesenda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Að telja upp í milljón
  • Herbergi í öðrum heimi
  • Grámosinn glóir

    Grámosinn glóir

    „Þá ertu frjáls skáld… hvernig viltu hafa einn morðingja í sögu?“ segir unga skáldið við sjálft sig þegar það blaðar í gömlum málskjölum sem segja frá Jóni morðingja og reynir að gera sér í hugarlund hvernig slíkur maður er í raun.

    Skáldið er lögfræðingur, höfðingsefni, og trúir á mátt einstaklingsins og endurreisn sinnar þjóðar, komið af hraðfleygri stund erlendra borga, úr kliðandi laufskálum og grónum menntasetrum í þungbúnar víðáttur átthaganna þar sem tíminn stendur nánast í stað og kotin gægjast upp úr landinu, á dreif milli þögulla fjalla og eyðilegra heiða.

    Framundan er fyrsta embættisverkið: dómsmál, sifjaspell, morð.

    Og áður en langt um líður situr skáldið sem dómari andspænis morðingja í annarri sögu; það sér og skynjar hver morðinginn í raun er en dómaranum ber einungis að dæma og semja sögulok; enginn spyr hvernig morðingja skáldið kysi sér.

    Með skáldsögunni Grámosinn glóir mun Thor Vilhjálmsson eflaust koma mörgum skemmtilega á óvart. Hann sækir nú efnivið sinn til íslenskra sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna en spinnur í sömu mund saman þrjár ástarsögur. Að auki er sagan epískari en flestar sögur hans aðrar á seinni árum, á sér dýpri rætur í íslenskri sagnahefð en þær og snýst meira um sérleika íslenskrar vitundar og veru.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Blómið – saga um glæp
  • Lífsjátning

    Lífsjátning

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Einar ríki – Fagurt galaði fuglinn sá

    Einar ríki – Fagurt galaði fuglinn sá

    Einar ríki

    III. bindi

    Fagurt galaði fuglinn sá

    Þórbergur Þórðarson skráði

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • ÞÞ – í forheimskunarlandi

    ÞÞ – í forheimskunarlandi

    Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar, skráð af rithöfundinum Pétri Gunnarssyni, hefur vakið verðskuldaða athygli. Fyrra bindi sögunnar, ÞÞ – Í fátæktarlandi, kom út árið 2007 og hlaut þá tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Seinna bindið, ÞÞ – Í forheimskunarlandi, kom út árið 2009 og seldist upp.

    Í bókunum endurskapar Pétur þroskasögu Þórbergs sem rithöfundar og einstaklings. Hann leitar víða fanga, m.a. í sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti, svo og í útkomnum verkum Þórbergs. Pétur endurskapar andrúmsloft liðinna ára og dregur upp forvitnilega og heillandi mynd af einum merkasta rithöfundi okkar sem koma mun nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • ÞÞ – í fátæktarlandi

    ÞÞ – í fátæktarlandi

    Þórbergur Þórðarson er án efa einn fremsti höfundur íslenskra bókmennta, en það vekur furðu hve seint hann „fór í gang“. Hann er orðinn 36 ára þegar Bréf til Láru kemur út og stendur á fimmtugu þegar hans fyrsta eiginlega skáldverk, Íslenskur aðall, lítur dagsins ljós.

    Hvað hafðist hann að fram að því? Hann háði löngum tvísýna glímu við sárustu fátækt, gaf sig allan á vald háleitustu hugsjónum og átti í litríkum ástarævintýrum.

    Í ÞÞ – í fátæktarlandi endurskapar Pétur Gunnarsson þroskasögu Þórbergs og leitar víða fanga, ekki aðeins í útkomnum verkum heldur líka ríkulegu óbirtu efni: sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti. Hér er dregin upp mynd sem á eftir að koma nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á óvart.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Iðnríki okkar daga
  • Bláa bókin

    Bláa bókin

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Stund og staðir

    Stund og staðir

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Yfir heiðan morgun
  • Útlagamorðin

    Útlagamorðin

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Einkavegir

    Einkavegir

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sjónhverfingar

    Sjónhverfingar

    1.290 kr.
    Setja í körfu