





Tvífari gerir sig heimakominn
1.490 kr.Tvífari gerir sig heimakominn er ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.

Krýsuvík
1.290 kr.Höfuðlaust lík fnnst í hraungjótu við Krýsuvík. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er kallaður til.
Fyrr en varir er hann kominn á kaf í skuggaveröld þar sem erlendir verkamenn eru hafðir að leiksoppi og morðingi gengur laus.
Hörður hefur sinn hátt á að leysa erfið sakamál í spennutryllum Stefáns Mána. Hér tekur hann á öllu sínu til að leysa ráðgátur sem fléttast saman á ófyrirséðan hátt.

Sorgarmarsinn (notuð)
1.290 kr.Gyrðir Elíasson leggur hér lokahönd á sagnaþríleik sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en báðar þær bækur fjölluðu með áleitnum hætti um líf og störf listamanna, önnur um málara en hin um rithöfund.
Sorgarmarsinn segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og lista

Læknishúsið
1.290 kr.Gamla Læknishúsið á Eyrarbakka á sér dularfulla sögu; eldar hafa kviknað, fólk hefur glímt við óútskýrð veikindi og óvænt dauðsföll orðið.
Rithöfundurinn Steinar varð hluti af sögu hússins þegar hann bjó þar í æsku hjá öldruðum frændum sínum, öðrum blindum, hinum mállausum. Mörgum árum síðar flytur hann aftur í húsið ásamt eiginkonu sinni sem er ólétt að tvíburum en hún er ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Íslands eftir bankahrunið.
Eftir komu hjónanna í húsið fer af stað spennandi og dulúðug atburðarás þar sem leyndir atburðir úr sögu hússins blandast saman við átök í samtímanum.
Bjarni Múli Bjarnason er margverðlaunaður höfundur en hann sýnir hér á sér nýja hlið. Sagan byggist á atburðum frá því að hann bjó sjálfur í Læknishúsinu ásamt eiginkonu sinni sem er fyrrverandi ráðherra. Bjarni er bókmenntafræðingur og höfundur tuttugu skáldverka sem meðal annars hafa komið út á færeysku, arabísku, þýsku og ensku. Verk eftir hann hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.


Troðningar
1.490 kr.Jón Hjartarson var um árabil leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur leikið ótal hlutverk á sviði, í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Jón er höfundur fjölmargra leikrita og leikgerða fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Hann hefur einnig skrifað samtalsbækur og samið fjölda skemmtiþátta, pistla og söngtexta. Troðningar er fyrsta ljóðabók hans.

