
Auðlesin
990 kr.Auðlesin er bráðfyndin og beitt samfélagsádeila sem tekst á við þær stóru siðferðis- og sjálfsmyndarspurningar sem þúsaldarkynslóðin stendur frammi fyrir.
Hugsjónaskáldið Nína Kristín ætlar að bjarga heiminum með ljóðum sínum en allt gengur á afturfótunum og við blasir að hún neyðist til að flytja aftur inn á forpokaða foreldra sína. Bjartur er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg; réttsýnn og vinsæll umhverfisverndarsinni sem bjargar hunangsflugum í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. En hversu djúpt rista hugsjónir þeirra beggja þegar virkilega reynir á?


Ástarmeistarinn
1.290 kr.Anna og Fjölnir hafa bæði beðið skipbrot í ástinni.
Þau leggja allt í sölurnar í leit að meistara sem getur kennt þeim að elska á nýjan leik.
Þau tefla blindskák við ástina í þeirri von að máta sjálf sig og leikurinn litast af skömm, sælu, goðsögum, kynlífi og þrám.




Kysstu kysstu steininn
1.490 kr.Kysstu kysstu steininn – Küsse küss den Stein.
Texti eftir – Text von: Egill Ólafsson.
Þýðing – Übersetzung: Claudia J Koestler.
Yfirlestur á þýskum texta – Lektorat des deutschen: Textes Jórunn Sigurðardóttir.
Kysstu steininn er fyrsta ljóðabók Egils Ólafssonar, söngvara, leikara og Stuðmanns.



Læknirinn Í englaverksmiðjunni
1.290 kr.Þegar Ásdís Halla Bragadóttir fór að forvitnast um fjölskyldu blóðföður síns sem hún kynntist á fullorðinsárum var fátt um svör þegar hún spurðist fyrir um einn mann: Dr. Moritz Halldórsson. Af hverju stafaði þessi þögn um íslenskan lækni sem starfaði í Kaupmannahöfn og Vesturheimi? Forvitni hennar var vakin.
Eftir heimildaleit í fjórum löndum tókst Ásdísi Höllu að svipta hulunni af ævintýralegu lífshlaupi manns sem átti sér stóra drauma og fjölskylduleyndarmálum sem aldrei áttu að verða afhjúpuð. Inn í söguna fléttast mestu fjöldamorð í sögu Danmerkur, sjálfstæðisbarátta Íslendinga, Vesturferðir, helstu ráðamenn þjóðarinnar – og Kristján níundi Danakonungur.
Hér segir Ásdís Halla Bragadóttir loksins magnaða og áhrifamikla sögu dr. Moritz Halldórssonar læknis. Hún hefur áður skrifað ævisögurnar Tvísaga og Hornauga sem báðar urðu metsölubækur og hlutu einróma lof.


