
Sagan af Sigur Rós
5.990 kr.Hljómsveitin Sigur Rós sló í gegn á Íslandi er platan Ágætis byrjun kom út í júní árið 1999. Ekki löngu síðar var Sigur Rós orðin heimsfræg hljómsveit og er það enn.
Saga Sigur Rósar hófst hins vegar fimm árum áður en Ágætis byrjun leit dagsins ljós og lengi vel benti fátt til þess að hljómsveitin myndi ná nokkru flugi. Í þessari bók er fjallað um sögu Sigur Rósar frá upphafi og fram til þess tíma er Ágætis byrjun slær rækilega í gegn út um allan heim.

Snyrtistofan
3.490 kr.Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína.
Mario Bellatin er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku

Kvæði 90
1.490 kr.Kvæði 90, sjötta ljóðabók Kristjáns Karlssonar, er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga, og vísar það til þess sviðs sem á er horft.
Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er útsýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og líkingum.
Hvað úr hverju, smám saman eða allt í einu muntu verða til, tvö forvitin augu
sem koma í ljós einhvern góðviðrisdag við sjó
2
marglitir veggsteinar týndra borga
liggja á víð og dreif í bláum sandi
og ambergris, grár klumpur mör búrhvalsins og
3
festi í ilmvötn virði milljóna grotnar
undir bakka en uppi yfir hring-
sólar mávurinn vængjaður óstillandi grun
(Þrjú fyrstu erindin úr kvæðinu Brim.)








