
Þegar Ólíver talar
3.690 kr.Við höfum öll okkar fjölbreyttu blæbrigði og styrkurinn felst í því að þykja vænt um fjölbreytileikann og nýta allt sem við höfum til að gera lífið betra. Við getum verið stór, lítil, hávær, hljóð, góð á bókina og handlagin. Sumir tala mikið á meðan öðrum þykir betra að hlusta. Allt eru þetta kostir ef við leyfum okkur að sjá þá sem slíka og það er einmitt verkefnið sem Óliver tekst á við í þessari bók. Eitt af sérkennum Ólivers er að hann stamar og fá lesendur að sjá hvernig honum tekst að finna sjálfstraustið og leyfa samferðafólki sínu að njóta þess að heyra allt það áhugaverða sem hann hefur frá að segja.

Villueyjar (kilja)
2.790 kr.Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
Eftir það breytist allt.Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.
Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

Villueyjar
3.990 kr.Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.
Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.
Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.
Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

Töfralandið
3.490 kr.Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka um leið og þú lest það!

Tumi fer til tunglsins
4.490 kr.„Til tunglsins hefur mig svo lengi langað…“ Ævintýraferð Tuma til tunglsins er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Bókin er listilega myndlýst.
Tumi litli getur ekki sofnað. Hann þiggur boð karlsins í tunglinu um að skreppa til hans „á góðra vina fund” og svífur af stað í rúminu sínu út í vornóttina. Á vegi hans verða forvitnir fuglar, lífsreyndir regndropar, börn frá öllum heimshornum og sjálfur karlinn í tunglinu sem hefur lengi gefið jarðarbúum gætur og á nú mikilvægt erindi við börnin.
Þessari ævintýraferð er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Höfundurinn, Jóhann G. Jóhannsson, var um árabil tónlistarstjóri í leikhúsum borgarinnar þar sem hann lagði eitt og annað af mörkum á sviði barnamenningar, t.d. tónlistina við ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna.
Bókin er listilega myndlýst af Lilju Cardew, sem nýlokið hefur myndlistarnámi í Englandi þar sem hún vann 1.verðlaun í samkeppni um kápumynd fyrir útgáfurisann Penguin.

Sokkalabbarnir – Sóli fer á ströndina
2.190 kr.Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Sokkalabbarnir
4.490 kr.Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Skrímslin vakna
4.190 kr.Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til.
Skrímslin vakna er spennusaga sem gerist á Íslandi í framtíðinni, árið 2222, og er fyrri bók af tveimur sem fjallar um þau Kötu og Jarkó og hulinn heim náttúruskrímslanna.

Ráðgátugleraugun
4.490 kr.Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fáir að fara með í gistingu til ömmu og afa. Hún fór þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt. Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun. Þá veit Aníta ekki lengur hverju hún á að trúa.

Orrustan um Renóru – kilja
3.790 kr.Loksins, hugsaði Elísa og skjálfti fór um líkamann. Fyrir framan þau glitti í furðulegt hellisop. Það var eins og jörðin væri að geispa en hefði ekki náð að loka aftur munninum. Elísa hafði séð þennan helli í draumi. Svolítið var í þann mund að gerast sem hafði ekki gerst í fimm hundruð ár. Hún lokaði augunum og hugsaði; Þetta verður að virka!
Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjua er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra. En hvað mun slík orrusta kosta þau?
Fyrsta bókin í bókaflokknum, Dóttir hafsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Önnur bókin, Bronsharpan, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin Besta barna- og ungmennabók af bóksölum 2022. Kristín Björg hlaut Vorvindar IBBY 2023.

Mér líst ekkert á þetta
4.490 kr.Það er nýtt barn flutt í hverfið.
Það býr við hliðina á mér.
Ég vona að það sé ekki hættulegt.
…mér líst ekkert á þetta.
Mér líst ekkert á þetta fjallar um fyrirframgefnar hugmyndir og skoðanir, ímyndunaraflið og vináttuna.
Það býr við hliðina á mér.
Ég vona að það sé ekki hættulegt.
…mér líst ekkert á þetta.
Mér líst ekkert á þetta fjallar um fyrirframgefnar hugmyndir og skoðanir, ímyndunaraflið og vináttuna.

Koparborgin – kilja
2.790 kr.Í fjarlægu landi stendur gömul borg þar sem lystigarðar umkringja háar hallir og seglskip fylla höfnina … en hallirnar eru mannlausar og seglskipin tóm.
Við eitt af breiðstrætum borgarinnar stendur Víxlarahúsið þar sem einungis börn hafa búið síðustu þrjár aldir. Þangað leitar Pietro eftir að hafa misst fjölskyldu sína í plágunni. Við sextán ára aldur þurfa börnin að yfirgefa húsið en þangað til standa þau saman og tekst einhvern veginn að þrauka, sama hversu hart er í ári.
Þegar friðhelgi hússins er rofin heldur Pietro ásamt fleiri börnum inn í leyndardóma háborgarinnar, inn fyrir veggi furstahallarinnar, þangað sem enginn borgarbúi hefur stigið fæti öldum saman.
Koparborgin var tilnefnd til Norrænu Barna- og unglingabókaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar.

Kepler 62 – 6: Leyndarmálið
1.390 kr.Leyndarmálið er sjötta bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62
Allt er í upplausn í búðunum á Kepler62e. Vopnabúrið er tómt og öll móteiturhylkin horfin. Laumufarþeginn er greinilega á bak við þetta allt, en hver er hann?
Börnin hafa komist að því að þau voru bara tilraunadýr og þurfa nú að berjast fyrir tilveru sinni.

Kepler 62 – 5: Veiran
1.390 kr.Veiran er fimmta bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62.
Ólivía ljóstrar loksins upp leyndarmáli sínu og það er skelfilegt. Á jörðinni verða tölvur sífellt öflugri og eru þegar orðnar óstöðvandi.
Mannfólkið, sem er þeirra helsti keppinautur um orku, er tekið til fanga og drepið. Til að lifa af þarf mannkynið að flýja Jörðina og koma sér fyrir á Kepler62.

Kepler 62 – 4: Landnemarnir
1.390 kr.Landnemarnir er fjórða bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler 62
Aðeins tvö af þremur skipum ná á áfangastað leiðangursins. Í ljósa kemur að plánetan er jafnvel enn lífvænlegri en nokkur hefði getað ímyndað sér. Eins og paradís í samanburði við hrjóstruga Jörðina sem krakkarnir flúðu.
Landnemarnir ungu taka til við að koma sér fyrir en sjá fljótlega merki um að aðrar lífverur á plánetunni. Eru þær vinveittar þeim eða ekki?

Kepler 62 – 3: Ferðalagið
1.390 kr.Ferðalagið er þriðja bókin í hinum æsispennandi bókaflokki: Kepler62
Eftir erfiða þjálfun á leynilegri herstöð í Nevada eru aðalpersónurnar Ari, Jonni og María send af stað í lengsta ferðalag sem nokkur manneskja hefur tekið sér fyrir hendur.
Með þeim í för eru níu önnur börn, sérvalin til að verða fyrstu landnemarnir á plánetunni Kepler62, 1200 ljósár frá jörðinni. Ferðalagið sjálft er fullt af hættum en mögulega er mesta hættan um borð í einu geimskipinu …

Kepler 62 – 2: Niðurtalningin
1.390 kr.Börn um allan heim keppast að að klára þennan undarlega tölvuleik. María, 14 ára dóttir vellauðugs vopnaframleiðanda, notar óhefðbundnar leiðir til að klára leikinn og vinna. En vinna hvað?
Henni er flogið til Area 51 í Nevada þar sem hún er í fámennum hópi útvalinna barna. Krökkunum er ætlað að yfirgefa jörðina til að rannsaka og nema land á fjarlægri plánetur sem gæti mögulega verið lífvænleg. Area 51 er allt sem sagt er og meira til. María uppgötvar hvíslarann, veru frá annarri plánetu sem varar hana við að halda í geimferðina. En María virðist ekki hafa val …

Kennarinn sem sneri aftur
4.390 kr.Stefanía, Hekla Þöll, Sara, Fannar, Óli Steinn og Axel eru komin í 8.bekk. Þótt þau hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Dag einn eignast hún trúnaðarvin á netinu sem hún segir öll sín myrkustu leyndarmál. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð í miðbænum fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir. Hvað gerist ef þú ert grafinn lifandi?Eru skuggaverur í kirkjugarðinum? Er lögreglunni treystandi?
Bækurnar um krakkana í BÖ bekknum hafa hlotið ýmis verðlaun, tilnefningar og viðurkenningar. Í bókunum fylgjumst við með sex nemendum sem hver á sína rödd í mismunandi bók.
Bækurnar fjalla á afar næman hátt um þau fjölbreyttu málefni sem börn og unglingar þurfa að fást við í nútímasamfélagi. Málefni eins og einelti, einhverfu, kynhneigð, vináttu, ofbeldi og ýmsu öðru misalvarlegu. Skilaboðin eru þó ávallt þó að best sé að hafa vináttu, samheldni, samvinnu og skilning að leiðarljósi, þannig eru manni flestir vegir færir.

Hættuför í Huldubyggð
4.490 kr.Þegar Kata horfir á eftir Bröndu hverfa út í nóttina, grunar hana að konan sem hefur annast hana síðan pabbi hvarf sé ekki öll sem hún er séð. Kata kemst að því að Branda á sér leyndarmál sem á eftir að breyta öllu í lífi hennar.
Fyrr en varir eru Kata og Jarkó lögð af stað í háskalega ferð með skeljaskrímslinu í leit að heiminum sem er hulinn mannfólki.
Hættuför í huldubyggð er beint framhald af bókinni Skrímslin vakna. Spennandi framtíðarsaga sem gerist á Íslandi árið 2222.

Hundurinn með hattinn 2
3.190 kr.Þegar glæpur er framinn á voldugu sveitasetri er hundurinn með hattinn fyrstur á vettvang.
Spæjarinn Spori og kettlingurinn Tási þurfa að vinna saman til að komast til botns í dularfullri ráðgátu, þar sem allir liggja undir grun. Óvæntar flækjur, svakaleg heilabrot og kolvitlaus geit koma við sögu í þessu þrælskemmtilega ævintýri.
Í Ljósaseríunni eru bækur sem eru sniðnar að þörfum nýrra lesenda og kjörnar fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. Góða skemmtun!

Hundurinn með hattinn
3.190 kr.Allir vita að enginn er betri í að leysa ráðgátur en Spori, hundurinn með hattinn.
En þegar dularfullur þjófnaður dregur úr honum kjarkinn þá lendir það á kettlingnum Tása að stappa í hann stálinu.
Saman lenda þeir í lævísum refum, skuggalegum smáhundum og svakalegum heilabrotum í þessu þrælskemmtilega ævintýri.
Græna geimveran
3.190 kr.Dísa er á leið í Mývatnssveit til ömmu og afa. Þar ætti hún að vera óhult fyrir geimverum sem eru alltaf að reyna að ná valdi á fólki. Það var hins vegar eins gott að hún tók með sér álklæddu derhúfuna, vatnsbyssuna og stækkunarglerið og kynntist Dreng því það er eitthvað stórundarlegt á seyði í sveitinni!

Gestur úr geimnum
4.490 kr.Enn gerast undarlegir atburðir í Mývatnssveit! Amma hringir í Veðurstofuna og kemst að því að engar jarðhræringar hafa mælst á svæðinu síðustu klukkutíma. Það hlýtur því að vera önnur skýring á skjálftanum sem þau fundu öll. Dísa nær í stækkunarglerið, Drengur sér um nestið og amma sýnir að hún er ekki dauð úr öllum æðum.
Þetta verður ævintýri!

Orrustan um Renóru – kilja
3.790 kr.Loksins, hugsaði Elísa og skjálfti fór um líkamann. Fyrir framan þau glitti í furðulegt hellisop. Það var eins og jörðin væri að geispa en hefði ekki náð að loka aftur munninum. Elísa hafði séð þennan helli í draumi. Svolítið var í þann mund að gerast sem hafði ekki gerst í fimm hundruð ár. Hún lokaði augunum og hugsaði; Þetta verður að virka!
Eftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjua er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra. En hvað mun slík orrusta kosta þau?
Fyrsta bókin í bókaflokknum, Dóttir hafsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Önnur bókin, Bronsharpan, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin Besta barna- og ungmennabók af bóksölum 2022. Kristín Björg hlaut Vorvindar IBBY 2023.
