
Hrollvekjur
14.990 kr.Hrollvekjur hefur að geyma úrval hryllingssagna, átta sögur eftir sjö höfunda frá ýmsum löndum, með myndum eftir Alfreð Flóka. Hér er að finna tvær sögur eftir meistara hrollvekjunnar, Edgar Allan Poe, einnig sögur eftir tvo aðra bandaríska höfunda og einn þýskan, þá eru sögur frá Spáni og Uruguay og loks saga eftir danskan nútímahöfund. Allt eru þetta snjallir höfundar á þessu sviði og ekki spilla hinar frábæru myndir Flóka áhrifunum: gáfa hans nýtur sín hvergi betur en við verkefni af þessu tagi. Þýðingar sagnanna eru einkar vandaðar, þýðendur eru Þórbergur Þórðarson, Guðbergur Bergsson, Úlfur Hjörvar, Árni Björnsson og Ingibjörg M. Alfreðsdóttir.



Ráðgátan Henri Pick
990 kr.Délphine verður stjarna í franska útgáfuheiminum þegar hún uppgötvar handrit eftir óþekktan höfund, Henri Pick. Bókin verður metsölubók en ekkja höfundar, sem er nýlátinn, kannast ekki við að hann hafi skrifað annað en einstaka innkaupalista í lifanda lífi. Frægur bókmenntagagnrýnandi sem má muna fífil sinn fegurri sér sér leik á borði að fletta ofan af ráðgátunni og komast í kastljósið á ný.
Hugmyndarík og skemmtileg skáldsaga eftir rithöfundinn, kvikmyndagerðarmanninn og tónlistarmanninn David Foenkinos sem er margverðlaunaðaur metsöluhöfundur í Frakklandi.
Þýðandi Yrsa Þórðardóttir.

Högni
1.990 kr.Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.
Hárbeitt samtímasaga en um leið bráðfyndinn samfélagsspegill og geymir margslungnar og lifandi persónur.Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. World Literature Today útnefndi bók hennar, Skjálfta, eina af 75 athyglisverðustu þýðingum ársins árið 2022.

Ljáðu mér rödd
6.390 kr.Ljáðu mér rödd er magnaður ljóðaþríleikur eftir eitt virtasta skáld Svía, Kjell Espmark, sem er Íslendingum að góðu kunnur.
Í bókinni eru ljóðabækurnar Vetrarbraut (2007), Innri víðátta (2014) og Fjöldi votta (2020) þar sem öll bestu höfundareinkenni Espmarks sem ljóðskálds njóta sín til fulls.
Njörður P. Njarðvík íslenskaði.

Spegillinn í speglinum
4.790 kr.Spegillinn í speglinum er ótrúlegt völundarhús draumsýna. Lesandinn hverfur inn í dularfullan frásagnarheim fullan af furðum og leyndardómum, súrrealískum myndum og heimpekilegum hugmyndum.
Hvað speglast í spegli sem speglast í spegli? Ef tveir lesendur lesa sömu bókina eru þeir samt ekki að lesa það sama. Því báðir sökkva þeir sér ofan í lesturinn – og bókin verður spegill sem lesandinn speglast í. Á sama hátt er lesandinn spegill sem bókin speglast í: Spegillinn í speglinum vísar lesandanum aftur til sjálfs sín.
Bókina prýða teikningar eftir föður höfundar, listmálarann Edgar Ende.
Sólveg Thoroddsen Jónsdóttir íslenskaði.
Þýski rithöfundurinn Michael Ende (1929-1995) varð frægur á sjöunda áratug síðustu aldar fyrir bækur sínar um „Jim Knopf“ og naut mikilla vinsælda næstu áratugi fyrir fjölbreyttar sögur fyrir börn og fullorðna sem bera vott um óbeislað hugarflug og mannúðlega heimssýn. Sérstakra vinsælda nutu Mómó og Sagan endalausa sem báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur. Spegillinn í speglinum (Der Spiegel im Spiegel), sem höfundurinn kallaði stundum „Söguna endalausa fyrir fullorðna“, er eitt af síðari verkum Michaels Ende og kom út árið 1984. Bókin þykir magnað listaverk og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.




Vonum það besta
990 kr.Nýbökuð móðir með barn á brjósti fær furðulegan tölvupóst frá manni sínum: Lykilorðið að tölvunni hans og nánari upplýsingar í skjalinu „Ef ég dey“. En. Vonum það besta!
Stuttu síðar deyr hann.
Sagan segir frá ást sem fæðist, hversdagslífi og skelfilegu áfalli. Ung kona fær það á heilann að hún eigi sök á dauða manns síns, hún hafi farið of geyst, hún stendur frammi fyrir óbærilegri sorg og svo þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að lífið heldur áfram.
Þetta er fyrsta skáldsaga Carolinu Setterwall, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2018 og er væntanleg í rúmlega 30 löndum.

Leiðin út í heim
1.290 kr.Palli vaknar í rúminu sínu. Hann er einn í herberginu og þar er undarlega kyrrt og hljótt. Hann sest upp. Fötin hans liggja snyrtilega samanbrotin á stólkoll við bláan rúmgaflinn. Undan rúminu skaga uppreimaðir skór. Maðurinn veit að hann dreymdi eitthvað en man ekki hvað það var.
Palli er einn í heiminum en þó ekki því hér eru að lágmarki tveir. Heimurinn innra með manneskjunni og heimurinn fyrir utan hana. Falli heimurinn hið ytra snurðulaust saman við innri heim er maðurinn einn í einum heimi. Það er mikil og dapurleg einsemd. Sé munur á heimunum en ekki milligengt er maðurinn í öðrum heimi.
Höfundur bregður á leik með fræga barnabók Jens Sigsgaard um Palla sem var einn í heiminum en veltir um leið upp tilvistarlegum spurningum.
Leiðin út í heim er fimmta skáldsaga Hermanns Stefánssonar rithöfundar sem hlotið hefur verðskuldaða athygli fyrir nýbreytni og frumlega hugsun í skáldskap. Eftir Hermann hafa einnig komið út ljóð, leikrit og skáldfræðilegir textar.

Föðurráð
5.190 kr.Bubba Morthens þekkja allir og saga hans hefur verið sögð og skráð en Bubbi er ávallt í samtímanum og viðfangsefnin sífellt ný – og þó sígild. Hér yrkir hann um lífsreyndan föður sem fylgist með ungum dætrum á leið út í lífið, þann ólgusjó sem hann hefur sjálfur siglt, en ráð hans og orð fá ekki alltaf hljómgrunn.
Föðurráð fjallar um ugginn sem býr í brjóstinu en líka ástina og fögnuðinn yfir framrás lífsins, nýjum degi, nýrri veröld.

Flaumgosar
5.190 kr.Flaumgosar er tíunda ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur.
Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál. Ljóðin bera skýrt handbragð skáldsins, margslungið myndmál og beitta kímni.

DJ Bambi
1.990 kr.Bambi er 61 árs gömul trans kona sem vann áður sem plötusnúður en er í dag sérfræðingur í smæstu byggingareiningum mannslíkamans, frumum. Þetta er saga hennar frá því hún deildi móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún fór að taka kvenhormón. Auður Ava heldur hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi.

Stol
990 kr.Stol er áhrifamikil saga um dauðann, tímann og lífið; viðleitnina til að halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Frásögnin er hjartnæm og grípandi en um leið leikandi létt og fyndin, ekki síst lýsingin á höktandi samskiptum feðganna sem þurfa að takast á við glataðar aðstæður – og kveðjast.
Baddi er ráðvilltur ungur maður sem kemur heim til Íslands til að annast dauðvona föður sinn, Hörð. Heilaæxli hefur rænt hann svo mörgu sem áður var sjálfgefið og hlutverk feðganna hafa snúist við. Saman fara þeir akandi á gömlum jeppa út úr bænum, en ferðin er feigðarflan. Hörður er óðum að tapa dómgreind sinni, minni og máli, og Baddi ræður illa við aðstæðurnar og ábyrgðina á ósjálfbjarga föður sínum.
Björn Halldórsson hefur áður gefið út smásagnasafnið Smáglæpi sem fékk afar góðar viðtökur. Stol er fyrsta skáldsaga hans.



Sæluríkið
1.290 kr.Sæluríkið er mögnuð og áleitin glæpasaga um brostna drauma, hugsjónir á villigötum og kalda grimmd – og fólk sem á stórra harma að hefna.
Við Hafravatn finnst ferðamaður látinn með áverka á höfði. Þegar ljóst verður að hann er í raun íslenskur og kom við sögu hjá lögreglunni þegar félagi hans hvarf nokkrum áratugum fyrr fer Konráð að grufla í samhengi hlutanna. Hans eigin fortíð blandast þar inn; umtalað morðmál frá áttunda áratugnum veldur uppnámi innan lögreglunnar og fornvinur hans, Leó, er farinn í felur. Um leið leitar tíðarandi kalda stríðsins á huga Konráðs, andrúmsloft samfélags í fjötrum sem litaðist af heift og flokkadráttum.
Arnaldur Indriðason er vinsælasti höfundur landsins, bæði heima og á erlendri grund. Sæluríkið er 27. skáldsaga hans. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar sem hafa verið þýddar á tugi tungumála og selst í nær tuttugu milljónum eintaka um heim allan.

Sápufuglinn
1.290 kr.Sápufuglinn hefur að geyma þrjár sögur um losta og valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og arfgengan hæfileika til að ferðast um í tíma.
María Elísabet Bragadóttir sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu bók Herbergi í öðrum heimi. Sápufuglinn kemur róti á huga lesanda með djúpu innsæi höfundar, óbeisluðu hugmyndaflugi og beittum húmor.
„María Elísabet Bragadóttir er með geislasverð. Ég elska Sápufuglinn.“
– Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur

Missir
2.990 kr.Bókin er gefin út í þúsund tölusettum og árituðum eintökum. Henni fylgir geisladiskur með upplestri höfundar á verkinu.



