• Mannsævi

    Mannsævi

    Andreas Egger er fluttur kornabarn í lítið fjallaþorp í Ölpunum rétt eftir aldamótin 1900. Þar á hann illa vist en persónueinkenni þróast með honum; seigla, líkamlegur styrkur, hneigð til einveru. Egger verður maður verka fremur en orða. Ungur maður ræður hann sig í vinnu hjá verktökum sem hyggjast reisa kláf upp á fjallstind, nútíminn heldur innreið sína í þorpið og við það breytist öll tilvera íbúanna.

    Mannsævi eftir Robert Seethaler er afar áhrifamikil bók um mannlega reisn og hæfni til að sigrast á erfiðum aðstæðum. Um leið og saga Eggers er sögð í meitluðum og áreynslulausum stíl, endurspeglar hún á margvíslegan hátt sögu tuttugustu aldarinnar – sögu einnar mannsævi.

    Mannsævi var tilnefnd til Booker-verðlaunanna árið 2016.

    Mannsævi er fimmta bók Roberts Seethaler, sem auk þess að vera rithöfundur starfar sem leikari og býr í Berlín.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Óþægileg ást

    Óþægileg ást

    Delia á von á móður sinni með lestinni til Rómar, en hú skilar sér ekki. Skömmu síðar finnst lík hennar í sjónum við baðstað þar sem fjölskyldan hafði stundum farið í sumarfrí.

    Í tengslum við jarðarförina þarf Delia að takast á hendur ferð til æskustöðvanna og um leið á vit erfiðrar bernsku með tvístraðri fjölskyldu. En ekki síst þarf hún að svara knýjandi spurningu: Hver var eiginlega móðir hennar?

    Í þessari fyrstu skáldsögu Elenu Ferrante fjallar hún um það efni sem einkennt hefur höfundarverk hennar síðan: flókin og margræð sambönd kvenna. Hér er mæðgnasamband í forgrunni, en einnig samskipti kynjanna, dulin og ódulin, og hvernig konur sem storka karlveldinu eiga erfitt uppdráttar.

    Um þetta fjallar Elena Ferrante af þeirri stílgáfu, dýpt og innsæi sem lesendur þekkja af Napólí-fjórleik hennar, og gert hefur hana að einum vinsælasta rithöfundi samtímans. Eftir þessari bók var gerð vinsæl kvikmynd.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Saga af sæháki
  • Raunir Werthers unga
  • Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn

    Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn

    Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrinu.

    Höfundar bókarinnar eru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn. Bókin er sú fyrsta um Úlf og Ylfu sem lesendur eiga eftir að kynnast nánar í framtíðinni. Bókaflokknum er ætlað að fagna fjölbreytileikanum með því að sýna hann í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

    Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

    Úlfur og Ylfa eru bestu vinir. Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs. Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för. Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni.

    Höfundar bókarinnar eru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn. Bókin er önnur í röðinni um vinina Úlf og Ylfu. Bókaflokknum er ætlað að fagna fjölbreytileikanum með því að sýna hann í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka. Fallegar myndir bókarinnar teiknaði Auður Ýr Elísabetardóttir.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Elskan mín ég dey
  • Ibbi býður grís góða nótt

    Ibbi býður grís góða nótt

    Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum en þá er betra að hafa gott hjartalag.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Kompa

    Kompa

    Fræðimaður, ung kona, verður fyrir smávægilegri truflun inni á handritasafni við rannsókn á 365 ára gamalli dagbók. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar en koma þó ekki í ljós fyrir en sex árum síðar þegar konan áttar sig á að rannsóknartilgáta hennar hefur í öll þessi ár verið byggð á röngum forsendum, og að ritgerðin, heilar 600 síður, er að öllum líkindum þvættingur frá upphafi til enda.

    Í örvæntingu sinni grípur hún til þess eina ráðs sem virðist geta bjargað henni úr skelfilegum aðstæðum, en verknaðurinn eykur bara á hremmingar hennar og áfallið í kjölfar þessa alls verður til þess að gömul veikindi taka sig upp. Buguð og í fræðilegri sjálfheldu frestar hún námslokum og fylgir eiginmanni sínum heim til Íslands.

    Þar burðast hún með leyndarmál sitt og laskaða sjálfsmynd gagnvart fjölskyldu og vinum, og tekst á við afleiðingar veikinda sinna, ofskynjanir, sem virðast þó að lokum ætla að opna henni leið út úr ógöngunum.

    Kompa er skáldsaga um uppruna sögulegra heimilda og tilviljunarkennda varðveislu þeirra.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Stundarfró

    Stundarfró

    Arinbjörn Hvalfjörð er efnilegasta skáld Íslands. En hversu lengi getur hann skákað í því skjólinu? Fimm árum eftir sína fyrstu bók er hann engu nær um næstu skref í tilverunni. Sérhver dagur er leikinn af fingrum fram og þverrandi fimi. En í unglingsstúlku norður á Akureyri sér hann mögulega eitthvað til að byggja á. Framtíð ef til vill. Hér sendir Orri Harðarson frá sér sína fyrstu skáldsögu sem hefur hlotið einróma lof þeirra sem hafa lesið.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Endurfundir

    Endurfundir

    Vorið 1991 snýr Ágúst Bergsson heim á Skagann eftir misheppnaða dvöl í New York. Hann flosnaði upp úr kvikmyndanámi og stóð í erfiðum sambúðarslitum við sænska kærustu sem reyndist ekki öll þar sem hún var séð. Í gamla heimabænum virðist fátt annað bíða en foreldrahús, fiskvinnsla og alltumlykjandi grámi. Ástin er þó aldrei langt undan. En á hún aðeins erindi við aðra?

    Í þessari leiftrandi skemmtilegu skáldsögu Orra Harðarsonar er brugðið húmorísku ljósi á líf ungs manns sem þarf að læra að fóta sig upp á nýtt og finnur þá gamlar tilfinningar vakna í brjósti. Um leið einkennist sagan af djúpri hlýju og hispursleysi, þar sem lipurlegur stíll og ósvikin frásagnargleði skila persónum og sögusviði ljóslifandi til lesenda.

    Fyrsta skáldsaga Orra, Stundarfró, kom út árið 2014 og hlaut verðskuldað lof gagnrýnenda og lesanda. Hún var meðal annars tilnefnd til Menningarverðlauna DV sem skáldverk ársins.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Skáldleg afbrotafræði

    Skáldleg afbrotafræði

    Skáldleg afbrotafræði er makalaus aldarfarssaga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar.

    Nýjar hugmyndir eru á kreiki í veröldinni og upplýsingarstefnan að ryðja sér til rúms, meira að segja í örsmáu sjávarþorpi á hjara veraldar. Prestar og hreppstjórar ráða enn örlögum smælingja en alþýðan er farin að átta sig á óréttlætinu og það styttist í að hún láti verkin tala.

    Hér eru ótal þræðir á lofti; gleði og sorg, kúgun og frelsi, sögulegur fróðleikur í bland við yfirskilvitleg fyrirbæri, magnaðar persónur og misfagrir hugarheimar – og allt þetta fellir höfundurinn saman í þéttan og margslunginn vef eins og honum er lagið.

    Einar Már Guðmundsson hefur sent frá sér tugi skáldverka og hlotið fyrir þau ýmis verðlaun. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um lönd en sérstakra vinsælda nýtur hann í Danmörku, þar sem bækur hans koma nú út samtímis útgáfu hér heima.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Boxarinn

    Boxarinn

    Hér segir sonur sögu föður síns sem var maður af margri gerð, í senn heillandi og haldinn þrúgandi óeirð og mikilli athafnaþrá. Inn í frásögnina fléttast litríkar örlagasögur ýmissa ættingja; misindismanna, sérstæðra kvenna, launbarna og ungs fólks sem þurfti að þola sumt af því versta sem lífið skapar mönnum. Boxarinn eftir Úlfar Þormóðsson er í senn fögur saga og sönn en jafnframt glettin og hlý. Eftir Úlfar liggur fjöldi skáldverka af ýmsu tagi og vakti síðasta saga hans, Farandskuggar, mikla athygli og hlaut einróma lof gagnrýnenda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Mörður

    Mörður

    Bókin er skrifuð í orðastað Marðar Valgarðssonar goða á Hofi á Rangárvöllum, en hann er ein af höfuðpersónum Njálssögu. Í dimmum skála liggur hinn aldni og umdeildi goði banaleguna hálfri öld eftir kristnitöku. Hann er sigurreifur en fyrirlítur hinn nýja sið, kristnina. Í bókinni gengur höfundur á hólm við hefðbundna sýn Íslendinga á Njálssögu sem og kristnitökunni árið 1000.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Kolbeinsey

    Kolbeinsey

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Miðnæturbörn

    Miðnæturbörn

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Tugthúsið

    Tugthúsið

    Sumarið 1757 báðu sýslumenn um leyfi til að hengja landsins lausgangara en var í staðinn gert að reisa tugthús. Næstu hálfu öld hírðust konur og karlar í Tugthúsinu við Arnarhól fyrir margvísleg brot við hörmulegar aðstæður. Löngu síðar hefur húsið virðulegra hlutverk en yfir því er enn ekki ró. Getur hugsast að ónotin í húsinu stafi af óeirð einhvers sem þar dvaldi og dó? Tugthúsið eftir Hauk Má Helgason er áhrifamikil skáldsaga sem varpar nýju ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta átjándu aldar, aumustu þegna landsins og valdhafana sem sýsluðu með örlög þeirra.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ilmreyr

    Ilmreyr

    Ilmreyr er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til formæðra og -feðra sem háðu sitt lífsstríð við úthafsölduna vestur á fjörðum og áttu líka glímutök við brimöldur hjartans – þær sömu og fylgt hafa mannkyninu frá upphafi vega og gera enn.

    Í bókinni vefast sjálfsævisöguleg efnistök saman við sagnfræði, þjóðfræði, skáldskap og skemmtun. Hér segir frá samskiptum og samspili kynja og kynslóða, ástum, bernskubrekum, hversdagslífi, ævintýrum og mögnuðum örlögum.

    Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Ilmreyr er áttunda bók hennar en bókin Lífsgrös og leyndir dómar var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Ég var nóttin

    Ég var nóttin

    Ungur laganemi leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum. Leigusalarnir eru roskin hjón sem lifa í fortíðinni. Smám saman áttar stúdentinn sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð.

    Eftir alllangt hlé sendir Einar Örn Gunnarsson nú frá sér nýja skáldsögu, Ég var nóttin. Sagan er frásögn ungs laganema sem leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum í Reykjavík árið 1985. Húsið var á sínum tíma með fallegustu glæsihýsum borgarinnar en er nú í niðurníðslu. Leigusalarnir eru roskin hjón, undarleg í háttum og lifa í fortíðinni og draumórum sínum. Sögumaður er varaður við hjónunum en smám saman aukast samskipti pilts við þau. Með tímanum fer hann að átta sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð. Þessi saga styðst við Næðing, skáldsögu höfundar frá árinu 1990.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Listamannalaun

    Listamannalaun

    Þeir vissu að þeir yrðu einhverjum söguefni, þessir þremenningar sem voru vandræðabörn á atómöld, bóhemar sem hneyksluðu og hrifu; gæfuleysið féll þeim að síðum, þeir lifðu átakamiklu lífi innra með sér og hið ytra – og reyndu að láta penna og pensil ljúga úr sér hrollinn.

    Ólafur Gunnarsson rithöfundur var góðvinur listamannanna Alfreðs Flóka, Dags Sigurðarsonar og Steinars Sigurjónssonar, umdeildra snillinga sem ólu aldur sinn á jaðri samfélagsins. Hann fer hér í sannkallaðan gúmsílúmstúr – eins og Flóki hefði sagt – um Reykjavík og Kaupmannahöfn áttunda og níunda áratugarins og lýsir af næmum skilningi, hreinskilni og óborganlegum húmor kynnum sínum af þeim og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum af því sögusviði: menningarpáfum, sveitamönnum, heimsfrægum rithöfundum, húsgagnasölum, barþjónum, mögulegum KGB-mönnum, ástkonum, skáldum og listamönnum.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Heimför

    Heimför

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Saga af hjónabandi

    Saga af hjónabandi

    Hvað er það sem gerist, þegar tvær manneskjur sem vilja hvor annarri ekkert nema það besta og hafa byggt upp fallegt og náið samband, missa tökin á tilfinningalífi sínu? Er hægt að komast til botns í ástinni? Er hægt að hlaupast undan henni?

    Saga af hjónabandi er ísköld krufning á hinu fullkomna ástarsambandi – sem skyndilega fer að leysast upp. Maður og kona hafa búið saman í fjölmörg hamingjusöm ár, en allt í einu er fótunum kippt undan þeim og allar bjargir virðast bannaðar.

    Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna fyrir þessa bók. Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit, barnabækur og greinasöfn og verið tilnefndur til fjölda verðlauna.

    Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Þakkarskuld

    Þakkarskuld

    Teheran, 1978: Nahid og Masood eru 18 ára gömul, ástfangin og byltingarsinnuð og staðráðin í að hrinda ríkisstjórn Íranskeisara og koma á lýðræði. Leynilegar aðgerðir þeirra eru hættulegar en ástríða og æskufjör gefur þeim kraft og áræði. Nótt eina leyfir Nahid yngri systur sinni að koma með þeim á fjölmenn mótmæli þar sem ofbeldi brýst út; Nahid missir tak á systur sinni og allt breytist …

    Í kjölfarið neyðast Nahid og Masood til að flýja til Svíþjóðar til að tryggja öryggi sitt – og vegna þess að þau eiga von á barni. Þrjátíu árum seinna liggur Nahid á sjúkrahúsi, veik af krabbameini, og fer yfir líf sitt af dæmafárri hreinskilni þar sem allt er lagt undir.

    Þakkarskuld er margrómuð skáldsaga um ást, sekt og drauma um betri tíma, kraumandi af bæði átakanlegri sorg og óslökkvandi lífsgleði.

    Höfundurinn, Golnaz Hashemzadeh Bonde er fædd í Íran en uppalin í Svíþjóð.

    Páll Valsson þýðir.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Himintungl yfir heimsins ystu brún