
Ólyfjan
990 kr.Lífið er bara eitt stórt djók. Nei, svona í alvöru, sagði hann og yggldi sig framan í hana eins og til að segja að þar væri hún ekki undanskilin. Um leið og hann sleppti orðinu hugsaði hann með sér að hann hlyti að vera hálfgerður snillingur fyrir að hafa fundið upp á þvílíkri lífsspeki. Eða átti þetta kannski einungis við hans líf? Að hann væri djókið? Brandari bæjarins.
Ólyfjan er fyrsta skáldsaga Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur. Eitruð karlmennska og skáldsagnaformið allt er undir í þessari frumraun höfundar.





Leit mín að framlífi
2.990 kr.Elínborg Lárusdóttir hefur um áratuga skeið verið einn helzti merkisberi spiritismans á Íslandi og þeim tíma haft náið samstarf við marga forystumenn sálarrannsóknarmanna. Hún hefur skrifað bækur um miðlana Hafstein Björnsson, Andrés Böðvarsson og Kristínu Kristjánsson, auk annarra bóka um dulræn efni. Þessi bók hennar, um eigin reynslu á langri ævi, er e.t.v. persónulegust allra skrifa hennar um þetta „mikilvægasta mál í heimi“. Oft hefur það borið við, að hinir látnu vitja hennar og biðja hana fyrir skilaboð til ástvina sinna. „Hinir látnu koma og tala við mig, eins og maður talar við mann. Þetta er ótrúlegt og furðar mig ekki þótt einhver, sem einhverntíma les þetta, rengi það . . . . finnst mér skylda mín að segja allan sannleikann í þessu efni, eins og ég skynja hina dularfullu atburði, sem ég nú orðið hef sjálf mikla og margs konar reynslu af“, segir á einum stað í bókinni. – Trúarvissa og staðföst sannfæring Elínborgar Lárusdóttur um framlíf að jarðvist lokinni, mun óefað veita mörgum huggun og styrk er efinn gerist áleitinn.


















