
Norma
990 kr.Norma Ross stendur skyndilega ein uppi þegar móðir hennar lætur lífið á voveiflegan hátt. Missir hennar er mikill því þær voru ekki bara mæðgur heldur áttu þær saman vel falið leyndarmál. Á heimili móður sinnar finnur Norma ljósmyndir og vídeóupptökur sem opna augu hennar fyrir margslungnum sannleikanum um eigið líf og fortíðina og um tilveruna í heimi þar sem engum er að treysta. Þetta er myrk og dularfull fantasía um kvenlega fegurð, flókin fjölskyldubönd, óprúttin viðskipti og skipulagða glæpastarfsemi sem teygir anga sína víða.
Sofi Oksanen hefur hlotið mikla athygli og margháttuð verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Norma er fjórða bók hennar sem kemur út á íslensku í þýðingu Sigurðar Karlssonar.

- -33%

Félagsland
Original price was: 5.190 kr..3.490 kr.Current price is: 3.490 kr..Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Í bókinni eru tæp fimmtíu ljóð og rauður þráður hennar eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra og þýðing, andblær og ásýnd. Ljósmyndir af þeim vettvangi gefa tóninn.

Millileikur
4.690 kr.Tveir bræður, þrjár ástkonur, sorg, átök og uppgjör: Millileikur er einstaklega áhrifamikil saga um ást, missi og órofa tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney, sem hefur vakið heimsathygli fyrir skáldsögur sínar.
Pétur er ríflega þrítugur lögmaður og lifir erilsömu lífi í hringiðu borgarinnar. Hann skemmtir sér grimmt og gistir oft hjá Naomi, sem er ung og villt, en er líka í nánu sambandi við Sylvíu, fyrrverandi unnustu sína sem hann getur ekki hætt að elska. Ívan er tíu árum yngri, var áður upprennandi skáksnillingur en hefur staðnað og líf hans er stefnulaust. Hann er feiminn einfari en þegar hann hittir Margréti, konu á fertugsaldri með erfitt hjónaband að baki, bresta allar varnir og milli þeirra kviknar eldheit ást.
Faðir þessara ólíku bræðra er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; báðir eru næmir og viðkvæmir, taugarnar þandar. Ástandið leiðir til óbærilegrar spennu, samskiptin eru erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir.
Bókin rauk beint á topp metsölulista The Sunday Times, hefur setið á listum mánuðum saman og var víða kjörin besta bók ársins 2024. Bjarni Jónsson þýddi.

Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn
4.990 kr.Örlagasögur af Íslendingum
Um aldir var Kaupmannahöfn höfuðborg Íslendinga. Þaðan var landinu stjórnað, þar stunduðu menn framhaldsnám eða afplánuðu tukthúsvist. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók rekur Björn Th. Björnsson þróun borgarinnar, fjallar um sögufrægar byggingar og rifjar upp örlagasögur af Íslendingum sem þangað sigldu, bæði broslegar og átakanlegar. Hér koma Fjölnismenn við sögu, Jónshús, furðufuglinn Þorleifur Repp, Jóhann skáld Sigurjónsson, Árnasafn og íslenskir námsmenn á Gamlagarði, svo nokkuð sé nefnt. Bókin kom fyrst út árið 1961 og hefur lengi verið ófáanleg, en nú hefur textinn verið aukinn og lagaður að breyttum aðstæðum. Einnig eru á þriðja hundrað nýjar ljósmyndir í bókinni og hverjum kafla fylgir götukort sem gerir bókina handhæga til að rata eftir um Íslendingaslóðir. Hinir vinsælu sjónvarpsþættir höfundar um Íslendinga í Kaupmannahöfn voru byggðir á nokkrum köflum úr bókinni.




Heimsmynd á hverfanda hveli II
4.990 kr.Saga vísinda frá Brúnó til Newtons+
Hvaða mynd getum við gert okkur af heiminum út frá því sem sést með berum augum? Hvernig þróaðist stjarnfræðin á bökkum Nílar? Hvernig gat atómhugmyndin orðið til með Forngrikkjum? Var bara myrkur á miðöldum? Hvernig litu kirkjufeðurnir á heiðna þekkingu? Hvað lögðu Arabar til mála? Í hverju fólst bylting Kóperníkusar? Þessar spurningar og margar fleiri ræðir Þorsteinn Vilhjálmsson í Heimsmynd á hverfanda hveli. Í þessu fyrra bindi verksins er rakin saga vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni, frá öndverðu til Kóperníkusar. Frásögn Þorsteins er fróðleg og aðgengileg og bókin öll prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Hún er skemmtileg aflestrar, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum, um leið og hún bregður birtu sögunnar á okkar eigin vísindaskilning og heimssýn.
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1940) er dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur numið og starfað við háskóla í Danmörku og Bandaríkjunum og kennt stjörnufræði og vísindasögu auk eðlisfræðinnar, en þær greinar fléttast saman í þessari bók.

Heimsmynd á hverfanda hveli I
4.990 kr.Heimsmynd vísinda frá öndverðu til Kóperníkusar
Hvaða mynd getum við gert okkur af heiminum út frá því sem sést með berum augum? Hvernig þróaðist stjarnfræðin á bökkum Nílar? Hvernig gat atómhugmyndin orðið til með Forngrikkjum? Var bara myrkur á miðöldum? Hvernig litu kirkjufeðurnir á heiðna þekkingu? Hvað lögðu Arabar til mála? Í hverju fólst bylting Kóperníkusar? Þessar spurningar og margar fleiri ræðir Þorsteinn Vilhjálmsson í Heimsmynd á hverfanda hveli. Í þessu fyrra bindi verksins er rakin saga vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni, frá öndverðu til Kóperníkusar. Frásögn Þorsteins er fróðleg og aðgengileg og bókin öll prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Hún er skemmtileg aflestrar, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum, um leið og hún bregður birtu sögunnar á okkar eigin vísindaskilning og heimssýn.
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1940) er dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur numið og starfað við háskóla í Danmörku og Bandaríkjunum og kennt stjörnufræði og vísindasögu auk eðlisfræðinnar, en þær greinar fléttast saman í þessari bók.


