

Fjögur ljóðskáld
1.490 kr.Fjögur ljóðskáld geymir úrval ljóða eftir fjögur öndvegisskáld nýrómantíska skeiðsins í íslenskri ljóðlist fyrir einni öld. Skáldin eru Jóhann Gunnar Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti, Jóhann Sigurjónsson og Jónas Guðlaugsson. Hér er að finna margt það fegursta og fágaðasta í íslenskri ljóðagerð fyrr og síðar. Hannes Pétursson skáld valdi ljóðin og ritaði inngang að safninu og hefur hann sérstaklega endurskoðað innganginn fyrir þessa útgáfu frá árinu 2000 en upphaflega kom bókin út árið 1957.





Stormur
1.290 kr.Eyvindur Jónsson Stormur; gustmikill sagnamaður en lítill iðjumaður, er í forgrunni þessarar nýju og kraftmiklu samtímasögu. Að Eyvindi Stormi safnast alls konar lið; drykkjumenn, hippar, bissnessmenn, bókaútgefendur, landeyður og íslenskir námsmenn erlendis. Og fyrir eina jólavertíðina vantar bókaforlag litríkan höfund og vinunum verður hugsað til Storms …
Rétt eins og fyrri verkum tekst Einari frábærlega vel í þessari nýju sögu að lýsa tíðaranda og hugmyndum, um leið og hann skemmtir lesendum með svipmiklum persónum og kostulegum uppákomum.


Gargantúi og Pantagrúll
3.990 kr.Gargantúi og Pantagrúll er eitt þekktasta skáldverk sem ritað hefur verið á franska tungu fyrr og síðar. Þetta er flokkur fimm skemmtisagna eftir munkinn, lækninn, húmoristann og mannvininn François Rabelais (1484-1553), en fyrir þetta verk hefur Rabelais löngum verið settur á stall með klassískum höfundum á borð við Shakespeare, Dante og Cervantes. Hugmyndaflugið og frásagnargleðin er slík að lesandinn sogast inn í frásögnina og lendir með persónunum í ótrúlegustu ævintýrum, tekur þátt í spaklegum vangaveltum um aðskiljanlegustu málefni og skemmtir sér konunglega. Hann kynnist þar fjölda skrautlegra persóna, m.a. risahjónunum Grandgussa og Gargamelu og syni þeirra, átvaglinu Pantagrúl, raunum Panúrgs í kvennamálum og ferðalögum hans til furðulegra staða. En að baki glettninni býr þekking, viska og snörp ádeila höfundar sem var fjölfróðari en flestir samtímamenn hans. Ádeila hans á valdapot, menntasnobb, vanahugsun og helgislepju hverskonar kom illa við kaunin á samtímamönnum hans, einkum valda- mönnum kóngs og kirkju. Allar götur síðan hafa menn skipst í tvö horn í afstöðunni til verka Rabelais. Enda eru verk hans háskaleg fyrir þá sem ekkert skopskyn hafa. Fyrir alla aðra eru þau veisla.




101 dagur í Bagdag
990 kr.Åsne var í Bagdad þegar fyrstu sprengjurnar féllu á borgina og þar til yfir lauk var hún í hringiðu atburða og flutti fréttir af vettvangi. Í bókinni lýsir hún því sem á daga hennar dreif, en á tíu ára ferli sínum sem stríðsfréttamaður segist Åsne aldrei hafa unnið við erfiðari aðstæður en í Írak. Hún dregur upp áhrifamiklar myndir úr stríði sem segja mikla sögu af lífi venjulegs fólks við hrikalegar aðstæður.
„Þetta er bók um ferð blaðamanns, stríð og fólk í stríði. Í hundrað og einn dag, frá því í janúar og fram í apríl 2003, reyndi ég að miðla því sem ég upplifði í Bagdad … Áður en stríðið braust út þurfti að kljást við grundvallarvanda: Enginn sagði orð. Írakarnir töluðu undir rós og af miklum barnaskap – af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust eða láta uppi hvað þeir voru að hugsa.“
Åsne Seierstad er heimsþekktur stríðsfréttaritari. Sérstaklega hefur raunsæ umfjöllun hennar um ástandið í Afganistan og Írak eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 vakið mikla athygli. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og öðlaðist heimsfrægð fyrir metsölubókina, Bóksalann í Kabúl. Bók hennar, 101 dagur í Bagdad, hefur hlotið frábærar viðtökur og er af mörgum talin áhrifamesta lýsing á Íraksstríðinu sem völ er á.


Náttúrulögmálin
1.990 kr.Náttúrulögmálin er söguleg skáldsaga þar sem brugðið er á leik með heimildir og staðreyndir svo úr verður karnivalísk og bráðskemmtileg frásögn af kaupstaðarlífi Ísafjarðar á miklum umbreytingatímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.
Snemmsumars árið 1925 kallar yngsti, fegursti og jafnframt óviljugasti biskup Íslands, séra Jón Hallvarðsson, til prestastefnu á Ísafirði. Megintilgangurinn virðist vera að storka þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. En með uppátæki sínu hleypir biskup af stað ófyrirsjáanlegri sjö daga atburðarás þar sem náttúra staðarins kallast á við náttúru mannsins.



Tvífari gerir sig heimakominn
1.490 kr.Tvífari gerir sig heimakominn er ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.



Auðlesin
990 kr.Auðlesin er bráðfyndin og beitt samfélagsádeila sem tekst á við þær stóru siðferðis- og sjálfsmyndarspurningar sem þúsaldarkynslóðin stendur frammi fyrir.
Hugsjónaskáldið Nína Kristín ætlar að bjarga heiminum með ljóðum sínum en allt gengur á afturfótunum og við blasir að hún neyðist til að flytja aftur inn á forpokaða foreldra sína. Bjartur er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg; réttsýnn og vinsæll umhverfisverndarsinni sem bjargar hunangsflugum í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. En hversu djúpt rista hugsjónir þeirra beggja þegar virkilega reynir á?



