

Múffa
1.990 kr.Áleitin og grípandi saga eftir snjallan höfund um fjölskyldubönd og vináttu, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.
Alma er doktor í heimspeki og fyrrverandi háskólakennari en síðan þau Bjössi fluttu á æskuslóðir hans hefur hún kennt við grunnskólann í þorpinu og litað hárið á sér bleikt. Markús stjúpsonur hennar býr hjá þeim, þrjátíu og þriggja ára gamall og situr inni í herbergi í tölvunni dag og nótt. Pakki sem hann fær sendan í pósti einn daginn markar þáttaskil – fyrir þau öll.
Jónas Reynir Gunnarsson hefur vakið mikla athygli og hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir skáldsögur sínar og ljóð. Saga hans, Dauði skógar, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Voðaverk í Vesturbænum
1.990 kr.Hver ræðst á dreng á grunnskólaaldri og skilur hann eftir illa meiddan í hjólageymslu fjölbýlishúss við Tómasarhaga? Svoleiðis ráðgátu er augljóslega ekki hægt að treysta lögreglunni einni til að leysa og hin nýstofnaða Vesturbæjarvakt, með Eddu í broddi fylkingar, tekur málið upp á sína arma. En fleiri þurfa á Eddu að halda. Stúlku í nágrenninu berast dularfullar sendingar og samband Viktors og Snorra er komið í háaloft. Það er því í nógu að snúast fyrir eiturhressan eftirlaunaþega.
Voðaverk í Vesturbænum er sjötta bókin um Eddu á Birkimelnum og glímu hennar við flókin saka- og fjölskyldumál.
Jónína Leósdóttir hefur skrifað tvær vinsælar glæpasagnaseríur, allt hörkuspennandi sögur sem kitla hláturtaugarnar og ríghalda frá upphafi til enda.

Lavaland
4.690 kr.Lavaland is a powerful tale of love and loss, of grief and surrender, and ultimately of great courage and resilience in the face of life’s cruel blows.
LínLín is a survivor who stands strong despite a series of tragic losses she has experienced in her life. However, when a volcanic eruption threatens to consume her beloved Sæluból, the summer cottage where she and her family and friends have spent so many magical moments, she is faced with a critical decision as she recalls the memories, secrets and sorrows that have shaped her.
Novelist and poet Steinunn Sigurðardóttir, renowned for her acute insight into the human condition, her keen wit and engaging style, has been at the forefront of Icelandic literature for decades and her published work numbers in the dozens. Her latest novel, Lavaland, with its skillfully crafted multi-layered narrative, resonates with emotional depth and humanity — qualities that earned her the Icelandic Literary Prize. An unforgettable story that leaves a lasting impression.
Translated by Lorenza Garcia.

Kertin brenna niður
1.290 kr.Tveir gamlir vinir, sem áður voru óaðskiljanlegir, fyrrverandi foringjar í her Austurríkis-Ungverjalands, hittast á ný eftir ríflega fjörutíu ára aðskilnað. Fjórum áratugum fyrr gerðist örlagaríkur atburður sem leiddi til algers skilnaðar þeirra og lagði líf þeirra í rúst. Allan þennan tíma hafa þeir beðið endurfundanna, og nú þegar ævilokin nálgast verður hinn raunverulegi sannleikur afhjúpaður.
Ungverski rithöfundurinn Sándor Márai (1900-1989) féll í ónáð við valdatöku kommúnista þar í landi, flýði til Bandaríkjanna og lést þar í útlegð 1989. Kertin brenna niður kom fyrst út í Ungverjalandi 1942, var síðan bönnuð en eftir fall kommúnismans var hún endurútgefin og hefur síðan farið sigurför um alla Evrópu. Sándor Márai er nú einn virtasti og vinsælasti höfundur álfunnar og hefur verið líkt við Thomas Mann og Gabriel García Márquez.
Kertin brenna niður er áhrifamikil skáldsaga og frábærlega skrifuð; undir kyrru yfirborði bærist söknuður og sársauki, eftirsjá eftir veröld sem var. Hún er hugleiðing um sígilt efni; tryggð og mikla ást, sannleika og blekkingu – sem situr lengi eftir í huga lesanda.
Hjalti Kristgeirsson þýddi.

Sumarblóm og heimsins grjót
990 kr.Sumarblóm og heimsins grjót er grípandi örlagasaga um ást og vináttu, vonir og vonbrigði, flókin fjölskyldubönd – en ekki síst um aðstæður kvenna og óvenjulegar leiðir til að bjarga sér við erfiðar aðstæður.
Í byrjun síðustu aldar blasir fátt annað við fátækri stúlku í litlum firði en að giftast, eignast börn, strita ævilangt á sama stað eins og formæðurnar. En Sóleyjar bíður öðruvísi líf og örlögin bera hana burt úr firðinum, til móts við nýja tíma og nýjar hugmyndir. Þegar hún stendur uppi ein með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Seiglan fleytir henni gegnum brimrót áfalla og erfiðleika, lífsgleði og traustir vinir halda henni uppi þegar reynir á. Og stundum virðist hamingjan í sjónmáli.
Þetta er fyrsta skáldsaga Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur sem byggir söguna að hluta til á raunverulegum atburðum og persónum.






