• Tímaráðuneytið

    Tímaráðuneytið

    Ung kona sækir um háleynilegt og vellaunað starf á vegum hins opinbera í Bretlandi. Hún er ráðin og í ljós kemur að það tengist tímaferðalagsverkefni stjórnvalda sem reynist svo yfirgripsmikið að það þarfnast sérstaks ráðuneytis; tímaráðuneytis. Starfið felst í því að taka á móti einstaklingum sem hafa verið fluttir til nútímans frá fortíðinni og sjóliðsforinginn Graham Gore, þekktur nítjándu aldar maður sem tók þátt í frægum heimskautaleiðangri á skipinu Erebus, er fyrsti brottflutti einstaklingurinn sem hún aðstoðar við að aðlagast nútímanum. Brátt takast með þeim eldheitar ástir.

    Tímaráðuneytið er allt í senn spennandi njósnatryllir, falleg ástarsaga sveipuð vísindaskáldsöguljóma og áleitin og djúp frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma. Þetta er fyrsta saga Kaliane Bradley og hefur hún slegið rækilega í gegn víða um heim. Hún var á metsölulista New York Times og valin besta bók ársins 2024 af ýmsum miðlum.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Hvað gerir maður þegar fallega þjónustustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin…? Tómas er góður læknir og ennþá betri kvennamaður og ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt. En framhaldið er ekki á hans valdi – þau eru leiksoppar sögunnar, fórnarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir samhengi stjórnmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.

    Friðrik Rafnsson íslenskaði.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Þetta er saga af nokkrum framsæknum nútíma Íslendingum sem lenda í ýmsum ævintýrum en bjargast úr hverjum háska með þjóðlegu hugviti og hreysti.

    Langt er síðan Guðbergur Bergsson skipaði sér í röð allra fremstu rithöfunda þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mikillar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í bókum Guðbergs og stíllinn er nýr. Spurning er hvort skáldgáfa hans nýtur sín ekki einmitt best í þeim ærsla- og fjarstæðustíl sem hér er að finna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Öll í hóp á einum sóp

    Öll í hóp á einum sóp

    Kötturinn malaði, kerlingin söng,
    á kústi í rokinu ferðin var löng.

    Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir vinalegan hund, frosk og fugl sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega verða nornin og vinir hennar að grípa til sinna ráða.

    Öll í hóp á einum sóp er þriðja bók metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler sem kemur út á íslensku en bæði Greppikló og Greppibarnið hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Sigríður Ásta Árnadóttir þýddi.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Greppibarnið

    Greppibarnið

    ,,Engin Greppikló má“, sagði Greppikló, „gera sér ferð inn í Dimmaskóg . . . “

    Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

    Greppibarnið, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, er nú loks fáanleg að nýju. Því fagna börn á öllum aldri, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Greppikló

    Greppikló

    ,,Greppikló? Hvað er greppikló? Hva, greppikló! Það veistu þó!“

    Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að ekki sé til nein greppikló. Og þó …

    Greppikló, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, hefur notið gífurlegra vinsælda meðal barna á öllum aldri, sérstaklega þeirra sem óttast hið ókunna.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sannstæður

    Sannstæður

    fyllast enn tungl
    og minnka
    flughamurinn stagbættur í
    gluggasyllunni

    orkarðu enn að leita
    svifmjúkra drauma
    svansvængja svartra
    úr ljóði

    Ljóð Geirlaugs Magnússonar lifna af sterkum myndum og sérstæðu tungutaki. Hann er enginn boðandi auðkeyptrar bjartsýni og venjulegra sanninda, en fylgi lesandinn honum á svansvængjum svörtum í ljóðheima, opnast honum víðáttur.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Tengsl

    Tengsl

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ljós til að mála nóttina
  • Voðaverk í Vesturbænum

    Voðaverk í Vesturbænum

    Hver ræðst á dreng á grunnskólaaldri og skilur hann eftir illa meiddan í hjólageymslu fjölbýlishúss við Tómasarhaga? Svoleiðis ráðgátu er augljóslega ekki hægt að treysta lögreglunni einni til að leysa og hin nýstofnaða Vesturbæjarvakt, með Eddu í broddi fylkingar, tekur málið upp á sína arma. En fleiri þurfa á Eddu að halda. Stúlku í nágrenninu berast dularfullar sendingar og samband Viktors og Snorra er komið í háaloft. Það er því í nógu að snúast fyrir eiturhressan eftirlaunaþega.

    Voðaverk í Vesturbænum er sjötta bókin um Eddu á Birkimelnum og glímu hennar við flókin saka- og fjölskyldumál.

    Jónína Leósdóttir hefur skrifað tvær vinsælar glæpasagnaseríur, allt hörkuspennandi sögur sem kitla hláturtaugarnar og ríghalda frá upphafi til enda.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ævintýri góða dátans Svejks
  • Lavaland

    Lavaland

    Lavaland is a powerful tale of love and loss, of grief and surrender, and ultimately of great courage and resilience in the face of life’s cruel blows.

    LínLín is a survivor who stands strong despite a series of tragic losses she has experienced in her life. However, when a volcanic eruption threatens to consume her beloved Sæluból, the summer cottage where she and her family and friends have spent so many magical moments, she is faced with a critical decision as she recalls the memories, secrets and sorrows that have shaped her.

    Novelist and poet Steinunn Sigurðardóttir, renowned for her acute insight into the human condition, her keen wit and engaging style, has been at the forefront of Icelandic literature for decades and her published work numbers in the dozens. Her latest novel, Lavaland, with its skillfully crafted multi-layered narrative, resonates with emotional depth and humanity — qualities that earned her the Icelandic Literary Prize. An unforgettable story that leaves a lasting impression.

    Translated by Lorenza Garcia.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Landvættir

    Landvættir

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Morð og messufall

    Morð og messufall

    Sif hefur einföld markmið í lífinu. Hún vill bara halda foreldrum sínum á – eða að minnsta kosti nálægt – mottunni og hreppa prestsembætti svo hún geti tryggt syni sínum örugga framtíð. Fyrsta atvinnuviðtalið eftir útskriftina úr guðfræðinni endar þó með ósköpum þegar þau séra Reynir ganga fram á lík í altariströppunum. Í óðagotinu sem fylgir er Sif ráðin í tímabundið starf kirkjuvarðar og einsetur sér að sanna sig svo hún hljóti prestsvígslu í kjölfarið. En organistinn er hættur, bókhaldið í óreiðu og í ofan á lag virðist piltur úr ungmennastarfinu vera horfinn sporlaust. Hvað í ósköpunum var hinn látni, Kormákur Austfjörð, sérlegur aðstoðarmaður Reynis, að bralla á elliheimili hverfisins? Og hversu mörg boðorð er eiginlega hægt að brjóta í einni og sömu kirkjunni?

    Morð og messufall er sprenghlægileg glæpasaga, full af eftirminnilegum persónum og óviðjafnanlegum uppákomum. Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hafa getið sér gott orð sem barnabókahöfundar og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín innanlands og utan en þetta er fyrsta bók þeirra fyrir fullorðna.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Dúkkuverksmiðjan

    Dúkkuverksmiðjan

    Stína og Grímur láta drauminn rætast og opna veitingastað í afskekktum firði fyrir vestan. Brátt er Dúkkuverksmiðjan orðin hjarta Salteyrar og það eina sem skyggir á gleðina er barnleysið. Þegar dóttirin langþráða loksins birtist reynir hún mjög á ástríka foreldrana, enda er stúlkan eins og lítill hvirfilbylur; eirðarlaus, uppátækjasöm og þjökuð af martröðum.

    Milla litla og Reynir besti vinur hennar vaxa úr grasi í öruggum faðmi þorpsins umkringd himinháum fjöllum og óblíðum náttúruöflum. Samband þeirra er afar náið en þegar þau stálpast kemst ástin í spilið og flækir málin svo um munar. En úr fjarlægð fylgist dularfullur maður með Millu og lúrir á leyndarmáli sem mun umturna öllu.

    Júlía Margrét Einarsdóttir er sögumaður af guðs náð, í senn smellin og einstaklega næm á mannfólkið í öllum sínum breyskleika. Í þessari þriðju skáldsögu sinni færir hún okkur heilt þorp – segir sögu íbúanna á hlýlegan og nostalgískan hátt án þess að gefa nokkurn afslátt af stóru spurningunum um ástina, lífið og dauðann.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Kertin brenna niður

    Kertin brenna niður

    Tveir gamlir vinir, sem áður voru óaðskiljanlegir, fyrrverandi foringjar í her Austurríkis-Ungverjalands, hittast á ný eftir ríflega fjörutíu ára aðskilnað. Fjórum áratugum fyrr gerðist örlagaríkur atburður sem leiddi til algers skilnaðar þeirra og lagði líf þeirra í rúst. Allan þennan tíma hafa þeir beðið endurfundanna, og nú þegar ævilokin nálgast verður hinn raunverulegi sannleikur afhjúpaður.

    Ungverski rithöfundurinn Sándor Márai (1900-1989) féll í ónáð við valdatöku kommúnista þar í landi, flýði til Bandaríkjanna og lést þar í útlegð 1989. Kertin brenna niður kom fyrst út í Ungverjalandi 1942, var síðan bönnuð en eftir fall kommúnismans var hún endurútgefin og hefur síðan farið sigurför um alla Evrópu. Sándor Márai er nú einn virtasti og vinsælasti höfundur álfunnar og hefur verið líkt við Thomas Mann og Gabriel García Márquez.

    Kertin brenna niður er áhrifamikil skáldsaga og frábærlega skrifuð; undir kyrru yfirborði bærist söknuður og sársauki, eftirsjá eftir veröld sem var. Hún er hugleiðing um sígilt efni; tryggð og mikla ást, sannleika og blekkingu – sem situr lengi eftir í huga lesanda.

    Hjalti Kristgeirsson þýddi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sumarblóm og heimsins grjót

    Sumarblóm og heimsins grjót

    Sumarblóm og heimsins grjót er grípandi örlagasaga um ást og vináttu, vonir og vonbrigði, flókin fjölskyldubönd – en ekki síst um aðstæður kvenna og óvenjulegar leiðir til að bjarga sér við erfiðar aðstæður.

    Í byrjun síðustu aldar blasir fátt annað við fátækri stúlku í litlum firði en að giftast, eignast börn, strita ævilangt á sama stað eins og formæðurnar. En Sóleyjar bíður öðruvísi líf og örlögin bera hana burt úr firðinum, til móts við nýja tíma og nýjar hugmyndir. Þegar hún stendur uppi ein með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Seiglan fleytir henni gegnum brimrót áfalla og erfiðleika, lífsgleði og traustir vinir halda henni uppi þegar reynir á. Og stundum virðist hamingjan í sjónmáli.

    Þetta er fyrsta skáldsaga Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur sem byggir söguna að hluta til á raunverulegum atburðum og persónum.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Bréfbátarigningin

    Bréfbátarigningin

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Maðurinn sem Ísland elskaði

    Maðurinn sem Ísland elskaði

    Paul Gaimard átti tvær heimsreisur að baki þegar hann kom eins og stormsveipur til Íslands sumrin 1835 og 1836. Hér stýrði hann mestu vísindaúttekt sem gerð hafði verið á þessari eyju sem fáir þekktu og lét teikna myndir sem gefa einstaka innsýn í lífið á Íslandi á þessum tíma. Gaimard vann hug og hjörtu landsmanna með því að læra íslensku og sýna þeim einlægan áhuga. En þrátt fyrir að hafa verið þekktur maður á sinni tíð eru bæði hann og leiðangrar hans að mestu gleymdir.

    Í Maðurinn sem Ísland elskaði er saga þessara stórmerku leiðangra rakin og jafnframt sagt frá ævintýralegu lífshlaupi á tímum mælinga heimsins. Byggt er á ýmsum gögnum sem aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir áður, þar á meðal dagbókum Gaimards, og dregin upp ljóslifandi mynd af fólki, stöðum og heimssögunni á fyrri hluta nítjándu aldar. Um eitt hundrað myndir prýða bókina.

    Árni Snævarr lærði sögu í Frakklandi og á Íslandi, stundaði blaðamennsku um árabil og hefur undanfarin ár unnið hjá alþjóðastofnunum og er nú búsettur í Brussel. Við vinnslu bókarinnar kannaði hann frönsk skjalasöfn og heimsótti helstu staði sem við sögu koma á Íslandi og í Frakklandi.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Korku saga

    Korku saga

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Skuggasjónaukinn

    Skuggasjónaukinn

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Lúmski hnífurinn

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Draumaþjófurinn

    Draumaþjófurinn

    Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum er Skögultönn Foringi sem öllu ræður.

    En daginn sem dóttir hennar, Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu; fer með söguhetjuna okkar inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur DRAUMAÞJÓFURINN er sendur til að
    bjarga henni – eða til að deyja!

    Gunnar Helgason hefur á undanförnum árum sent frá sér fjölda gríðarvinsælla barnabóka. Fyrir Mömmu klikk! hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna hafa sex sinnum fallið honum í skaut. Hér skapar hann spánnýjan og spennandi söguheim sem auðvelt er að týna sér í.

    Myndir gerir Linda Ólafsdóttir sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndlýsingar sínar, hér heima og erlendis.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Bækur duftsins

    Bækur duftsins

    1.290 kr.
    Setja í körfu