• Náttvíg

    Náttvíg

    Ástin, dauðinn, hafið: Thor Vilhjálmsson fléttar þessa þræði saman í áhrifamikla sögu úr undirheimum Reykjavíkur, sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist að mestu á tveimur nóttum. Þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegri, en þó geymir nóttin víg; seinni nóttina ryðjast þrír rustar inn í bíl sögumanns og neyða hann í leiðangur – þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Þessi skelfilega för vekur með sögumanni minningar um fortíð hans á sjónum, um ofbeldi, dauða og varnarleysi lífsins. En hann er ekki laus: lögreglan þarf á liðveislu hans að halda við að leita illvirkjana uppi, og sú ferð reynist ekki síður viðburðarík.

    Inn í þessa meginsögu fellir Thor margar aðrar úr næturlífi Reykjavíkurborgar, af fortíð persóna en líka af öðru fólki, sumar erótískar, aðrar háðskar, en allar bornar uppi af einstakri frásagnargáfu hans og stílgaldri.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • -33% Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Hér missir kona rödd og fær hana aftur. Mögnuð ljóðabók sem hefur verið ófáanleg lengi.

    Elísabet Jökulsdóttir er alvöru skáld. Hún horfir fast í augun á lesandanum og orðar sterkar tilfinningar; ást, heift, gleði og sorg, af oddhvassri blíðu og lífsþorsta, sýnir náttúru landsins á síkvikan hátt og lítur aldrei undan.

    Original price was: 5.190 kr..Current price is: 3.490 kr..
    Setja í körfu
  • Bónus Poetry

    Bónus Poetry

    Bónus Poetry takes the reader on a mythological journey through the aisles of an undisclosed Bónus Supermarket branch, and is based on Dante’s Divina Commedia. Starting in “Paradiso” (the fruit and vegetable section), we travel through “Inferno” (meat and frozen goods) before finally ending up in the “Purgatorio” (cleaning products).

    The book was initially published by Bónus Supermarkets in Iceland and sold at supermarket counters on eternal “special offer”. The author signed the same contract as every other producer: “If the consumer is harmed by the product, the producer is liable.” Bónus Poetry became the biggest selling poetry volume in the history of Iceland. No consumers have yet been harmed but please call the service desk in case of headaches, dizziness or general bursts of poem disorder.

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Thor Vilhjálmsson (1925–2011) var einn frumlegasti og áhrifamesti höfundur okkar á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa, auk þess sem hann var óþreytandi menningarfrömuður og áberandi í þjóðlífinu.

    Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors minnast samferðamenn, fræðimenn, þýðendur og aðrir rithöfundar hans, hver frá sínum sjónarhóli, og varpa ólíku ljósi á þennan flókna höfund og margbrotna persónuleika. Hér eru stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar. Synir Thors, Örnólfur og Guðmundur Andri, söfnuðu greinunum og völdu einnig stutta texta úr verkum hans sem birtir eru á milli greinanna. Innleggin eru á fjórða tug og að auki er í bókinni fjöldi mynda.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • Meet the Elves

    Meet the Elves

    Those who travel around Iceland with an open mind will have a colourful and enjoyable journey ahead of them. With a bit of luck (and GPS navigation) travelers might even encounter an elf – almost no Icelandic farm is without stories of elfdwellings located somewhere on the property.

    This book contains a collection of stories and sources that shed light on the relationship between humans and elves in Iceland, from ancient to relatively recent times.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Tímaráðuneytið

    Tímaráðuneytið

    Ung kona sækir um háleynilegt og vellaunað starf á vegum hins opinbera í Bretlandi. Hún er ráðin og í ljós kemur að það tengist tímaferðalagsverkefni stjórnvalda sem reynist svo yfirgripsmikið að það þarfnast sérstaks ráðuneytis; tímaráðuneytis. Starfið felst í því að taka á móti einstaklingum sem hafa verið fluttir til nútímans frá fortíðinni og sjóliðsforinginn Graham Gore, þekktur nítjándu aldar maður sem tók þátt í frægum heimskautaleiðangri á skipinu Erebus, er fyrsti brottflutti einstaklingurinn sem hún aðstoðar við að aðlagast nútímanum. Brátt takast með þeim eldheitar ástir.

    Tímaráðuneytið er allt í senn spennandi njósnatryllir, falleg ástarsaga sveipuð vísindaskáldsöguljóma og áleitin og djúp frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma. Þetta er fyrsta saga Kaliane Bradley og hefur hún slegið rækilega í gegn víða um heim. Hún var á metsölulista New York Times og valin besta bók ársins 2024 af ýmsum miðlum.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Óbærilegur léttleiki tilverunnar

    Hvað gerir maður þegar fallega þjónustustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin…? Tómas er góður læknir og ennþá betri kvennamaður og ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt. En framhaldið er ekki á hans valdi – þau eru leiksoppar sögunnar, fórnarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur léttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir samhengi stjórnmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar.

    Friðrik Rafnsson íslenskaði.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans

    Þetta er saga af nokkrum framsæknum nútíma Íslendingum sem lenda í ýmsum ævintýrum en bjargast úr hverjum háska með þjóðlegu hugviti og hreysti.

    Langt er síðan Guðbergur Bergsson skipaði sér í röð allra fremstu rithöfunda þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mikillar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í bókum Guðbergs og stíllinn er nýr. Spurning er hvort skáldgáfa hans nýtur sín ekki einmitt best í þeim ærsla- og fjarstæðustíl sem hér er að finna.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Öll í hóp á einum sóp

    Öll í hóp á einum sóp

    Kötturinn malaði, kerlingin söng,
    á kústi í rokinu ferðin var löng.

    Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir vinalegan hund, frosk og fugl sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega verða nornin og vinir hennar að grípa til sinna ráða.

    Öll í hóp á einum sóp er þriðja bók metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler sem kemur út á íslensku en bæði Greppikló og Greppibarnið hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Sigríður Ásta Árnadóttir þýddi.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Greppikló

    Greppikló

    ,,Greppikló? Hvað er greppikló? Hva, greppikló! Það veistu þó!“

    Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að ekki sé til nein greppikló. Og þó …

    Greppikló, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, hefur notið gífurlegra vinsælda meðal barna á öllum aldri, sérstaklega þeirra sem óttast hið ókunna.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sannstæður

    Sannstæður

    fyllast enn tungl
    og minnka
    flughamurinn stagbættur í
    gluggasyllunni

    orkarðu enn að leita
    svifmjúkra drauma
    svansvængja svartra
    úr ljóði

    Ljóð Geirlaugs Magnússonar lifna af sterkum myndum og sérstæðu tungutaki. Hann er enginn boðandi auðkeyptrar bjartsýni og venjulegra sanninda, en fylgi lesandinn honum á svansvængjum svörtum í ljóðheima, opnast honum víðáttur.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Tengsl

    Tengsl

    4.990 kr.
    Setja í körfu