• Jónas Hallgrímsson - Ævisaga

    Jónas Hallgrímsson – Ævisaga

    „Listaskáldið góða“ er sú einkunn sem þjóðin hefur gefið skáldinu Jónasi. Þjóðin hefur löngum séð fyrir sér mynd af viðkvæmum ljúflingi sem elskaði blómin og eina stúlku sem hann fékk ekki að eiga. Þessi mynd hefur vakið upp andstæðu sína: af beiskum drykkjumanni og auðnuleysingja sem orti fáein kvæði. Hvorug myndin er rétt, eins og Páll Valsson leiðir í ljós í þessu mikla verki um ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar – þótt báðar feli í sér sannleikskorn. Jónas var ekki einungis ástsælasta skáld Íslendinga fyrr og síðar heldur líka innblásinn og umdeildur baráttumaður fyrir hvers kyns þjóðþrifamálum og fyrsti eiginlegi náttúrufræðingur okkar.

    Á síðum þessarar bókar þar sem saman fer sannferðug og traust fræðimennska og fjörleg framsetning kviknar samtími Jónasar og fjöldi litríkra persóna kemur við sögu. Við sjáum Jónas með augum samtímamanna hans sem margir höfðu horn í síðu hans – og vinanna sem trúðu á hann. Rakin er sagan á bak við byltingarritið Fjölni, við kynnumst þrotlausum rannsóknum vísindamannsins Jónasar og farið er í saumana á fjölmörgum kvæðum hans, ástsælum jafnt sem minna þekktum. Höfundur leiðir margt nýtt í ljós um ástamál og einkahagi skáldsins og dregur upp heilsteypta mynd af lífi og starfi margbrotins manns.

    Páll Valsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 fyrir þessa bók um Jónas Hallgrímsson.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • 101 dagur í Bagdag

    101 dagur í Bagdag

    Åsne var í Bagdad þegar fyrstu sprengjurnar féllu á borgina og þar til yfir lauk var hún í hringiðu atburða og flutti fréttir af vettvangi. Í bókinni lýsir hún því sem á daga hennar dreif, en á tíu ára ferli sínum sem stríðsfréttamaður segist Åsne aldrei hafa unnið við erfiðari aðstæður en í Írak. Hún dregur upp áhrifamiklar myndir úr stríði sem segja mikla sögu af lífi venjulegs fólks við hrikalegar aðstæður.

    „Þetta er bók um ferð blaðamanns, stríð og fólk í stríði. Í hundrað og einn dag, frá því í janúar og fram í apríl 2003, reyndi ég að miðla því sem ég upplifði í Bagdad … Áður en stríðið braust út þurfti að kljást við grundvallarvanda: Enginn sagði orð. Írakarnir töluðu undir rós og af miklum barnaskap – af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust eða láta uppi hvað þeir voru að hugsa.“

    Åsne Seierstad er heimsþekktur stríðsfréttaritari. Sérstaklega hefur raunsæ umfjöllun hennar um ástandið í Afganistan og Írak eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 vakið mikla athygli. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og öðlaðist heimsfrægð fyrir metsölubókina, Bóksalann í Kabúl. Bók hennar, 101 dagur í Bagdad, hefur hlotið frábærar viðtökur og er af mörgum talin áhrifamesta lýsing á Íraksstríðinu sem völ er á.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Víst getur Lotta næstum allt
  • Ást og skuggar

    Ást og skuggar

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Tvífari gerir sig heimakominn

    Tvífari gerir sig heimakominn

    Tvífari gerir sig heimakominn er ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Rómeó og Júlía
  • Tíminn á leiðinni

    Tíminn á leiðinni

    Tíminn á leiðinni er ellefta ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur. Meginstef hennar er tíminn sjálfur, ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir sem koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, kaldhæðni og djúp alvara vegast á í skörpum og kjarnmiklum ljóðum.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Auðlesin

    Auðlesin

    Auðlesin er bráðfyndin og beitt samfélagsádeila sem tekst á við þær stóru siðferðis- og sjálfsmyndarspurningar sem þúsaldarkynslóðin stendur frammi fyrir.

    Hugsjónaskáldið Nína Kristín ætlar að bjarga heiminum með ljóðum sínum en allt gengur á afturfótunum og við blasir að hún neyðist til að flytja aftur inn á forpokaða foreldra sína. Bjartur er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg; réttsýnn og vinsæll umhverfisverndarsinni sem bjargar hunangsflugum í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. En hversu djúpt rista hugsjónir þeirra beggja þegar virkilega reynir á?

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Stórkostlega sumarnámskeiðið

    Stórkostlega sumarnámskeiðið

    Pabbi hefur steingleymt að skrá Pétur á sumarnámskeið en Stefanía bjargar því og stofnar til sérsniðins námskeiðs fyrir vin sinn. Og þar með upphefst fjörugt sumar þar sem við sögu koma andsetin töfraþvottavél, vöffluturn, óútreiknanlegir ullarsokkar og rammskakkur leynikofi.

    Sögur Tómasar Zoëga og Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur um þau Pétur og Stefaníu eru óborganlega skemmtilegar og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar. Þar á meðal eru tilnefningar til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Þetta er þriðja sagan um vinina uppátækjasömu, ætluð lesendum á aldrinum 6–10 ára.

    Bókin er upplögð fyrir þau sem eru farin að lesa sjálf, letrið er þægilegt og hver opna með skemmtilegum litmyndum.

    5.590 kr.
    Setja í körfu
  • Hella

    Hella

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hansdætur

    Hansdætur

    Sumt fólk skilur ekkert nema kindur og fisk, líklega skilja Íslendingar ekkert nema kindur og fisk, sérstaklega ekki karlmenn.

    Í vestfirsku sjávarplássi í byrjun tuttugustu aldar gengur hver til sinna verka og nær óhugsandi er að rjúfa mörk stéttar og stöðu. Kona sem á þrjú börn með þremur mönnum á sér ekki viðreisnar von en dóttir hennar Gratíana þráir breytta tíma og betra líf. Hún hafnar þeim kvöðum sem hvíla á kven-fólki, hún vill ganga í buxum, frekar sulla í víni en vatni, og hún vill að Sella fái að syngja og Rannveig að ganga í skóla.

    Hansdætur er áhrifamikil örlagasaga úr íslenskum veruleika. Við sögu koma harðgerðar konur, viðkvæmar sálir, andans menn, óreiðufólk af ýmsu tagi, draumar og þrár, sorgir og sigrar.

    Benný Sif Ísleifsdóttir hefur skrifað fyrir bæði börn og fullorðna en Hansdætur er önnur skáldsaga hennar.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Tvílýsi

    1.290 kr.
    Setja í körfu