
Skot
1.290 kr.Ung íslensk kona, Margrét, er að vinna um nokkurra mánaða skeið í Rotterdam í Hollandi. Dag nokkurn hittir hún Arno, austrænan og heillandi karlmann, og fellur samstundis kylliflöt fyrir honum. En kynni þeirra verða endaslepp, því örfáum klukkustundum eftir fyrsta og síðasta ástarfund þeirra er hann skotinn á færi úti á götu.
Unga konan stendur ein eftir með barn Arnos undir belti og hugann fullan af spurningum. Hver skaut Arno? Hvers vegna? Hver var hann, þessi yndislegi maður? Með dyggri aðstoð kynjafuglsins og ættarfylgjunnar Bokka hefst hún handa við að raða saman brotum héðan og þaðan og kemst að niðurstöðu sem hana óraði ekki fyrir.
Þetta er spennandi og listavel skrifuð saga eftir höfund skáldsögunnar Borg sem kom út fyrir nokkrum árum og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.























