Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða.


Hefnd Diddu Morthens
4.690 kr.„Stundum læt ég mér detta í hug að prófa eitthvað nýtt. Ég hef verið í bókaklúbbi, stundað Zumba, gengið á fjöll og farið í sjósund. Ekkert af þessu höfðar sérstaklega til mín en það hefur verið skárra að hafa eitthvað við að vera. Eitthvað til að dreifa huganum.“
Starfsferill Diddu Morthens er að engu orðinn, börnin löngu farin að heiman og eiginmaðurinn er úrvinda öll kvöld. Hún hangir í tölvunni til að drepa tímann og dag einn býr hún til gervimenni á netinu til að hefna sín á gamalli bekkjarsystur. Atlagan heppnast svo vel að Didda ræðst í flóknari aðgerðir sem krefjast einbeitts brotavilja.
Sprenghlægileg saga sem bar sigur úr býtum í Nýjum röddum, handritasamkeppni Forlagsins.
Sigríður Pétursdóttir er kvikmyndafræðingur og vann lengst af hjá RÚV við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hefnd Diddu Morthens er fyrsta skáldsaga hennar.


Milli trjánna
4.890 kr.Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna. Bókin hefur hlotið einróma lof og færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011. Í kjölfarið hafa verk hans verið þýdd og gefin út víða um lönd og njóta vaxandi vinsælda og virðingar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Suðurglugginn
4.890 kr.Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. Þessi útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis.

Ljóðasafn – Guðrún Hannesdóttir
7.690 kr.Stórglæsilegt ljóðasafn með öllum tíu ljóðabókum skáldkonunnar ásamt greinargóðum eftirmála sem Bergljót Soffía Kristjánsdóttir ritar, en þar segir m.a.: „Af náttúruljóðum Guðrúnar lýsir einatt sjálf gleði lífsins og aðdáunin á undrum þess …“

Ljóðasafn II – Gyrðir Elíasson
7.390 kr.Annað bindið af ljóðasafni Gyrðis geymir 3 bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið en eru nú saman komnar í einu lagi í vandaðri heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl, Vetraráform um sumarferðalag og Mold í Skuggadal. Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda.

Tímaskjól
4.890 kr.Þriðja skáldsaga eins athyglisverðasta höfundar evrópskra samtímabókmennta. Bókin kom fyrst út í Búlgaríu 2020 og hefur síðan sópað til sín fjölda verðlauna, en þar ber hæst Alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2023. Veska A. Jónsdóttir og Zophonías O. Jónsson þýddu úr búlgörsku.

Guðrún Bergsdóttir – Hugarheimar / Inner Worlds
8.990 kr.Hugarheimar er bók um útsaumslistakonuna Guðrúnu Bergsdóttur. Guðrún var fædd árið 1970 og lést í janúar 2024. Hún var fædd með fötlun sem setti mark sitt á líf hennar en hindraði hana þó ekki í að gera einstök útsaumslistaverk þar sem flæða saman litir og form, sprottin úr hennar hugarheimi. Bókin inniheldur myndir af verkum Guðrúnar, auk greina um verk hennar og feril eftir Aðalstein Ingólfsson, Margréti M. Norðdahl og Eggert Pétursson. Harpa Björnsdóttir ritstýrði og Ármann Agnarsson hannaði.

Malarhjarta
4.190 kr.Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.
Söguleg skáldsaga sem gerist í upphafi síðustu aldar eftir tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah (f. 1948) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Paradís var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna.

Albertine-æfingarnar
4.790 kr.„3. Sjálf er Albertine viðstödd eða nefnd á nafn á 807
blaðsíðum sögunnar.
4. Á ríflega nítján prósentum þessara blaðsíðna er
hún sofandi.“
Albertine er ein dularfyllsta persóna Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Hún er ástmey sögumannsins, tákn fyrir þrá, afbrýðisemi og eignarhald. En hver er hún í raun?
Í þessu rómaða verki nálgast Anne Carson spurninguna með sínum hárbeitta stíl. Hugleiðingar, orðaleikir, vangaveltur og húmor – hér ægir öllu saman. Albertine-æfingarnar varpa óvæntu ljósi á Proust en ekki síður á flókið samband listar, ástar og valds.
Anne Carson er kanadískt-íslenskt skáld, rithöfundur og fræðimaður, heimsþekkt fyrir einstaka blöndu fræðilegrar texta og tilraunakennds skáldskapar. Verk hennar flétta saman gríska og rómverska menningu, samtímabókmenntir og ljóðlist og einkennast af skarpri innsýn í ást, langanir og ranghala tungumálsins. Meðal þekktustu bóka hennar eru Ævisaga Rauðs, Nox og Fegurð eiginmannsins. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og er eitt virtasta skáld samtímans.

Að jörðin skjóti upp kryppu
4.790 kr.„Þá skammaðist ég mín fyrir allt / það sem ég gerði
eða gerði ekki / eða bara hugsaði um
að gera eða gera ekki /
en framar öllu skammaðist ég mín fyrir föður minn /“
Að jörðin skjóti upp kryppu kom út árið 2022 og var valin ein af 10 bestu bókum ársins af Hotlist, lista óháðu bókaútgáfanna í Þýskalandi. Í bókinni minnist skáldið æsku sinnar og foreldranna en beinir einnig sjónum sínum að eyðileggingu plánetunnar og stöðu ljóðsins í heimi sem skortir samhyggð. Þetta er einlæg, sár og beitt bók sem ber lesandanum á borð óvænta rétti úr þýskum hversdagsleika. Sigrún Valbergsdóttir þýddi.
Wolfgang Schiffer fæddist árið 1946 við í Lobberich við neðanvert Rínarfljót. Hann er helsti sendiherra íslenskrar ljóðlistar á þýsku og hefur í samstarfi við Jón Thor Gíslason þýtt bækur og ljóð fjölda íslenskra skálda. Árið 1991 hlaut Wolfgang hina íslensku fálkaorðu fyrir kynningu og útbreiðslu íslenskrar menningar á þýskri tungu. Þá hefur Wolfgang skrifað skáldsögur, ljóð og leikrit.

Prinsinn minn, ég er gettóið
4.790 kr.„hún fæddi mig, eftir það byrjaði hún að deyja
hún drakk þrjú þúsund ára eitur mæðranna
og lagðist undir furutréð“
Dinçer Güçyeter fæddist árið 1979 í bænum Nettetal í Norðurrín-Vestfalía. Hann er sonur tyrkneskra innflytjenda, lauk miðskóla í kvöldskóla og lærði iðn að þýskum hætti, en hugurinn stóð til skáldskapar. Árið 2011 stofnaði hann bókaútgáfuna Elif Verlag, en vann fyrir sér á lyftara. Það var árið 2021 sem hann sló í gegn með bók sinni Prinsinn minn, ég er gettóið. Í þessari marglaga og einstöku bók flakkar skáldið á milli æsku sinnar og samtímans. Ljóðin eru í senn pólitískur spegill og fjölmenningarleg sjálfsskoðun: skörp og óvænt, ljúfsár og fyndin; ort af knýjandi þörf og innblæstri. Gauti Kristmannsson þýddi og ritaði eftirmála.
Í þessari marglaga og einstöku bók flakkar skáldið á milli æsku sinnar og samtímans. Ljóðin eru í senn pólitískur spegill og fjölmenningarleg sjálfsskoðun: skörp og óvænt, ljúfsár og fyndin; ort af knýjandi þörf og innblæstri. Gauti Kristmannsson þýddi og ritaði eftirmála.

Rúmmálsreikningur III
4.690 kr.Rúmmálsreikningur III er þriðja bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin sem nú eru öll komin út á íslensku í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur.
„Hann segist vera að reyna að venjast því að borða úrgang. Hann áttar sig alveg á að við notum heiminn upp til agna. Hann hefur séð það: tómu hillurnar. Hann hefur séð rétti strokaða út af töflum veitingastaða og kaffihúsa og hann hefur séð litlu plastpakkningarnar með apríkósumauki klárast af morgunverðarhlaðborði hótels en þá færði hann sig á annað hótel.“

Skáldreki
3.590 kr.Á síðustu áratugum hefur ört fjölgandi hópur innflytjenda á Íslandi auðgað menningu landsins og listir. Á meðal þeirra sem skolað hefur á land leynast rithöfundar og skáld. Sum hver eru enn svamlandi á grynningunum, önnur hafa náð landi, enn önnur hafa stigið inn á bókmenntasviðið. Þessir aðkomuhöfundar eru skáldreki, frjósöm gjöf hafsins. Í þessu ritgerðasafni segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Hér er á ferð ferskt sjónarhorn, frumleg málbeiting og öðruvísi sögur. Hörund. Bein. Kjöt. Fita. Gjörðu svo vel.

Mara kemur í heimsókn
4.590 kr.Mara kemur í heimsókn fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand.
Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Hún sló eftirminnilega í gegn með útgáfu fyrstu ljóðabókar sinnar Máltaka á stríðstímum, en fyrir hana hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha hefur einnig verið öflugur talsmaður skálda af erlendum uppruna á Íslandi og ritstýrði ljóðasafninu Pólífónía af erlendum uppruna og ritgerðasafninu Skáldreka.
Áður en hrafnarnir sækja okkur: Ljóðaúrval
5.190 kr.Knut Ødegård gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1967 og skipaði sér fljótt í hóp virtustu ljóðskálda Noregs. Hann hefur sent frá sér á fjórða tug frumsaminna bóka, ljóð, skáldverk og fræðirit, auk fjölda þýðinga, meðal annars úr íslensku.
Ljóðin í Áður en hrafnarnir sækja okkur koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að þar talar roskinn ljóðmælandi sem rýnir gjarna í eigið líf nú og þá en fjallar líka um náttúruna, heimsmálin og ástina. Gerður Kristný þýddi ljóðin úr norsku.

Seint og um síðir
4.590 kr.Þessi bók geymir þrjár firnasterkar sögur sem eiga sameiginlegt að fjalla um samskipti kynjanna.
Í titilsögunni Seint og um síðir fylgjum við Cathal fara inn í helgina á meðan hann rifjar upp samskipti sín við unnustuna sem rann honum úr greipum. Í Langur og kvalafullur dauðdagi kemur rithöfundur í sumarhús Heinrichs Böll til að dvelja við skriftir, en ágengur aðkomumaður raskar ró hennar, og í sögunni Suðurskautið ákveður gift kona í helgarferð að sleppa fram af sér beislinu og upplifa hvernig það sé að sofa hjá öðrum manni.
Allar sögurnar skoða hvernig væntingar, tilætlunarsemi og undirliggjandi hætta á ofbeldi lita samskipti fólks.

Billy Budd, sjóliði
4.990 kr.Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta. Billy Budd var síðasta stórvirki bandaríska rithöfundarins Hermans Melville sem skrifaði eina frægustu skáldsögu heimsbókmenntanna, Moby Dick. Bókin kom fyrst út að höfundinum látnum árið 1924 og kemur nú í fyrsta sinn fyrir sjónir íslenskra lesenda hundrað árum síðar. Baldur Gunnarsson íslenskaði.
Herman Melville (1819–1891) fæddist í New York. Eftir lát föður síns hætti hann í skóla og vann ýmis störf uns hann fór á sjóinn nítján ára gamall. Á næstu árum lenti hann í mörgum ævintýrum á hvalveiðiskipi í suðurhöfum sem hann lýsti í bókum sínum, svo sem Typee, Omoo, White-Fang, The Confidence-Man og stórvirkinu Moby Dick. Hann sinnti ýmsum störfum meðfram ritstörfunum, lengst af sem tollvörður í New York.
Baldur Gunnarsson er cand.mag. í ensku og enskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og MA í bandarískum bókmenntum frá State University of New York at Stony Brook. Baldur kenndi klassískar bókmenntir um árabil við Háskóla Íslands. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna og ljóðasafn.

Með minnið á heilanum
4.490 kr.Hvernig sér lítil sveitastelpa á árunum kringum 1960 veröldina sína ? Í þessari bók leyfir Þórhildur Ólafsdóttir, rithöfundur og þýðandi, barninu sem hún var að fá orðið, segja frá fólki, dýrum, húsum og náttúru í fjarlægum heimi. Barnið horfir á, drekkur í sig myndir, atburði, orð og sögur sem móta það fyrir lífstíð. Skynjunin birtist milliliðalaust og frásagnirnar ná að fanga almennan veruleika sem nær langt út fyrir stað og stund frásagnanna.
Með minnið á heilanum er óvenjuleg minningabók. Minnið er hverfult og tilviljanakennt enda leitast höfundur alls ekki við að finna eitthvað sem kalla mætti sannleika. Með hjálp barnsins er frekar reynt að uppgötva og nálgast, draga litlu stelpuna og nærumhverfi hennar upp úr hjúpi gleymskunnar sem endanlega mun hylja allt.
Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir lauk doktorsprófi í frönskum bókmenntum við Háskólann í Orléans í Frakklandi árið 1982. Hún var lektor og síðar dósent í frönsku við Háskóla Íslands í nokkur ár. Frá árinu 1988 hefur hún verið búsett í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún starfaði við Evrópuráðið í aldarfjórðung.

Atvik – á ferð um ævina
4.490 kr.Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills. Og nú, þegar hann er kominn hátt á níræðisaldur, hefur hann loks látið verða af því að festa á blað eftirtektarverð atvik – á ferð um ævina í þessari þokkafullu minningabók.
Njörður P. Njarðvík (1936–) er prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá fjölda bóka – ljóð, skáldsögur, barnabækur, ævisögur, kennslubækur og fræðirit – auk þýðinga. Njörður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar og störf.

Grænmetisætan
4.590 kr.Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir ,,ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún meðal annars hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sigurför um heiminn.
Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2017 og hlaut mikið lof. Meðal annars völdu bóksalar hana sem bestu þýddu skáldsögu ársins. Han Kang var gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sama ár. Grænmetisætan er endurútgefin í tilefni af Nóbelsverðlaununum.
Yeong-Hye og eiginmaður hennar lifa afar venjulegu lífi. Hann vinnur á skrifstofu en hún sinnir húsmóðurhlutverkinu af skyldu fremur en áhuga.
Dag einn ákveður hún að gerast grænmetisæta. ,,Mig var að dreyma,“ er eina skýringin sem hún gefur – í samfélagi þar sem það er bæði hneyksli og skammarlegt að borða ekki kjöt.
Ingunn Snædal þýddi.


