• Ljóðaþýðingar Kristins Björnssonar

    Ljóðaþýðingar Kristins Björnssonar

    Fjársjóður þessi fannst fyrir hreina tilviljun. Jón Kristinsson, arkitekt, rakst á ljóðaþýðingar föður síns, Kristins Björnssonar, yfirlæknis á Hvítabandinu í bókasafni hins látna.Hér birtast vandaðar þýðingar á ljóðum eftir tuttugu og tvö evrópsk skáld.Það er mikil sköpunargleði og hugmyndaauðgi í orðavali þýðandans.

    Að beiðni Jóns Kristinssonar völdu María S. Gunnarsdóttir og Gérard Lemarquis þetta úrval ljóðaþýðinga til birtingar. Þá sömdu þau einnig örstutta texta um skáldin.Titill þýddra ljóða er birtur á frummálinu þannig að allir, sem hafa áhuga, eiga að geta fundið frumtexta ljóðanna.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ungfrú Ísland (kilja)
  • Ótrúlega skynugar skepnur

    Ótrúlega skynugar skepnur

    Tova Sullivan er nýorðin ekkja og farin að vinna við ræstingar í Sædýrasafni Sowell Bay. Það hefur alltaf átt vel við hana að hafa nóg fyrir stafni, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að. Eins og þegar Eric, átján ára gamall sonur hennar, hvarf á dularfullan hátt þrjátíu árum fyrr.

    Sædýrasafnið er fullt af furðuskepnum en sú sem vekur mesta athygli Tovu er geðstirður kyrrahafskolkrabbi að nafni Marcellus. Smám saman myndast sérstæð vinátta með ræstingakonunni og kolkrabbanum, sem reynist luma á dýrmætum upplýsingum um hvarf Erics. En tíminn til að miðla þeim er að renna út.

    Ótrúlega skynugar skepnur er hnyttin og heillandi saga um uppgjör við fortíðina sem farið hefur sigurför um heiminn; hún hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og selst í meira en tveimur milljónum eintaka.

    Nanna Brynhildur Þórsdóttir þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Gestir

    Gestir

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Móðurást: Oddný
  • Slóð sporðdrekans

    Slóð sporðdrekans

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Snyrtistofan

    Snyrtistofan

    Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína.

    Mario Bellatin er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Í skugga trjánna
  • Moldin heit

    Moldin heit

    Ástin í lífi Karenar deyr. Hún mætir í jarðarförina óboðin, situr aftast og segir engum hver hún er. En eftir að hafa borið eina fortíð til grafar skýtur önnur upp kollinum. Hún sér Ými, kollega sinn, út um gluggann í erfidrykkjunni þar sem hann virðist ætla að fara sér að voða.

    Í kjölfarið er þeim hrundið af stað í ferð þar sem þau þurfa að horfast í augu við hvaða hlutverk þau leiki hvort í annars lífi og í flóknu dansverki, og hvaða nýju hlutverk standa þeim til boða. Moldin heit  allar um ástina, listina, sorg og missi. Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Walden eða lífið í skóginum

    Walden eða lífið í skóginum

    Meistaraverk eins merkasta höfundar og hugsuðar Norður-Ameríku. Þau málefni sem Thoreau voru hugleikin eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda. Nú í fyrsta sinn á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.

    5.790 kr.
    Setja í körfu
  • Þegar við vorum hellisbúar
  • Matur í boði - Uppskriftir frá Laufásborg

    Matur í boði – Uppskriftir frá Laufásborg

    Matur í boði er uppskriftabók með fjölda girnilegra og einfaldra uppskrifta sem börn elska.

    Einfaldar, góðar uppskriftir fyrir ýmis tilefni, kvöldmat, snarl eða veislur:

    • Uppskriftir frá kokkinum á Laufásborg og frá foreldrum leikskólabarna sem eru að læra að borða alls konar mat.
    • Uppskriftir bæði fyrir þau sem eru vegan og þau sem eru það ekki.
    • Uppskriftir sem börn geta verið með í að útbúa, eða útbúið sjálf.
    • Uppskriftir að Laufásborgarmúslíinu fræga og spínatpastanu sem allir elska!

    Falleg uppskriftabók fyrir alla fjölskylduna ❤️

    5.000 kr.
    Setja í körfu
  • Vending

    Vending

    Bók fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti. Fólk sem vill tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri. Bókin fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross.

    Hún er fyrir þau sem langar til að tileinka sér annan lífsstíl en vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veik­leika og efla styrkleika. Efnið er skrifað þannig að málið snýst einnig um að auka líkur á að lesanda takist að ná markmiðum sínum, vinna þau verk sem hann hefur metnað til að vinna.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Adventus Domini

    Adventus Domini

    Það lak úr hálsinum á höfuðlausum manninum. Vínrautt teppið framan við rúmið var gegndrepa af blóði, sem hafði einnig sprautast yfir á vegginn andspænis. Annars leit herbergið á hótelinu í miðbæ Þórshafnar bara friðsamlega út. Hér hafði greinilega ekki verið neinn bardagi. Bara hrein aftaka.

    Stuttu fyrir jól hringir umboðsmaður stórmeistarans í Möltureglunni í Hannis Martinsson og biður hann að taka á móti sér á umferðarmiðstöðinni, þegar hann kemur til Þórshafnar. Frá því að Maltverjinn kemur til Færeyja og til jóla, fara undarlegir og ofbeldisfulli atburðir að gerasr á ýmsum stöðum landsins. Þræðir liggja aftur til krossriddaranna á Rhodos á 16. öld og til S/S Sauternes sem sökk í Fugleyjarfirði í desember 1941. Múrinn í Kirkjubæ gegnir einnig hlutverki.

    4.190 kr.
    Setja í körfu
  • Friðsemd (kilja)

    Friðsemd (kilja)

    5.490 kr.
    Setja í körfu
  • Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði
  • Fegurðin í flæðinu
  • Bláeyg

    Bláeyg

    Bláeyg er ævintýra- og spennusaga fyrir t.d. 10 til 13 ára börn. Sagan er bæði spennandi og viðburðarík, skrifuð á fallegu máli af góðum orðaforða með skýringum neðanmáls á þeim orðum sem gætu vafist fyrir lesandanum. Þannig bætir lestur sögunnar vel við íslenskan orðaforða lesendanna.

    Barna- og ungmennabókasjóðurinn AUÐUR styrkir útgáfu bókarinnar.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Konurnar á Eyrarbakka

    Konurnar á Eyrarbakka

    Konurnar á Eyrarbakka fjallar um líf og störf kvenna í sjávarþorpi sem eitt sinn var aðalverslunarstaður Suðurlands. Eyrarbakki er ríkur af sögu kvenna, sögu um lífið innan og utan heimila og milli húsa sem einhvern veginn var meira samtvinnað en það er í dag. Hjálpsemi, nýtni og þrautseigja einkenndi tilveruna þar sem konur höfðu stóru hlutverki að gegna í ósýnilegu hagkerfi en voru aldeilis ekki ósýnilegar þá frekar en nú – þó ekki hafi farið miklar sögur af þeim.

    Í bókinni eru viðtöl við konur og viðtöl við ættingja, konur og karla, um konur sem eru fæddar á tæplega hundrað ára tímabili, ýmist innfæddar, aðfluttar eða brottfluttar. Ekki eru sagðar sérstakar frægðarsögur heldur sögur af hversdagslífi og störfum kvenna sem hafa breyst í áranna rás.

    7.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ljóðbréf N°8

    Ljóðbréf N°8

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Eldri konur

    Eldri konur

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Víst getur Lotta næstum allt
  • Listdans á Íslandi
  • Spakur spennikló og slóttugi Sámur: Skuggaskóli