
Heima
4.590 kr.Dóttir hennar er ferðalangur, langt í fjarskanum. Fyrrverandi manni sínum skrifar hún lítil bréf þar sem hún rekur hvernig henni líður. Judith Hermann segir frá konu sem skilur við ýmislegt og þróar með sér mótstöðuafl. Í áhrifamiklu landslagi við ströndina verður hún önnur en áður.
Gömul veröld glatast og ný verður til.


Frumbyrjur
7.890 kr.Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.
Frumbyrjur er margbrotin og nístandi saga um hversdagsleg kraftaverk og ástir sem rata ekki svo auðveldlega í orð.

Allt sem við hefðum getað orðið
8.390 kr.Nýlendugata 22, kjallari
Þrjár konur. Ein íbúð. Áratugir skilja þær að. Leyndarmál leiðir þær saman.
Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður á Dagblaðinu, starfar með fólki sem er svo ungt að það heldur að Helmut Kohl sé nýjasti rakspírinn frá Prada og Nirvana sé hugarástand sem fólk öðlast eftir jóga tíma yfir súrdeigsbrauði með avocado.
Þegar Lilja fær veður af því að hún sé líklegt fórnarlamb niðurskurðar tekur við upplausn í lífi hennar. Hver er hún ef hún er ekki Lilja Kristjánsdóttir, blaðamaður hjá Dagblaðinu?
Þegar Lilju er falið að fjalla um nýútkomna bók um þýska gyðingakonu sem fluttist til Íslands eftir heimsstyrjöldina síðari vakna með henni grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist.
Lilja telur sig í þann veginn að svipta hulunni af stærsta bókmenntahneyksli Íslandssögunnar. En getur verið að mislyndi skjalavörðurinn á Landsbókasafninu sé að spila með hana?
Allt sem við hefðum getað orðið er að hluta byggð á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs. Annie lagði allt í sölurnar svo að fremsta tónskáld Íslendinga mætti blómstra. Hún komst hins vegar að því að maður uppsker ekki alltaf eins og maður sáir.

Fröken Dúlla
8.390 kr.Hún ólst upp á Akureyri, kaupmannsdóttir af ástríkri og samheldinni fjölskyldu. Um fermingu flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á skrifstofu, eins og allar ungar stúlkur dreymdi um. Seinna lærði hún hjúkrun, því hún þráði að líkna hinum sjúku og vinna þjóð sinni gagn. Enn síðar gaf hún út tímarit og bjó til minjagripi með þurrkuðum blómum. Meðal ástvina sinna var hún alltaf kölluð Dúlla.
Í dag er nafn Jóhönnu Knudsen þó einkum þekkt vegna starfa hennar fyrir lögregluna á árum seinni heimsstyrjaldar – jafnvel alræmt. Rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík hefur verið kölluð umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn varpa dökkum skugga yfir minningu hennar.
Þessi bók segir sögu Jóhönnu frá því hún fæddist á Papósi í Lóni árið 1897 og þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1950. Hver var Dúlla Knudsen og úr hvaða umhverfi spratt hún? Hvernig varð hún sú manneskja – og sú sögupersóna – sem hún varð?

Spessi: Tóm
13.490 kr.Tóm er ný ljósmyndabók eftir Sigurþór Spessa Hallbjörnsson. Spessi er einn af mikilvægustu sjónrænu annálahöfundum Íslands. Bókin inniheldur um 100 myndir teknar í Öræfunum og formála eftir Ófeig Sigurðsson, rithöfund.

Steinunn Þórarinsdóttir: Maður
15.990 kr.Nýtt og veglegt yfirlitsrit um list Steinunnar Þórarinsdóttur. Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Steinunnar, auk þess sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um listferil hennar og verk frá fjölbreyttum sjónarhornum. Snæfríð Þorsteins hannaði. Bókin inniheldur um 250 myndir af verkum Steinunnar, auk annarra mynda frá ferli hennar.


Dans jaðrakansins
5.190 kr.Dans jaðrakansins er önnur ljóðabók Guðmundar Andra en sú fyrri, Hæg breytileg átt, kom út 2016. Hér er ort af einlægni, visku og kímni um náttúruna, mannfólkið, orðin og eilífðina – björt og myndrík ljóð sem kveikja ótal hugsanir og kenndir, opna dyr og nýja heima.
- -15%

Englatréð
Original price was: 5.190 kr..4.390 kr.Current price is: 4.390 kr..Greta hefur gleymt fortíðinni. Með hjálp gamals vinar þarf hún að rifja hana upp áður en hún hverfur henni endanlega. En fortíðin opnar dyr að sársaukafullum sannleika.
Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur, í boði gamals vinar síns, Davids Marchmont, en Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Á gönguferð um vetrarlandslagið rekst hún á gröf í skóginum og veðruð áletrunin nefnir aðeins að lítill drengur sé grafinn þar.
Gröfin kveikir eitthvað djúpt innra með henni og með hjálp Davids byrjar hún að setja saman brot úr ekki aðeins eigin sögu, heldur einnig sögu dóttur sinnar, Chesku, sem var fórnarlamb hörmulegra aðstæðna sem hún réð ekki við. Og alls ekki engillinn sem hún virtist vera
Englatréð er grípandi fjölskyldusaga um minningar, ást og von saga sem nýtur sín best á löngum vetrarkvöldum.
Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem fangað hefur hug og hjörtu íslenskra lesenda. Englatréð er sjálfstæð skáldsaga.
Herdís Magnea Hübner þýddi úr ensku.

Ósmann
8.690 kr.Um aldamótin 1900 voru mörg stórfljót landsins enn óbrúuð og fólk reiddi sig víða á ferjumenn til þess að komast yfir illfær og óútreiknanleg fallvötnin. Einn þeirra var Jón Ósmann sem flutti menn og skepnur yfir Héraðsvötn um fjögurra áratuga skeið. Jón var tröll að burðum, stórtækur sel- og fiskveiðimaður, guðsmaður, drykkjumaður og annálað skáld. En öðru fremur var hann mannvinur með meyrt hjarta sem sá lengra en nef hans náði. Örlögin fóru óblíðum höndum um þennan einstaka karakter og hann lést fyrir aldur fram.
Ósmann er skáldsaga byggð á ævi Jóns Magnússonar, ferjumanns í Skagafirði. Frásögnin er feiknavel skrifuð, hjartnæm og heillandi – sannkallaður yndislestur.
Joachim B. Schmidt (1981) er fæddur og uppalinn í Sviss en hefur búið á Íslandi í nær tvo áratugi. Hann skrifaði sig inn í hjörtu lesenda með bókum sínum um Kalmann á Raufarhöfn en þær hafa verið þýddar á fjölda tungumála og báðar hlotið ýmsar tilnefningar og verðlaun.
Bjarni Jónsson þýddi.
Útreiðartúrinn
8.690 kr.Útreiðartúrinn er áhrifarík samtímasaga með djúpar rætur í fortíðinni. Þetta er saga af flóknu feðgasambandi og af vináttu sem ekki er öll þar sem hún er séð; ljúfsárt og heillandi ferðalag um gamlar og nýjar slóðir.
Sævar er myndskreytir og nýfluttur með fjölskyldu sína út á Álftanes, þar sem hann sækir myndefni sitt í lífríki fjörunnar. Hann kann strax vel við sig í kyrrðinni og náttúrufegurðinni en Pétur, sonur hans á unglingsaldri, er ósáttur við breytinguna og lengur að sætta sig við nýtt umhverfi. Pétur er mátulega búinn að eignast vini og farinn að blómstra þegar hópur drengja gerir fólskulega árás á þá félagana að kvöldlagi og slasar besta vin hans.
Lögreglan tekur í kjölfarið við rannsókn málsins en lítið gengur að upplýsa það. Sævar er bugaður af áhyggjum af syni sínum en árásin rifjar auk þess bæði upp tregablandna sumardvöl Sævars sjálfs hjá afa sínum og ömmu á nesinu á níunda áratugnum og morðmál frá 19. öld sem forfaðir hans var flæktur í. Þá skýtur skyndilega upp kollinum á netinu myndband af árás drengjanna og málið tekur óvænta og óhugnanlega vendingu.





Drungabrim í dauðum sjó
8.690 kr.Hallgrímur Helgason, okkar þróttmikla þjóðskáld, hefur tekið saman kvæðasafn safn háttbundinna ljóða sinna frá síðustu kvartöld. Hér mætast hið persónulega og pólitíska, innileiki og ádeila, mýkt og harka í skáldskap sem kviknar jafnt af barneignum og jarðarförum sem og bankahruni og þjóðarmorði. Skáldið bruggar seið úr hefðum fortíðar og kenndum samtíðar og blandar ýmist með húmor eða trega. Bókin er ríkulega myndlýst af Hallgrími sjálfum.

Þú kemst ekki nær
6.690 kr.Þú kemst ekki nær er ljóðræn og marglaga saga um uppvöxt, ást, missi og einsemd. Minningar og smáatriði hversdagsins fléttast saman í áhrifamikla frásögn þar sem húmor og tregi, barnsleg undrun og tilvistarleg þreyta mætast. Sögumaðurinn leiðir lesandann í gegnum ævi sína fulla af ósögðum tilfinningum og hversdagslegum ævintýrum.
Þetta er saga um að rata eða týnast í sjálfu lífinu. Saga um að elska, missa, hlæja og þegja. Fjölskyldan birtist í allri sinni ófullkomnu fegurð og tilvera sögumannsins verður að spegli okkar eigin sögu. Við kynnumst fyrstu ástinni og leyndu sambandi sem logar á jaðri þess leyfilega. Í gegnum brotakenndar minningar af móður, systur, afa, ömmu og síðar eiginkonu sinni, birtist ævi sögumans þar sem hann leitar að tengslum, festu og merkingu í síbreytilegum heimi.
Með næmu auga fyrir hversdagslegri fegurð og óstöðugleika tilverunnar dregur höfundur upp myndrænan, hlýjan og líflegan heim þar sem hlátur og sorg búa hlið við hlið. Frásögnin einkennist af innsæi, djúpum skilningi á mannlegu eðli og stílfærðri notkun smáatriða sem öðlast líf og merkingu langt umfram eigið vægi.

Huldukonan (forsala)
8.390 kr.Bókin er á kynningarverði í forsölu, aðeins 6.990 kr. með kóðanum „huldukonan“.
Konurnar í Lohr fjölskyldunni skilja ekki að Sigvaldi þeirra, með alla sína augljósu mannkosti, hafi aldrei gengið út. Ennfremur fá þær ekki skilið þá fráleitu ákvörðun hans að gerast einsetumaður í eyðivík. Þær eru raunar hættar að hnýsast í hagi Sigvalda, því í hvert skipti verður augnaráð hans átakanlega tregafullt.
Dag einn birtist Sigvaldi á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla stúlku í fanginu og neitar að svara því hver sé móðir barnsins. Konurnar í fjölskyldunni hefja sína eigin rannsókn á málinu og smám saman hrannast sönnunargögnin upp: saga Lohr ættarinnar, þjóðsögurnar í Dýrleifarvík, leyndardómur um týnt barn og móður sem hvarf, undarlegir draumar, óvenjuleg hegðun Sigvalda og dulmagn hamranna í hlíðinni.
Bækurnar í forsölu verða áritaðar af höfundi. Ef óskað er eftir áritun með nafni viðtakanda er hægt að skrifa það í athugasemd með pöntun.
Von er á bókinni um miðjan nóvember.





