• Vikuspá

    Vikuspá

    Vikuspá geymir áttatíu og sex sögur á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum eru ólíkar atvinnugreinar kynntar. Hér er leikið með þá íslensku þjóðtrú að það geti haft áhrif á hvað barn taki sér fyrir hendur í framtíðinni á hvaða vikudegi það fæðist. Sögupersónur takast á við þrautir og sigra í leit að hinum gullna meðalveg, milli frama og lukku. Sögurnar varpa ljósi á fegurð mannflórunnar og mikilvægi þess að þroskast og þróast í takt við tímann.

    Vikuspá er sjálfstætt framhald af Árstíðum og Dagatali sem hafa notið mikilla vinsælda og verið kenndar víða á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt við kennslu sem og til yndislestrar.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Dagskammtar

    Dagskammtar

    Dagskammtar samanstendur af stuttum textum í lausu máli. Margir textanna tengjast ákveðnum atvikum, en aðrir eru fremur hugleiðingar eða þankabrot sem finna sér leið inn í hversdaginn. Líta má á textana sem eins konar dagbókarfærslur þar sem „ég“ frásagnarinnar miðlar reynslu sinni af atvikum og fyrirbærum daganna.

    „Í dag er búið að vera mistur og rigning, en nú virðist vera að rofa til. Það er alveg logn og ég er ein á gangi á Sólvallagötunni. Nokkrum sólargeislum tekst að brjótast gegnum mistrið um leið og það hellist yfir mig skyndilegt regn. Það er þá sem ég sé regnbogann. Hann spennir marglitan bogann yfir nesið með annan endann í Faxaflóanum og hinn í Skerjafirðinum. Hann er rétt hjá mér, kannski í nokkur hundruð metra fjarlægð. Ósjálfrátt herði ég gönguna. Áður en ég veit af er ég farin að hlaupa.“

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig.

    Hér missir kona rödd og fær hana aftur. Mögnuð ljóðabók sem hefur verið ófáanleg lengi.

    Elísabet Jökulsdóttir er alvöru skáld. Hún horfir fast í augun á lesandanum og orðar sterkar tilfinningar; ást, heift, gleði og sorg, af oddhvassri blíðu og lífsþorsta, sýnir náttúru landsins á síkvikan hátt og lítur aldrei undan.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Sóley og Fífa fara í berjamó

    Sóley og Fífa fara í berjamó

    Frænkurnar Sóley og Fífa eru bestu vinkonur en búa í sitthvorum landshlutanum. Það er því alltaf mikil eftirvænting þegar þær hittast. Í bókinni segir frá vináttu þeirra, fallegum samskiptum, fuglum, blómum, náttúrunni og auðvitað berjunum! „Sóley og Fífa fara í berjamó“ er fyrsta sagan í nýjum bókaflokki um þessar lífsglöðu og forvitnu frænkur.

    Höfundurinn, Þorbjörg Sandra Bakke, hefur starfað í umhverfismálum í nær tvo áratugi og stígur hér sín fyrstu skref sem mynd- og rithöfundur. Hún er með menntun í stjórnmálafræði, náttúrufræði og siðfræði og leggur áherslu á að tvinna saman jákvæðar hliðar þessara fagsviða í lífi og starfi.

    Í bók sinni Sóley og Fífa fara í berjamó byggir hún á þessum grunni. Velur að draga fram falleg mannleg samskipti og umhyggju fyrir náttúru og umhverfi. Bókin er að sama skapi byggð á æskuminningum frá uppvaxtarárum höfundar þegar hún varði sumrum sínum í sveit í Svarfaðardal. Hún nýtir sér minningar af frænkum og vinkonum, ömmum, öfum og fleira uppáhalds samferðafólki til að skapa þessar yndislegu persónur sem sagan hverfist um.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Mr. Awkward Show Present: Mr. Poser

    Mr. Awkward Show Present: Mr. Poser

    Anton Lyngdal sem gengur undir listamannanafninu Mr. Awkward show gefur út ljósmyndabók um Mr. Poser.

    Mr. Poser er tískukóngur og sérlegur áhugamaður um vegglistasenuna á Íslandi. Hann á sér uppáhalds vegglistamann sem er einn sá stærsti og afkastamesti í senunni hér á landi, þ.e. Opes_vs_Vato. Í bókinni ferðast Mr. Poser um Höfuðborgarsvæðið og stillir sér upp í sínum bestu klæðum við vegglistaverk eftir Opes_vs_Vato.

    Mr. Poser er einn af karakterum Antons sem vaknar til lífsins fyrir framan myndavélina, enda líður Mr. Poser best í sviðsljósinu og er handviss um að hann ætti heima á tískusýningunum í París.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • Áttaskil - Ljóð og lausavísur

    Áttaskil – Ljóð og lausavísur

    Hér birtast ljóð og lausavísur úr fórum skáldsins og kvæðakonunnar góðkunnu, en þar eru náttúruljóð í fyrirrúmi þótt ýmislegt annað komi við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Og þaðan gengur sveinninn skáld

    Thor Vilhjálmsson (1925–2011) var einn frumlegasti og áhrifamesti höfundur okkar á síðari hluta síðustu aldar og fram á þessa, auk þess sem hann var óþreytandi menningarfrömuður og áberandi í þjóðlífinu.

    Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors minnast samferðamenn, fræðimenn, þýðendur og aðrir rithöfundar hans, hver frá sínum sjónarhóli, og varpa ólíku ljósi á þennan flókna höfund og margbrotna persónuleika. Hér eru stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar. Synir Thors, Örnólfur og Guðmundur Andri, söfnuðu greinunum og völdu einnig stutta texta úr verkum hans sem birtir eru á milli greinanna. Innleggin eru á fjórða tug og að auki er í bókinni fjöldi mynda.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kína frá fyrri öld - China Before

    Kína frá fyrri öld – China Before

    Unnur Guðjónsdóttir rak um árabil ferðaskrifstofu sem sérhæfði sig í ferðum til Kína. Hún tók snemma ástfóstri við þetta stóra og mikla land, með „teljandi“ íbúum, og árunum 1983 og 1992 tók hún þar mikið magn mynda, sem finna má í þessari einstöku bók, sem sýnir okkur Kína frá síðustu öld, en margt hefur nú breyst þar og því nauðsynlegt að varðveita gamla tímann eins og kostur er.

    8.490 kr.
    Setja í körfu
  • Seiglazine

    Seiglazine

    Seiglazine er árlegt tímarit gefið út í tengslum við tónlistarhátíðina Seiglu, sem fer fram í Hörpu aðra helgina í ágúst á hverju ári. Þetta er fyrsta tölublað ritsins en það kemur út í ágúst á hverju ári.

    Í ritinu má finna aðsendar greinar, smásögur, ljóð, myndir og teikningar, hugleiðingar, slúður, verkalista og ýmislegt fleira sem barst ritinu í opnu kalli fyrr á árinu, og auk þess er þar að finna hátíðardagskrá Seiglu og upplýsingar um viðburði og flytjendur hátíðarinnar.

    Höfundar efnis eru Ásta Kristín Pjetursdóttir, Edda Oskars, Erna Vala Arnardóttir, Guja Sandholt, Hlín Pétursdóttir Behrens, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Lee Marable, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Zygmund de Somogyi.

    1.800 kr.
    Setja í körfu
  • Flóra

    Flóra

    Flóra geymir myndir af flestöllum tegundum íslenskra blómplantna og byrkninga, alls um 460. Hér er megináherslan á að sýna plönturnar sjálfar, fegurð þeirra og sérkenni, fremur en vistfræði, útbreiðslu og flokkunarfræði – því hlutverki gegna fjölmörg önnur verk. Langflestar myndanna eru gerðar eftir lifandi eintökum en annars byggt á bestu heimildum sem völ er á til að gefa sem sannferðugasta mynd af hverri tegund auk þess sem ýmis einkenni eru dregin fram.

    Myndir listamannsins Jóns Baldurs Hlíðberg af íslenskri náttúru, dýrum og foldarskarti, eru löngu kunnar hér á landi auk þess að hafa birst víða erlendis og hlotið þar margháttaða viðurkenningu.

    Fátt jafnast á við að njóta skrúðs og fjölbreytileika blómanna í náttúrunni sjálfri en þegar því verður ekki við komið er gott að geta notið þeirra í myndasafni eins og því sem hér birtist.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Kvár er ég! #2

    Kvár er ég! #2

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Rósa og Björk

    Rósa og Björk

    Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur lögreglukonunnar Hildar, sem hurfu fyrir vestan árið 1994? Í öll þau ár sem liðin eru hefur ekkert til þeirra spurst en nú er Hildur loks komin á spor sem gæti leitt hana áleiðis að lausn gátunnar. Það þarf samt kjark til að horfast í augu við fortíðina …

    Lögreglulífið á Ísafirði er líka allt annað en rólegt og lítill tími til að sinna öðru. Einn af máttarstólpum bæjarins, athafnamaður sem situr í sveitarstjórn, er skotinn til bana uppi í fjalli og Hildur og félagar eru ráðþrota. Hinn myrti var umdeildur, tókst á við pólitíska andstæðinga og einkalífið var skrautlegt svo að ýmsir gætu hafa viljað hann feigan. Og um götur Reykjavíkur reikar manneskja sem á harma að hefna.

    Satu Rämö hefur slegið í gegn með bókunum um hina vestfirsku Hildi. Satu er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Glæpasögur hennar hafa selst í bílförmum í Finnlandi, Þýskalandi og víðar. Sú fyrsta, Hildur, varð metsölubók hér heima – Rósa og Björk er æsispennandi framhald.

    Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Tímaráðuneytið

    Tímaráðuneytið

    Ung kona sækir um háleynilegt og vellaunað starf á vegum hins opinbera í Bretlandi. Hún er ráðin og í ljós kemur að það tengist tímaferðalagsverkefni stjórnvalda sem reynist svo yfirgripsmikið að það þarfnast sérstaks ráðuneytis; tímaráðuneytis. Starfið felst í því að taka á móti einstaklingum sem hafa verið fluttir til nútímans frá fortíðinni og sjóliðsforinginn Graham Gore, þekktur nítjándu aldar maður sem tók þátt í frægum heimskautaleiðangri á skipinu Erebus, er fyrsti brottflutti einstaklingurinn sem hún aðstoðar við að aðlagast nútímanum. Brátt takast með þeim eldheitar ástir.

    Tímaráðuneytið er allt í senn spennandi njósnatryllir, falleg ástarsaga sveipuð vísindaskáldsöguljóma og áleitin og djúp frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma. Þetta er fyrsta saga Kaliane Bradley og hefur hún slegið rækilega í gegn víða um heim. Hún var á metsölulista New York Times og valin besta bók ársins 2024 af ýmsum miðlum.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Jarðtengd norðurljós

    Jarðtengd norðurljós

    Jarðtengd norðurljós inniheldur áður óbirt ljóð af ýmsu tagi, óbundin, háttbundin og yrkisefnin fjölbreytileg.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Eldri konur

    Eldri konur

    Ég hef alltaf verið rótlaus og vannærð. Þegar ég kynntist áfengi fannst mér eins og ég væri gróðursett í sólríkan lund. Tilveran fékk á sig fagurgulan blæ eins og horft væri gegnum litað gler. Allt varð bærilegra. Fljótlega fór ég þó út í harðara efni.

    Efnið mitt gerir mig heila, fyllir mig krafti, lífi, fær mig til að engjast um af fráhvörfum og þráhyggju, lemja, slá, fær mig umsvifalaust til að steypa mér í glötun.

    Efnið mitt er eldri konur.

    Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana.

    Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Himintungl yfir heimsins ystu brún (kilja)

    Himintungl yfir heimsins ystu brún (kilja)

    Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður elskar? Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin er ekki lengur miðdepill alheimsins. Presturinn Pétur á Meyjarhóli skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt stoðum undan tilveru hans og ástvina hans.

    Himintungl yfir heimsins ystu brún er saga sem talar til samtímans aftan úr öldum, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru. Hún dregur upp ljóslifandi mynd af opinni, forvitinni og ástríðufullri öld, þar sem ný vísindi takast á við trúna, og penninn er beittari en sverðið.

    Jón Kalman Stefánsson er fæddur árið 1963. Himintungl yfir heimsins ystu brún er hans fimmtánda skáldsaga. Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun LePoint og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin.

    Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Öll í hóp á einum sóp

    Öll í hóp á einum sóp

    Kötturinn malaði, kerlingin söng,
    á kústi í rokinu ferðin var löng.

    Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir vinalegan hund, frosk og fugl sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega verða nornin og vinir hennar að grípa til sinna ráða.

    Öll í hóp á einum sóp er þriðja bók metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler sem kemur út á íslensku en bæði Greppikló og Greppibarnið hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Sigríður Ásta Árnadóttir þýddi.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Greppibarnið

    Greppibarnið

    ,,Engin Greppikló má“, sagði Greppikló, „gera sér ferð inn í Dimmaskóg . . . “

    Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

    Greppibarnið, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, er nú loks fáanleg að nýju. Því fagna börn á öllum aldri, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Greppikló

    Greppikló

    ,,Greppikló? Hvað er greppikló? Hva, greppikló! Það veistu þó!“

    Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að ekki sé til nein greppikló. Og þó …

    Greppikló, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, hefur notið gífurlegra vinsælda meðal barna á öllum aldri, sérstaklega þeirra sem óttast hið ókunna.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Loforðið

    Loforðið

    Ásta og Eyvör. Eyvör og Ásta. Þær voru alltaf saman. Þær voru óaðskiljanlegar og ef einhver nefndi nafn annarrar fylgdi hitt iðulega á eftir. Svona hefur þetta alltaf verið en nú er það búið. Eyvör er farin. Hún er dáin og samt var hún bara nýorðin tólf ára.

    Loforðið var valin besta sagan í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Að mati dómnefndar lýsir hún á einstæðan hátt þeim tilfinningum sem bærast með ellefu ára gamalli stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum, og síðast en ekki síst litla skrýtna lyklinum og loforðinu sem Ásta gefur vinkonu sinni og sver við leynistaðinn að standa við. Loforðið er áhrifarík og spennandi saga sem lætur engan ósnortinn.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Geðhrærivélar

    Geðhrærivélar

    Ljóðskáldið Árni Jakob Larsson er fæddur í Reykjavík árið 1943. Fyrsta bók hans, Uppreisnin í grasinu kom út árið 1972. Árni hefur í áratugi notið viðurkenningar sem rithöfundur og ljóðskáld. Geðhrærivélar er sextánda bók höfundar.

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Brimurð

    Brimurð

    Brimurð er áttunda bók höfundar. Ástvinamissir er ávallt sár, hvort heldur sá sem hverfur til annarrar víddar hefur tvo fætur eða fjóra. En ástin deyr ekki, hún nær yfir allar víddir, því að elska er að lifa.

    Brimurð er tileinkuð öllum dýravinum og eigendum þeirra, dýrunum, sem auðga lífið jafnt að fegurð, dýpt og gleði.

    „Með síðustu tveimur ljóðabókum sínum, Varurð og Einurð, hefur Draumey Aradóttir markað sér bás meðal áhugaverðustu ljóðskálda á Íslandi.“
    Soffía Auður Birgisdóttir

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Varurð

    Varurð

    Varurð er sjötta bók höfundar. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar. Í bókinni býðst lesendum að reima á sig skóna og halda með höfundi í ljóðför um oddhvassar lendur óttans; allt frá upptökum hans að óumflýjanlegum átökunum við hann. Nestuð áræði, einlægni og varurð er áfangastaðurinn lang­þráð frelsið, friðurinn og fögnuðurinn sem bíður þeirra sem fletta af sér öllu því sem þeir töldu sig vera og kasta sér kviknaktir út í ógn­vekjandi eldskírnina.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Einurð

    Einurð

    Einurð er sjöunda bók höfundar. Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar. Þar sem form og formleysi mætast. Þar sem hughrif, kenndir og geðhrif móta einstaklinginn á viðkvæmasta skeiði hans – í móðurlífinu. Lokaljóð bókarinnar, sem er í senn meginstef og niðurstaða verksins, hlaut fyrstu verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka 2023.

    3.790 kr.
    Setja í körfu