• Innlyksa

    Innlyksa

    Smásagnasafnið Innlyksa er samvinnuverkefni þriggja höfunda sem hafa vakið athygli síðustu ár með skáldsögum sínum og ljóðabókum. Það eru þær Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Rebekka Sif Stefánsdóttir og Sjöfn Asare.

    Í smásagnasafninu sameina þessir þrír rithöfundar raddir sínar í margslungnum frásögnum af ókennilegum veruleika. Safnið inniheldur fimmtán sögur og í þeim er lesendum varpað ofan í lýsingar á bláköldum hversdegi yfir í hryllingsraunsæi og framtíðarskáldskap. Saman takast sögurnar á við þungamiðju verksins sem er einangrun, einmanaleiki og innilokunarkennd.

    Hvað gerir manneskjan þegar öll sund eru lokuð?

    „Sögur sem smjúga inn að merg. Raunsæi og annarleiki fléttast saman á áhrifaríkan hátt í anda Svövu Jakobsdóttir.“

    Berglind Ósk, rithöfundur

    „Innlyksa er tilraun til að brjótast út. Grípandi sögur og samspilið áhugavert á milli höfundanna þriggja.“

    Steinar Bragi, rithöfundur

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Atburðurinn

    Atburðurinn

    „Árum saman hefur þessi atburður fylgt mér eins og skugginn. Þegar ég les um fóstureyðingu í skáldsögu fyllist ég ósjálfrátt geðshræringu, rétt eins og orðin umhverfist á samri stund í ofsafengna tilfinningu. Á sama hátt kemst ég í uppnám þegar ég heyri af tilviljun „La javanaise“, „J’ai la mémoire qui flanche“ eða önnur dægurlög sem voru mér hugstæð á þessum tíma.“ – Annie Ernaux

    Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.

    Atburðurinn er fjórða bókin sem kemur út eftir hana á íslensku en áður hefur Ugla gefið út Staðinn, Unga manninn og Konu.

    Þórhildur Ólafsdóttir íslenskaði.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Fiðrildaherbergið

    Fiðrildaherbergið

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Breiðþotur

    Breiðþotur

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Mírabella brýtur reglurnar
  • Félagsland

    Félagsland

    Félagsland er fyrsta ljóðabók Völu Hauks, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2024. Í bókinni eru tæp fimmtíu ljóð og rauður þráður hennar eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra og þýðing, andblær og ásýnd. Ljósmyndir af þeim vettvangi gefa tóninn.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Diplómati deyr

    Diplómati deyr

    Hópur kanadískra diplómata verður veðurtepptur í opinberri heimsókn í Vestmannaeyjum, þar á meðal sendiherra Kanada á Íslandi og eiginkona hans. Á meðan óveðrið geisar úti fyrir snæða gestirnir saman hátíðarkvöldverð – en svo hnígur aðstoðarsendiherrann niður fyrir framan viðstadda. Fljótlega kemur í ljós að um morð er að ræða og ýmsir liggja undir grun: athafnamaðurinn sem svífst einskis í samningum, meistarakokkurinn sem reiðir fram dýrindis máltíðir úr nærumhverfinu og dularfulla myndlistarkonan sem er að opna sýningu á byggðasafni bæjarins … svo nokkrir séu nefndir. En sendiherrafrúin er hvergi bangin og ákveður að komast til botns í málinu upp á eigin spýtur.

    Diplómati deyr er fyrsta skáldsaga Elizu Reid, spennandi og listilega fléttuð glæpasaga þar sem leyndarmálin eru afhjúpuð hvert af öðru.

    Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Millileikur

    Millileikur

    Tveir bræður, þrjár ástkonur, sorg, átök og uppgjör: Millileikur er einstaklega áhrifamikil saga um ást, missi og órofa tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney, sem hefur vakið heimsathygli fyrir skáldsögur sínar.

    Pétur er ríflega þrítugur lögmaður og lifir erilsömu lífi í hringiðu borgarinnar. Hann skemmtir sér grimmt og gistir oft hjá Naomi, sem er ung og villt, en er líka í nánu sambandi við Sylvíu, fyrrverandi unnustu sína sem hann getur ekki hætt að elska. Ívan er tíu árum yngri, var áður upprennandi skáksnillingur en hefur staðnað og líf hans er stefnulaust. Hann er feiminn einfari en þegar hann hittir Margréti, konu á fertugsaldri með erfitt hjónaband að baki, bresta allar varnir og milli þeirra kviknar eldheit ást.

    Faðir þessara ólíku bræðra er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; báðir eru næmir og viðkvæmir, taugarnar þandar. Ástandið leiðir til óbærilegrar spennu, samskiptin eru erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir.

    Bókin rauk beint á topp metsölulista The Sunday Times, hefur setið á listum mánuðum saman og var víða kjörin besta bók ársins 2024. Bjarni Jónsson þýddi.

    4.690 kr.
    Setja í körfu
  • Vísnabókin

    Vísnabókin

    Fáar bækur hafa fylgt íslenskum börnum lengur en Vísnabókin; sígilt safn Símonar Jóh. Ágústssonar af kvæðum sem höfða til barna, prýtt bráðskemmtilegum teikningum Halldórs Péturssonar.

    Bókin kom fyrst út árið 1946 en með tímanum var aukið við hana bæði vísum og teikningum sem hafðar eru með í þessari nýju og gullfallegu útgáfu.

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Ferðalag Hnoðra litla: Í eltingarleik við norðurljósin

    Ferðalag Hnoðra litla: Í eltingarleik við norðurljósin

    Fylgdu kanínunni Hnoðra í töfrandi ævintýri! Hann horfist í augu við ótta sinn og leggur í ferðalag til að komast að því hvaðan skínandi ljósin á himninum koma. Á sama tíma kynnist hann ýmsum dýrum og eignast marga góða vini.

    Þetta er saga um hugrekki og vináttu. Þessi bók segir frá norðurljósunum, hugmyndum byggðum á norrænum goðsögnum, útfærðar á töfrandi hátt.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Uppfærslur

    Uppfærslur

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Skóhljóð
  • Sjóræningjarnir eru að koma!
  • Einu sinni var Mörgæs

    Einu sinni var Mörgæs

    2.390 kr.
    Setja í körfu
  • Hænsnaþjófurinn

    Hænsnaþjófurinn

    Dag einn kemur Gústi nágranni með tvíhleypu á öxl og hefur fréttir að færa. Refur herjar nú á hænsnakofa sveitarinnar og því er eins gott fyrir Pétur og köttinn Brand að vera við öllu búnir. Pétur lætur ekki segja sér það tvisvar en í stað þess að veiða refinn ákveða þeir félagar að fæla hann heldur í burtu og það í eitt skipti fyrir öll.

    Þessi tímalausa bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Getur þú ekki neitt, Pétur?

    Getur þú ekki neitt, Pétur?

    Kötturinn Brandur er ótrúlega klár og getur gert hinar ýmsu kúnstir sem ekki eru á færi Péturs. Hvað í ósköpunum getur Pétur þá gert eða getur hann alls ekki neitt? Bók fyrir allra yngstu lesendurna eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Sara og Dagný og ég

    Sara og Dagný og ég

    3.990 kr.
    Setja í körfu
  • Fimm ljóð

    Fimm ljóð

    Engin sjoppa er betri

    en pylsan sem hún selur.

    Segir hún.

    Og í þessum sjoppum

    er alls staðar seld

    sama pylsan.

    Alltaf með engu, svarar hann,

    og alltaf með öllu.

    Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er ötull og framsækinn höfundur, búsettur á Ísafirði, og einn af upphafsmönnum skáldahópsins Nýhil. Auk ljóða hefur hann sent frá sér leikrit, ritgerðir, þýðingar og níu skáldsögur. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Náttúrulögmálin og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Illsku en sú bók var líka tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

    Fimm ljóð er áttunda ljóðabók Eiríks Arnar en átta ár eru liðin frá því að sú síðasta, Óratorrek, kom út.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder
  • Skilaboðaskjóðan

    Skilaboðaskjóðan

    Í Ævintýraskóginum gerast auðvitað öll ævintýrin – en það eru ekki allir íbúar skógarins jafn samvinnuþýðir. Ástsæl og æsispennandi saga fyrir alla ævintýraþyrsta krakka loksins fáanleg á ný.

    5.190 kr.
    Setja í körfu
  • Jón úr Vör - Ljóðasafn

    Jón úr Vör – Ljóðasafn

    Heildarútgáfa af ljóðum Jóns úr Vör. Skáldið Jón úr Vör (1917-2000) kvaddi sér hljóðs ungur að árum og setti nýjan svip á íslenska ljóðagerð um miðbik 20. aldar. Tvítugur gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, Ég ber að dyrum, en með tímamótaverkinu Þorpinu (1946) varð hann þjóðkunnur. Eftir það sendi hann frá sér mörg verk og síðasta ljóðabókin, Gott er að lifa (1984), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann var helsti forkólfur raunsæis, undanfari atómskáldanna og áhrifaskáldið þegar horft er til ljóða þeirra sem síðar komu fram á sjónarsviðið. Ljóðasafnið hefur að geyma öll útgefin ljóð Jóns úr Vör. Ferill hans spannaði hálfa öld og bækurnar urðu 12 talsins. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ritar greinargóðan inngang um ævi og störf skáldsins.

    8.990 kr.
    Setja í körfu
  • Einar Bragi - Ljóðasafn

    Einar Bragi – Ljóðasafn

    Einar Bragi (1921-2005) var í fylkingarbrjósti atómskáldanna svonefndu og átti stóran þátt í þeim straumhvörfum sem urðu í íslenskri ljóðagerð um og eftir miðja 20. öld. Hann gaf út fjölda ljóðabóka, fór oft ótroðnar slóðir varðandi útgáfu þeirra, var frumkvöðull að stofnun tímaritsins Birtings og atkvæðamikill þýðandi erlendra ljóða.

    Í þessari útgáfu birtist meginþorri frumortra ljóða Einars Braga, allt frá fyrstu ljóðabókinni, Eitt kvöld í júní (1950), til þeirrar síðustu, Ljós í augum dagsins (2000), auk viðamikils úrvals af ljóðaþýðingum hans sem einnig spanna rúmlega hálfa öld.

    Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur valdi ljóðin og ritar ítarlegan inngang þar sem fram kemur ný sýn á feril skáldsins.

    8.990 kr.
    Setja í körfu
  • Hús dags, hús nætur

    Hús dags, hús nætur

    Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu, og með aðstoð Mörtu, hins dularfulla nágranna síns, streyma sögurnar fram – til dæmis af lífi dýrlingsins sem bærinn dýrkar, af manninum sem vinnur allar spurningakeppnir í útvarpinu á hverjum degi og af þeim sem olli alþjóðlegri spennu með því að deyja á landamærunum, með annan fótinn á pólskri grund en hinn á tékkneskri. Sérhver saga er eins og múrsteinn í sögu bæjarins sem smám saman hlaðast upp og spegla enn stærri mynd.

    Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2022. Olga fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2018.

    Árni Óskarsson þýddi.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Hennar rödd / Her Voice

    Hennar rödd / Her Voice

    13.990 kr.
    Setja í körfu