
Móðurlíf II
4.590 kr.– Beygja til hægri hérna, kalla ég.
– Ég veit ekkert hvað er hægri! æpir hún á móti.
– Þú skrifar með hægri.
– Ég er ekki með penna! öskrar hún upp í vindinn og ákveður að snarbremsa þegar hún kemur að gatnamótunum.Það munar ekki mörgum millimetrum að ég dúndrist aftan á hana en við náum að afstýra öllum árekstrum og höldum áfram.
Hér er komið sjálfstætt framhald örsagnasafnsins Móðurlíf og sem fyrr er umfjöllunarefnið hversdagsleikinn í allri sinni dýrð. Sögur um marga kossa, afmæli, kaldar kinnar og feitar iljar, langa daga og stutt ár.

Jeppar í lífi þjóðar
14.990 kr.Samgöngubylting varð á Íslandi um miðja síðustu öld þegar þúsundir Willys-jeppa streymdu að hliðum gömlu herjeppanna, og brátt renndu Landróverar og Rússa – jeppar í hlað. Síðar bættust við enn fleiri gerðir, Gipsy, Scout og Bronco, og loks fjölbreytt úrval japanskra jeppa. Jeppinn greiddi leiðir um klungur og torfærur, enda með drif á öllum hjólum, og færði ferðafrelsi jafnt að sumri sem vetri.
Jeppar í lífi þjóðar bregður lifandi ljósi á þennan merkilega en lítt kannaða kafla íslenskrar samgöngusögu í máli en þó aðallega 600 einstæðum ljósmyndum sem koma nú margar í fyrsta sinn fyrir almannasjónir. Þetta er ómissandi bók fyrir bílaáhugamanninn og raunar alla þá sem unna ferðum um úfið landið.
Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir bílabækur sínar sem eru orðnar átta talsins, þar á meðal metsölubækurnar Króm og hvítir hringir, Bílamenning og Bílar í lífi þjóðar.

Hyldýpi
4.890 kr.Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu.
Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Dögg og Sarah, sem er ungur og frakkur læknir frá Brooklyn í New York, starfa báðar fyrir Lækna án landamæra og verða nánar vinkonur meðan þær takast á við hörmungarnar í flóttamannabúðunum þar sem þær starfa. Dögg fellir hug til yfirlæknis á svæðinu sem heitir Omar Mohammed. Dag einn fara Omar, Sarah og Dögg í sendiför til borgarinnar Nyala en sú för hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér.
Mitt í hringiðu afkomuótta Kristjáns og kvíðakasta fær hann í hendurnar tvö athyglisverð mál. Annars vegar mál fylgdarlauss barns frá Súdan og hins vegar líkamsárásarmál ungs Pólverja sem heitir Pawel Nowak en sá á vægast sagt vafasama fortíð.
Eitt örlagaríkt kvöld eltir fortíð Pawels hann uppi og áður en hann veit af hafa meðlimir harðsvíraðra glæpasamtaka hann undir smásjánni. Uppgjör við fortíðina dregur dilk á eftir sér og Pawel dregst inn í atburðarás sem hann ræður engan veginn við.
Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Með afdrifaríkum hætti.

Sjá dagar koma
8.690 kr.Salvar Bernódusson er föðurlaus niðursetningur á kotbýli í Dýrafirði, unglingur með stóra drauma, táp og þor. Deyfð og drungi sem hvílir yfir þjóðlífinu í kjölfar harðinda og vesturferða er eitur í hans beinum og hann dreymir um framfarir, stórhug og stolt.
Úti við sjónarrönd sjá Vestfirðingar glæsileg amerísk seglskip á lúðuveiðum og óvænt kemst Salvar í pláss á slíku skipi. Þar með hefst hans bjarmalandsför yfir höf og lönd; slyppur og snauður heldur hann til Ameríku og snýr þaðan aftur vellauðugur, unir sér ekki heima en heldur til Englands og kemst þar í kynni við mann að sínu skapi; stórskáldið og athafnamanninn Einar Ben.
Fjörug og bráðskemmtileg saga um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf 20. aldar, þróttmikinn ungmennafélagsanda og framfaraþrá. Einar Kárason kann að segja þannig frá að persónur og atburðir lifni við og sögusviðið opnist og hér fá lesendur ríkulega að njóta þeirrar gáfu sagnamannsins slynga.

Mín er hefndin
8.690 kr.Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.
Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.
Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.

Lokar augum blám
8.690 kr.Á miðju sumri hverfa tveir ungir kajakræðarar sporlaust vestur í Dýrafirði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Bergur er fluttur á Flateyri og tekur málið að sér, ásamt fyrrverandi samstarfskonu sinni, Rögnu, sem er kölluð vestur. Á sama tíma vinnur par að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri. Eftir ógæfusöm ár í höfuðborginni þrá þau kyrrlátt líf á fallegum stað en húsið reynist eiga sér nöturlega sögu.
Lokar augum blám er þriðja bók Margrétar S. Höskuldsdóttur og önnur bókin sem fjallar um lögregluteymið Rögnu og Berg, en sú fyrri, Í djúpinu, kom út 2024. Þetta er Vestfjarðaglæpasaga í klassískum anda sem fær hárin til að rísa.

Flugur og fleiri verk
7.890 kr.Þessi ljóð eru ort af ungum manni handa ungu fólki, um það að vera ungur og kunna að slæpast og mega vera að því að þjást … Og flugurnar hafa sveimað með æ háværara suði fram á þennan dag, ungt fólk hefur lesið þessa bók og hrifist af beittum smámyndum Jóns.
Úr eftirmálaLjóðabókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1922. Mun hún vera fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Hún er nú endurútgefin í tilefni af hundrað ára ártíð höfundar. Í þessa útgáfu hefur auk þess verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns fyrir utan Flugur.
Guðmundur Andri Thorsson annaðist útgáfuna og ritaði eftirmála.

Minnisblöð veiðimanns
8.290 kr.Skáldjöfurinn Ívan Túrgenev kynntist snemma bágum kjörum rússneskra bænda og miskunnarleysi þeirra sem réðu yfir þeim. Hann ólst upp á landareign móður sinnar, sem þótti með eindæmum óvægin og grimm, en hún hafði yfir að ráða meira en fimm þúsund sálum, eins og ánauðugir bændur voru gjarnan nefndir. Reynsla Túrgenevs úr uppvextinum varð honum innblástur í þessa bók, Minnisblöð veiðimanns, sem kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku.
Í Minnisblöðum veiðimanns ferðast sögumaður um sveitir Rússlands og hittir landeigendur, ráðsmenn, bændur og bóndakonur auk annarra minnisstæðra persóna. Hann lýsir þessu fólki með raunsönnum og eftirminnilegum hætti en sagan er þó ekki síður óður til rússneskrar náttúru, birkiskóganna og sveitarinnar.
Þegar bókin kom út árið 1852 var Túrgenev handtekinn og sendur í útlegð á ættaróðal sitt. Bókin er þó sögð hafa haft mikil áhrif á Aleksander II. Rússakeisara en það var hann sem steig loks það afdrifaríka skref að aflétta bændaánauðinni árið 1861.
Áslaug Agnarsdóttir íslenskaði og ritaði eftirmála.

Kortabók skýjanna
4.890 kr.Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum.
Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. Kortabók skýjanna er rómuð fyrir stílsnilld höfundar, hugmyndaríkan söguþráð, óvægna þjóðfélagsgagnrýni og hugvitssamlegan en jafnframt hjartnæman frásagnarmáta.
Helgi Ingólfsson íslenskaði.

Klingsor
4.690 kr.Þegar ungmennið Klingsor horfir á glasið halla sér frá lóðlínunni gerir hann sér ljóst að allt er lifandi, líka dauðir hlutir.Þar með er ljóst að hann verður ekki bara listamaður heldur listamaður með köllun.
Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju Torgnys Lindgrens þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Og enn gefst kostur á sagnaheimi þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms.
Heimir Pálsson íslenskaði.
Torgny Lindgren var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og leikskáld. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál.
Klingsor er fjórða skáldsagan eftir Torgny Lindgren sem Ugla hefur gefið út í öndvegisþýðingum Heimis Pálssonar. Hinar eru: Norrlands Akvavit, Lokasuðan og Biblía Dorés.

Hvalbak
5.190 kr.Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar, Veðurfregnir og jarðarfarir, vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.

Páfagaukagarðurinn
3.333 kr.Páfagaukagarðurinn er glæpasaga.
Höfundurinn, Akörn, er þjóðþekkt manneskja.
Önnur prentun bókar er breytt og betrumbætt. Fyrsta prentun er uppseld.

Dauðinn og stúlkan
4.590 kr.Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin glæsilega nítján ára gamla Vinca Rockwell í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Í hennar augum var ástin „allt eða ekkert.“ Þau áttu stefnumót eina vetrarnótt …
Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust, fyrir tuttugu og fimm árum, en munu nú hittast á bekkjarmóti. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku vetrarnótt koma í ljós?
Guillaume Musso er langsamlega vinsælasti höfundur Frakklands þessi árin og hafa skáldsögur hans verið þýddar á 40 tungumál og selst í yfir 33 milljónum eintaka um allan heim. Hann fæddist í Antibes í Suður-Frakklandi og býr í París. Þessi bók gerist í fæðingarbæ hans og er sannkallaður vegvísir um Antibes og sveitirnar umhverfis.
Kristín Jónsdóttir þýddi úr frönsku.

Fyrir vísindin
4.690 kr.Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim / getur ekkert að því gert að sum hús / eru í eðli sínu tilraunastofur / þakrenna dropamælir / þröskuldur loftvog / gluggi smásjá / glerskápur jarðskjálftamælir.
Anna Rós kveður sér hljóðs með vísindalegri nákvæmni í sinni fyrstu ljóðabók. Árið 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir „Skeljar“.

Þyngsta frumefnið
4.890 kr.Einn ástsælasti höfundur þjóðarinnar, Jón Kalman Stefánsson, sendir frá sér sína fimmtu ljóðabók. Umfjöllunarefnin eru víðfem: Vísindi og hið guðdómlega, ferðalög og hið djöfullega, samtíminn og sorgin; sem er þyngsta frumefnið ásamt söknuðinum.

Grár köttur, vetrarkvöld
6.490 kr.Hún strýkur leðrinu og áttar sig á því hvað það er orðið kalt. Hún verður að ræsa bílinn. Það er fyrsta skrefið.
Hitað sæti gæti breytt öllu. Ef hún gerir það ekki kemst hún aldrei héðan. Og varla eru til verri örlög en að sitja að eilífu fastur á frosnu bílastæði úti á Seltjarnarnesi?
Til hvers er lífið þegar kötturinn manns er týndur? Slík spurning gæti virst léttvæg, en þegar öllu er á botninn hvolft er þá eitthvað mikilvægara en að finna ylinn af öðru lífi?
Að vita af einhverju sem undirstrikar eigin mannleika? Eitthvað sem jafnvel mætti kalla ást?
Grár köttur, vetrarkvöld er loðin lýsing á þeirri upplifun að upplifa. Að þrá og þurfa og þjást og þakka fyrir að vera til. Allt eftir aðstæðum. Á meðan skuggarnir lengjast og rotturnar fara á stjá…

Sól rís á sláttudegi
6.490 kr.Þegar fimmtugustu Hungurleikarnir renna upp grípur um sig ótti í Panem. Í þetta sinn verða tvöfalt fleiri framlög tekin frá heimilum sínum til að taka þátt í leikunum. Haymitch Abernathy reynir að dvelja ekki of mikið við það heldur einbeitir sér að því sem skiptir hann mestu máli – að komast í gegnum daginn og vera með stúlkunni sem hann elskar.
Þegar nafn Haymitch er kallað upp hrynur veröldin. Hann er rifinn frá fjölskyldu sinni og unnustu og fluttur til þinghússins ásamt hinum þremur framlögunum úr tólfta umdæmi. Þegar leikar hefjast uppgötvar Haymitch að honum hefur verið stillt upp til að mistakast. En eitthvað innra með honum vill berjast … og láta þá baráttu óma langt út fyrir vígvöllinn.







