
Bláleiðir
14.990 kr.Bláleiðir er flettirit, listrænn leiðarvísir eða skýrsla um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá. Við sláumst í för með myndlistarkonu sem í fjöldamörg ár ferðaðist um landið og skráði hjá sér hugleiðingar og upplifanir. Í þeirri óvissuferð könnum við leiðir til að lesa og nema land. Ummerki veðurs, eilífir umhleypingar, umritanir og tilraunir birtast hér og gefa okkur hlutdeild í ævilangri leit og lífsafstöðu. Bláleiðir er innsýn í æviverk listakonu og móður sem umbreytir rústum til að skapa leikrými og jafnvægi milli fjölskyldulífs og listar, samræðu og íhugunar.





Ferðalag um Ísland – Úr myrkri til birtu
9.990 kr.Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni.
Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks umhverfis og menningar.
Bókin er á ensku og íslensku. Hún hefur að geyma 50 myndir og ljóð.


- -14%

Rétt áðan
Original price was: 6.990 kr..5.990 kr.Current price is: 5.990 kr..Árum saman hefur Illugi Jökulsson punktað hjá sér ýmislegt af því sem hann sér og heyrir, man og upplifir á ferðum sínum um lífið, samfélagið, veröldina, verslanirnar og heitu pottana. Hér eru þær sögur komnar í eina bók sprúðlandi fyndnar, nístandi átakanlegar, fallega hlýjar og allt þar á milli.

Óli K.
14.990 kr.Þegar Óli K. hóf störf á Morgunblaðinu árið 1947 var hann fyrsti fastráðni blaðaljósmyndarinn á Íslandi. Starfsævin spannaði um hálfa öld og á þeim tíma markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi á sviði íslenskrar menningar. Augnablik Íslandssögunnar urðu að sýnilegum minjum í myndum hans. Hann tók utan um andrúm og tilfinningar og gaf þeim form, gerði karla og konur að leikendum á sviði tímans var staddur þar sem sagan gerðist. Hér birtist úrval af verkum Óla K., bæði víðkunnar myndir sem óþekktar. Um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert, fjallað um uppvöxtinn í Reykjavík í skugga sviplegs fráfalls föður hans, námsárin í Bandaríkjunum og síðan þrotlausa elju við að ljósmynda lífið í landinu.

Þín eru sárin
5.490 kr.Einlæg og ögrandi skáldævisaga þar sem höfundur fjallar um eldfimt málefni af áræðni og hispursleysi. Tímabær og mikilvæg bók.
Þórdís Þúfa hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín, sem hafa m.a. verið gefin út á ensku og þýsku, auk þess sem ljóð hennar hafa birst í tímaritum víða um heim.













