
Handbók fyrir ofurhetjur – Sjöundi hluti: Endurheimt
3.390 kr.Ef eitthvað virðist ekki í lagi er mjög líklegt að það sé ekki í lagi. Börnunum sem voru numin á brott hefur verið skilað og íbúar Rósahæðar geta andað léttar. En er ekki eitthvað skrítið við endurheimtu börnin? Haga þau sér ekki dálítið undarlega? Og af hverju ætli ræningjarnir hafi bara sleppt þeim? Lísa og hinar ofurhetjurnar eru sannfærð um að það sé eitthvað dularfullt á seyði og eru harðákveðin í að komast að sannleikanum! Bókaröðin Handbók fyrir ofurhetjur hefur slegið í gegn á Íslandi, og víðar. Þetta er sjöunda bókin um ofurhetjuna Rauðu grímuna og vini hennar.

Handbók fyrir ofurhetjur – Sjötti hluti: Vonlaust
3.390 kr.Óttaslegið fólk getur verið hættulegra en það sem það hræðist. Rósahæð er í áfalli. Sjö börn í viðbót hafa horfið sporlaust og fólk er bæði hrætt og reitt. Af hverju gera lögreglan og Rauðan gríman ekki neitt? Getur bærinn ekki stólað á ofurhetjuna sína, nú þegar virkilega er þörf á? Lísa og félagar hennar eru þó að rannsaka málið í leyni og eru komin á slóð mannræningjanna. En það er eitthvað sem gengur ekki upp …
Handbók fyrir ofurhetjur bókaserían hefur slegið í gegn á Íslandi og víðar. Hér er kominn sjötti hlutinn um Rauðu grímuna og félaga hennar.

Handbók fyrir ofurhetjur – Fimmti hluti: Horfin
3.390 kr.Handbók fyrir ofurhetjur er bókaröð sem hefur farið eins og stormsveipur um Ísland og hin Norðurlöndin. Hér er fimmta æsispennandi bókin og upphafið á nýju ævintýri! Aðeins þau sem eru raunverulega sterk þora að sýna veikleika. Stórglæpamaðurinn Wolfgang situr á bak við lás og slá í Rósahæð. Það þýðir þó ekki að Lísa og Max geti slakað á. Dag einn gerist dálítið hræðilegt. Börn fara að hverfa um nætur. Eitt af öðru, algjörlega sporlaust. Fólkið í bænum er reitt af hverju finna Rauða gríman og Villta býflugan ekki börnin? Á sama tíma reynir Lísa að kenna Nikka og Róbert ofurkrafta en það gengur ekki vel. Allt í einu er hún búin að fá alla upp á móti sér. Hverjum getur hún treyst?

Handbók fyrir ofurhetjur – Fjórði hluti: Vargarnir
3.390 kr.Þegar það gerist sem maður óttaðist mest, þarf maður ekki lengur að vera hræddur við neitt.
Wolfgang, hættulegasti glæpamaðurinn í bænum, er búinn að ræna bæjarstýrunni og vill fá Rauðu grímuna í skiptum fyrir hana. Hann hefur lengi langað að hafa hendur í hári Lísu og nú virðist hann hafa fundið leið til að ná henni.
Lísa veit ekki hvað hún á að gera – reyna að bjarga sjálfri sér eða fórna sér til að bjarga bæjarstýrunni? Hjálpin berst úr óvæntri átt en spurningin er hvort Lísa geti treyst þessum nýju vinum sínum.
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í sínar eigin hendur.

Handbók fyrir ofurhetjur – Þriðji hluti: Alein
3.390 kr.Að vera ofurhetjan Rauða gríman hefur breytt öllu fyrir Lísu. Hún hefur öðlast áður ófundið sjálfstraust – en er samt ennþá einmana.
Á sama tíma óttast allir ræningjar og aðrir glæpamenn í Rósahæð að verða handsamaðir af hinni dularfullu ofurhetju. Allir nema Wolfgang, hættulegasti glæpaforinginn í bænum. Hann er orðinn þreyttur á afskiptum Rauðu grímunnar og ákveður að stöðva hana í eitt skipti fyrir öll.
Hröð, spennandi og hjartnæm saga um litla stelpu sem tekur málin í eigin hendur“

Handbók fyrir ofurhetjur – Annar hluti: Rauða gríman
3.390 kr.Ef mann dreymir nógu lengi um eitthvað sérstakt endar það með því að draumurinn rætist.
Það er komin ný ofurhetja í bæinn. Börnin í skólanum halda varla vatni yfir hinni stórkostlegu Rauðu grímu sem flýgur um og tekst á við bófa. Þau hafa ekki hugmynd um að hún er engin önnur en Lísa bekkjarsystir þeirra, sem alltaf er strítt. Síðan Lísa fann hina dularfullu „Handbók fyrir ofurhetjur“ á bókasafninu hefur hún verið að æfa sig í ofurkröftum – en núna stendur hún frammi fyrir erfiðasta verkefni sínu hingað til.
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem grípur til sinna ráða.

Handbók fyrir ofurhetjur – Fyrsti hluti: Handbókin
3.390 kr.Skyndilega sá Lísa að einn bókarkjölurinn í hillunni var næstum glóandi. Á honum stóð „Handbók fyrir ofurhetjur.“ Það var eins og bókin talaði til hennar, bæði hana að taka sig upp og byrja að fletta…
Lísu líður illa í nýja skólanum. Nokkrir strákanna leggja hana í einelti og á hverjum degi leitar hún skjóls á bókasafninu. Einn daginn rekst hún á bók sem inniheldur 101 æfingu fyrir þau sem vilja verða ofurhetjur. Getur verið að það sé hægt?
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í eigin hendur.


Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann
4.190 kr.Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lærir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík.
Bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.
Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hér kynnir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum. Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands.

Ævintýri Munda lunda
2.590 kr.Það verður uppi fótur og fit, eða öllu heldur loppur og sundfit, þegar Mundi lundi bætist í fjölskylduna. Þó hundarnir Spotti og Flækja vilji leika verður ekki það sama sagt um Ólíver sem stöðugt reynir koma fuglinum fyrir kattarnef. Saman lendir hópurinn í ótrúlegustu ævintýrum.


Þegar Ólíver talar
3.690 kr.Við höfum öll okkar fjölbreyttu blæbrigði og styrkurinn felst í því að þykja vænt um fjölbreytileikann og nýta allt sem við höfum til að gera lífið betra. Við getum verið stór, lítil, hávær, hljóð, góð á bókina og handlagin. Sumir tala mikið á meðan öðrum þykir betra að hlusta. Allt eru þetta kostir ef við leyfum okkur að sjá þá sem slíka og það er einmitt verkefnið sem Óliver tekst á við í þessari bók. Eitt af sérkennum Ólivers er að hann stamar og fá lesendur að sjá hvernig honum tekst að finna sjálfstraustið og leyfa samferðafólki sínu að njóta þess að heyra allt það áhugaverða sem hann hefur frá að segja.

Villueyjar (kilja)
2.790 kr.Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
Eftir það breytist allt.Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.
Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

Villueyjar
3.990 kr.Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.
Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.
Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.
Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.


VeikindaDagur
4.490 kr.Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
Þetta byrjaði allt þegar ég gleymdi að taka lyfin mín. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á hrollköldu stálborðinu.
Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
VeikindaDagur er æsispennandi hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Sögur þeirra og teikningar hafa heillað lesendur um árabil en í þessari blóðugu bók halda þau á nýjar og hræðilegar slóðir. Bókin er prýdd ótal ógnvekjandi teikningum og er ALLS EKKI fyrir viðkvæma!

Töfralandið
3.490 kr.Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka um leið og þú lest það!

Tumi fer til tunglsins
4.490 kr.„Til tunglsins hefur mig svo lengi langað…“ Ævintýraferð Tuma til tunglsins er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Bókin er listilega myndlýst.
Tumi litli getur ekki sofnað. Hann þiggur boð karlsins í tunglinu um að skreppa til hans „á góðra vina fund” og svífur af stað í rúminu sínu út í vornóttina. Á vegi hans verða forvitnir fuglar, lífsreyndir regndropar, börn frá öllum heimshornum og sjálfur karlinn í tunglinu sem hefur lengi gefið jarðarbúum gætur og á nú mikilvægt erindi við börnin.
Þessari ævintýraferð er hér lýst í skemmtilegu söguljóði og söngvum. Höfundurinn, Jóhann G. Jóhannsson, var um árabil tónlistarstjóri í leikhúsum borgarinnar þar sem hann lagði eitt og annað af mörkum á sviði barnamenningar, t.d. tónlistina við ævintýrasöngleikinn Skilaboðaskjóðuna.
Bókin er listilega myndlýst af Lilju Cardew, sem nýlokið hefur myndlistarnámi í Englandi þar sem hún vann 1.verðlaun í samkeppni um kápumynd fyrir útgáfurisann Penguin.

Stelpur stranglega bannaðar
4.390 kr.Bíddu ha?
Sónarmynd… í símanum hennar ömmu?
GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI?
Nýja stelpan í bekknum er búin að stela bestu vinkonu Þórdísar. Staða hennar sem eina stelpan í stórfjölskyldunni er kannski í hættu. Þórdís vonar að þetta séu óþarfa áhyggjur; að hún haldi stöðu sinni í fjölskyldunni og nái að endurheimta bestu vinkonu sína.
Hún þráir ekkert heitar en að allt verði eins og áður.





