
Amsterdam
1.290 kr.Tveir af fyrrum elskhugum Mollyar Lane biðu utan bálstofukapellunnar og sneru baki í napran febrúargjóstinn. Allt hafði þegar verið sagt, en þeir sögðu það samt á ný.
Á hrollköldum febrúardegi hittast tveir gamlir félagar, Clive Linley og Vernon Halliday, við útför Mollyar Lane. Clive er mikilsmetið tónskáld en Vernon ritstjóri útbreidds dagblaðs. Dagana eftir útförina þurfa þeir félagar að glíma við vanda sem hvorugur hafði séð fyrir og verða að taka afdrifaríkar, siðferðilegar ákvarðanir. En hvers vegna Amsterdam? Í hvaða hremmingum lenda þeir Clive og Vernon?
Ian McEwan hlaut virtustu bókmenntaverðlaun Breta, Booker-verðlaunin 1998, fyrir þessa bók.
Uggi Jónsson þýddi.









Sérðu það sem ég sé
1.290 kr.Sérðu það sem ég sé hefur að geyma tólf listilega samansettar smásögur sem veita ferskum og kitlandi andblæ inn í líf lesandans. Hér sýnir Þórarinn Eldjárn enn á ný að fáir standa honum á sporði í smásagnagerð.
Sögurnar eru ólíkar að efni og stil. Allar bera þær hins vegar merki einstakrar frásagnargáfu þar sem saman fer hnitmiðuð uppbygging og örugg tök á tungumálinu. Gamansemin er ismeygileg en reynist oft egghvöss þegar betur er að gáð og kippir stundum fótunum undan lesandanum.
Þórarinn kemur víða við í sögunum enda er honum fátt óviðkomandi. Hér segir af hremmingum íslenskra ungmenna í París, afdrifaríkum feluleik barna á Íslandi, deilum jurtasafnara og fuglaskoðara, magnaðri níðstöng og vandamálum við skráningu örnefna á íslenskum landnámsjörðum, svo fátt eitt sé nefnt.
Bækur Þórarins Eldjárns hafa um árabil notið mikilla vinsælda. Sérðu það sem ég sé mun án vafa auka hróður hans enn frekar.


