
Handbók fyrir ofurhetjur – Fyrsti hluti: Handbókin
3.390 kr.Skyndilega sá Lísa að einn bókarkjölurinn í hillunni var næstum glóandi. Á honum stóð „Handbók fyrir ofurhetjur.“ Það var eins og bókin talaði til hennar, bæði hana að taka sig upp og byrja að fletta…
Lísu líður illa í nýja skólanum. Nokkrir strákanna leggja hana í einelti og á hverjum degi leitar hún skjóls á bókasafninu. Einn daginn rekst hún á bók sem inniheldur 101 æfingu fyrir þau sem vilja verða ofurhetjur. Getur verið að það sé hægt?
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í eigin hendur.

Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann
4.190 kr.Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Hún rekst líka á alvöru sverð frá Finnlandi, lærir hrafl í frönsku og kemst að því að einu sinni bjuggu kindur í Reykjavík.
Bók um merkilega konu sem dreymdi um að verða skipstjóri en endaði sem forseti.
Rán Flygenring er einn fremsti teiknari landsins. Hér kynnir hún Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum. Fyrir hvert selt eintak af bókinni verður gróðursett tré í samstarfi við Yrkjusjóð Vigdísar og Skógræktarfélag Íslands.

Ævintýri Munda lunda
2.590 kr.Það verður uppi fótur og fit, eða öllu heldur loppur og sundfit, þegar Mundi lundi bætist í fjölskylduna. Þó hundarnir Spotti og Flækja vilji leika verður ekki það sama sagt um Ólíver sem stöðugt reynir koma fuglinum fyrir kattarnef. Saman lendir hópurinn í ótrúlegustu ævintýrum.

Þegar Ólíver talar
3.690 kr.Við höfum öll okkar fjölbreyttu blæbrigði og styrkurinn felst í því að þykja vænt um fjölbreytileikann og nýta allt sem við höfum til að gera lífið betra. Við getum verið stór, lítil, hávær, hljóð, góð á bókina og handlagin. Sumir tala mikið á meðan öðrum þykir betra að hlusta. Allt eru þetta kostir ef við leyfum okkur að sjá þá sem slíka og það er einmitt verkefnið sem Óliver tekst á við í þessari bók. Eitt af sérkennum Ólivers er að hann stamar og fá lesendur að sjá hvernig honum tekst að finna sjálfstraustið og leyfa samferðafólki sínu að njóta þess að heyra allt það áhugaverða sem hann hefur frá að segja.

Villueyjar (kilja)
2.790 kr.Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
Eftir það breytist allt.Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.
Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

Villueyjar
3.990 kr.Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.
Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.
Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.
Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur sem hlaut mikið lof fyrir sína fyrstu bók, Koparborgina. Koparborgin hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar en var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, auk Fjöruverðlaunanna í sínum flokki.

VeikindaDagur
4.490 kr.Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
Þetta byrjaði allt þegar ég gleymdi að taka lyfin mín. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á hrollköldu stálborðinu.
Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
VeikindaDagur er æsispennandi hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Sögur þeirra og teikningar hafa heillað lesendur um árabil en í þessari blóðugu bók halda þau á nýjar og hræðilegar slóðir. Bókin er prýdd ótal ógnvekjandi teikningum og er ALLS EKKI fyrir viðkvæma!

Töfralandið
3.490 kr.Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka um leið og þú lest það!


Sokkalabbarnir – Sóli fer á ströndina
2.190 kr.Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Sokkalabbarnir
4.490 kr.Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Skrímslin vakna
4.190 kr.Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til.
Skrímslin vakna er spennusaga sem gerist á Íslandi í framtíðinni, árið 2222, og er fyrri bók af tveimur sem fjallar um þau Kötu og Jarkó og hulinn heim náttúruskrímslanna.
