• Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

    Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

    Ferðalag langfeðganna heldur áfram. Nú fara þeir á Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Strandakirkju.

    Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar?

    Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum, nykur í Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni

    Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni

    Afi Magni og Aron magni halda í ferðalag á Bedfordinum. Í þetta sinn er ferðinni heitið að Hlíðarvatni þar sem langfeðgarnir ætla að veiða silung í net.

    Aron Magni hefur áhyggjur af því að nykurinn í Hlíðarvatni hafi vaknað um leið og skessuskammirnar í Þrengslunum en afi hefur litla trú á því.

    Þeir komast þó að raun um að sumar munnmælasögur eru dagsannar!

    Bergrún Íris myndskreytti bókina.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Iðnir krakkar

    Iðnir krakkar

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Tinna trítlimús – Vargur í Votadal

    Tinna trítlimús – Vargur í Votadal

    Tinna trítlimús er hugrakkasta músastelpan í Heiðmörk. Hún lendir í æsilegu ævintýri með besta vini sínum honum Kola kanínustrák þegar þau leggja af stað í hættulegan leiðangur til að sækja lyfjagras handa veikri ömmu Tinnu. Tinna og Koli verða að nýta allt sitt hugrekki til að bjarga lífi sínu og komast heim til ömmu.

    3.190 kr.
    Setja í körfu
  • Heyrnarlaust lýðveldi

    Heyrnarlaust lýðveldi

    Heyrnarlaust lýðveldi er nýstárleg og áhrifamikil ljóðabók sem fjallar um atburði í ónefndum bæ á stríðstímum. Þegar innrásarlið drepur heyrnarlausan dreng, verður byssuskotið það síðasta sem bæjarbúar heyra – allir missa heyrnina, en angist, reiði, skelfing og uppgjöf eru látin í ljós á táknmáli. Ljóðin eru tilfinningarík og dansa frjálslega á mörkum frásagnar og leikrits. Frásagnaraðferð skáldsins er bæði sérstæð og hrífandi, enda hefur bókin hlotið einróma lof og verið tilnefnd til verðlauna.

    Ilya Kaminsky fæddist í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, en fluttist til Bandaríkjanna ungur að árum og skrifar á ensku. Verðlaunabók hans Dansað í Ódessa kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar árið 2018.

    Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.

    3.790 kr.
    Setja í körfu
  • Jarðsetning

    Jarðsetning

    „Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey.“ Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar höfundurinn frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu. 
    Í Jarðsetningu fer höfundur með lesendur inn í stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og þaðan á vit hugmynda og drauma sem búa í hinu byggða.Anna María Bogadóttir arkitekt hefur gefið út bækur um arkitektúr og manngert umhverfi og ritstýrt bókum um sama efni. Í Jarðsetningu brúar hún bilið milli arkitektúrs og bókmennta í frumlegum texta og lifandi myndum.Samhliða bókinni gerði Anna María kvikmyndina Jarðsetning þar sem áhorfendur verða vitni að niðurrifi byggingarinnar og mæta afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar. Upptökur fóru fram á árunum 2017-2018 og hvílir bankabyggingin nú á urðunarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í bókinni eru bæði stillur úr kvikmyndinni og ljósmyndir eftir Önnu Maríu auk ljósmynda úr miðborg Reykjavíkur frá miðri 20. öld.

    Bókin er gefin út í samstarfi við Úrbanistan.

    7.990 kr.
    Setja í körfu
  • Nóra

    Nóra

    „Hvers vegna sögðu krakkarnir þetta? Var vestið ekki flott?“ Nóra er slegin út af laginu við leiðinlega athugasemd frá stórum krökkum á skólalóðinni og allt verður ómögulegt. Ljúf saga um tilfinningar og fallega vináttu. Nóra er önnur barnabók Birtu Þrastardóttur en áður hefur komið út eftir hana bókin Skínandi sem hlaut mikið lof.

    3.590 kr.
    Setja í körfu
  • Landnámur

    Landnámur

    Sögurnar þrjár sem hér birtast fjalla allar um einhvers konar landnám, síðbúið, vanbúið eða hreinlega búið.

    Brauðið er upphafskafli Skuggabox (1988) en hefur lifað sjálfstæðu lífi.

    Í Keflvíkingasögu (1992) og Önsu (1998) er landnámsþemað síðan spunnið áfram út frá óvenjulegri þráðarsjón.

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Eins og vax

    Eins og vax

    Eins og vax birtist upphaflega í samnefndu smásagnasafni (2002).

    Rakin er saga Vaxmyndasafnsins (1951-1971) eftir bestu heimildum og skýrt frá merkum uppákomum og dularfullum atvikum úr þeirri sögu.

    Hér birtist sagan endurbætt, aukin og myndskreytt.

    2.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hlustum frekar lágt

    Hlustum frekar lágt

    Þrjátíu og tvö áður óbirt háttbundin ljóð. Flest þeirra tvöföld eða þreföld í roðinu, þannig að í raun fylla þau næstum hundraðið. Hér er meðal annars fjallað um grímur og hornsíli, útfjólur og íslensku kerlinguna, fálka í fjósi og trójuhesta, hraðamet snigils og gildi þess að hlusta lágt, hjólbörur með vængi, tímareim sem fer og guð í augnhæðum.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Kyrr kjör

    Kyrr kjör

    Fyrsta skáldsaga Þórarins Eldjárns endurútgefin með nýjum eftirmála Bergsveins Birgissonar. Söguleg og þjóðsöguleg skáldsaga frá 1983 byggð á ævi kraftaskáldsins Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705). Þrátt fyrir fátæktarbasl og erfiða líkamlega fötlun náði Guðmundur miklum áhrifum og vinsældum sem eitt afkastamesta rímnaskáld allra tíma.

    3.390 kr.
    Setja í körfu
  • Dótarímur

    Dótarímur

    Þórarinn Eldjárn kveður hér um dót okkar og dótarí allt frá bolta yfir í íslenska tungu og flest þar á milli.

    6.390 kr.
    Setja í körfu