






- -30%



Náttúrulögmálin
1.990 kr.Náttúrulögmálin er söguleg skáldsaga þar sem brugðið er á leik með heimildir og staðreyndir svo úr verður karnivalísk og bráðskemmtileg frásögn af kaupstaðarlífi Ísafjarðar á miklum umbreytingatímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.
Snemmsumars árið 1925 kallar yngsti, fegursti og jafnframt óviljugasti biskup Íslands, séra Jón Hallvarðsson, til prestastefnu á Ísafirði. Megintilgangurinn virðist vera að storka þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. En með uppátæki sínu hleypir biskup af stað ófyrirsjáanlegri sjö daga atburðarás þar sem náttúra staðarins kallast á við náttúru mannsins.







Krýsuvík
1.290 kr.Höfuðlaust lík fnnst í hraungjótu við Krýsuvík. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er kallaður til.
Fyrr en varir er hann kominn á kaf í skuggaveröld þar sem erlendir verkamenn eru hafðir að leiksoppi og morðingi gengur laus.
Hörður hefur sinn hátt á að leysa erfið sakamál í spennutryllum Stefáns Mána. Hér tekur hann á öllu sínu til að leysa ráðgátur sem fléttast saman á ófyrirséðan hátt.


Læknishúsið
1.290 kr.Gamla Læknishúsið á Eyrarbakka á sér dularfulla sögu; eldar hafa kviknað, fólk hefur glímt við óútskýrð veikindi og óvænt dauðsföll orðið.
Rithöfundurinn Steinar varð hluti af sögu hússins þegar hann bjó þar í æsku hjá öldruðum frændum sínum, öðrum blindum, hinum mállausum. Mörgum árum síðar flytur hann aftur í húsið ásamt eiginkonu sinni sem er ólétt að tvíburum en hún er ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Íslands eftir bankahrunið.
Eftir komu hjónanna í húsið fer af stað spennandi og dulúðug atburðarás þar sem leyndir atburðir úr sögu hússins blandast saman við átök í samtímanum.
Bjarni Múli Bjarnason er margverðlaunaður höfundur en hann sýnir hér á sér nýja hlið. Sagan byggist á atburðum frá því að hann bjó sjálfur í Læknishúsinu ásamt eiginkonu sinni sem er fyrrverandi ráðherra. Bjarni er bókmenntafræðingur og höfundur tuttugu skáldverka sem meðal annars hafa komið út á færeysku, arabísku, þýsku og ensku. Verk eftir hann hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.


Auðlesin
990 kr.Auðlesin er bráðfyndin og beitt samfélagsádeila sem tekst á við þær stóru siðferðis- og sjálfsmyndarspurningar sem þúsaldarkynslóðin stendur frammi fyrir.
Hugsjónaskáldið Nína Kristín ætlar að bjarga heiminum með ljóðum sínum en allt gengur á afturfótunum og við blasir að hún neyðist til að flytja aftur inn á forpokaða foreldra sína. Bjartur er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg; réttsýnn og vinsæll umhverfisverndarsinni sem bjargar hunangsflugum í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. En hversu djúpt rista hugsjónir þeirra beggja þegar virkilega reynir á?

The Club
990 kr.There’s no place like Home . . .
The Home Group is a collection of ultra-exclusive private members’ clubs and a global phenomenon, and the opening of its most ambitious project yet – Island Home, a forgotten island transformed into the height of luxury – is billed as the celebrity event of the decade.
But as the first guests arrive, the weekend soon proves deadly – because it turns out that even the most beautiful people can keep the ugliest secrets and, in a world where reputation is everything, they’ll do anything to keep it.
If your name’s on the list, you’re not getting out . . .


