

Skáldleg afbrotafræði
1.290 kr.Skáldleg afbrotafræði er makalaus aldarfarssaga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar.
Nýjar hugmyndir eru á kreiki í veröldinni og upplýsingarstefnan að ryðja sér til rúms, meira að segja í örsmáu sjávarþorpi á hjara veraldar. Prestar og hreppstjórar ráða enn örlögum smælingja en alþýðan er farin að átta sig á óréttlætinu og það styttist í að hún láti verkin tala.
Hér eru ótal þræðir á lofti; gleði og sorg, kúgun og frelsi, sögulegur fróðleikur í bland við yfirskilvitleg fyrirbæri, magnaðar persónur og misfagrir hugarheimar – og allt þetta fellir höfundurinn saman í þéttan og margslunginn vef eins og honum er lagið.
Einar Már Guðmundsson hefur sent frá sér tugi skáldverka og hlotið fyrir þau ýmis verðlaun. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um lönd en sérstakra vinsælda nýtur hann í Danmörku, þar sem bækur hans koma nú út samtímis útgáfu hér heima.






Tugthúsið
1.990 kr.Sumarið 1757 báðu sýslumenn um leyfi til að hengja landsins lausgangara en var í staðinn gert að reisa tugthús. Næstu hálfu öld hírðust konur og karlar í Tugthúsinu við Arnarhól fyrir margvísleg brot við hörmulegar aðstæður. Löngu síðar hefur húsið virðulegra hlutverk en yfir því er enn ekki ró. Getur hugsast að ónotin í húsinu stafi af óeirð einhvers sem þar dvaldi og dó? Tugthúsið eftir Hauk Má Helgason er áhrifamikil skáldsaga sem varpar nýju ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta átjándu aldar, aumustu þegna landsins og valdhafana sem sýsluðu með örlög þeirra.

Ég var nóttin
990 kr.Ungur laganemi leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum. Leigusalarnir eru roskin hjón sem lifa í fortíðinni. Smám saman áttar stúdentinn sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð.
Eftir alllangt hlé sendir Einar Örn Gunnarsson nú frá sér nýja skáldsögu, Ég var nóttin. Sagan er frásögn ungs laganema sem leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum í Reykjavík árið 1985. Húsið var á sínum tíma með fallegustu glæsihýsum borgarinnar en er nú í niðurníðslu. Leigusalarnir eru roskin hjón, undarleg í háttum og lifa í fortíðinni og draumórum sínum. Sögumaður er varaður við hjónunum en smám saman aukast samskipti pilts við þau. Með tímanum fer hann að átta sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð. Þessi saga styðst við Næðing, skáldsögu höfundar frá árinu 1990.





Saga af hjónabandi
990 kr.Hvað er það sem gerist, þegar tvær manneskjur sem vilja hvor annarri ekkert nema það besta og hafa byggt upp fallegt og náið samband, missa tökin á tilfinningalífi sínu? Er hægt að komast til botns í ástinni? Er hægt að hlaupast undan henni?
Saga af hjónabandi er ísköld krufning á hinu fullkomna ástarsambandi – sem skyndilega fer að leysast upp. Maður og kona hafa búið saman í fjölmörg hamingjusöm ár, en allt í einu er fótunum kippt undan þeim og allar bjargir virðast bannaðar.
Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna fyrir þessa bók. Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit, barnabækur og greinasöfn og verið tilnefndur til fjölda verðlauna.
Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku.

Þakkarskuld
990 kr.Teheran, 1978: Nahid og Masood eru 18 ára gömul, ástfangin og byltingarsinnuð og staðráðin í að hrinda ríkisstjórn Íranskeisara og koma á lýðræði. Leynilegar aðgerðir þeirra eru hættulegar en ástríða og æskufjör gefur þeim kraft og áræði. Nótt eina leyfir Nahid yngri systur sinni að koma með þeim á fjölmenn mótmæli þar sem ofbeldi brýst út; Nahid missir tak á systur sinni og allt breytist …
Í kjölfarið neyðast Nahid og Masood til að flýja til Svíþjóðar til að tryggja öryggi sitt – og vegna þess að þau eiga von á barni. Þrjátíu árum seinna liggur Nahid á sjúkrahúsi, veik af krabbameini, og fer yfir líf sitt af dæmafárri hreinskilni þar sem allt er lagt undir.
Þakkarskuld er margrómuð skáldsaga um ást, sekt og drauma um betri tíma, kraumandi af bæði átakanlegri sorg og óslökkvandi lífsgleði.
Höfundurinn, Golnaz Hashemzadeh Bonde er fædd í Íran en uppalin í Svíþjóð.
Páll Valsson þýðir.



Hrollvekjur
14.990 kr.Hrollvekjur hefur að geyma úrval hryllingssagna, átta sögur eftir sjö höfunda frá ýmsum löndum, með myndum eftir Alfreð Flóka. Hér er að finna tvær sögur eftir meistara hrollvekjunnar, Edgar Allan Poe, einnig sögur eftir tvo aðra bandaríska höfunda og einn þýskan, þá eru sögur frá Spáni og Uruguay og loks saga eftir danskan nútímahöfund. Allt eru þetta snjallir höfundar á þessu sviði og ekki spilla hinar frábæru myndir Flóka áhrifunum: gáfa hans nýtur sín hvergi betur en við verkefni af þessu tagi. Þýðingar sagnanna eru einkar vandaðar, þýðendur eru Þórbergur Þórðarson, Guðbergur Bergsson, Úlfur Hjörvar, Árni Björnsson og Ingibjörg M. Alfreðsdóttir.





Ráðgátan Henri Pick
990 kr.Délphine verður stjarna í franska útgáfuheiminum þegar hún uppgötvar handrit eftir óþekktan höfund, Henri Pick. Bókin verður metsölubók en ekkja höfundar, sem er nýlátinn, kannast ekki við að hann hafi skrifað annað en einstaka innkaupalista í lifanda lífi. Frægur bókmenntagagnrýnandi sem má muna fífil sinn fegurri sér sér leik á borði að fletta ofan af ráðgátunni og komast í kastljósið á ný.
Hugmyndarík og skemmtileg skáldsaga eftir rithöfundinn, kvikmyndagerðarmanninn og tónlistarmanninn David Foenkinos sem er margverðlaunaðaur metsöluhöfundur í Frakklandi.
Þýðandi Yrsa Þórðardóttir.

Högni
1.990 kr.Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.
Hárbeitt samtímasaga en um leið bráðfyndinn samfélagsspegill og geymir margslungnar og lifandi persónur.Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. World Literature Today útnefndi bók hennar, Skjálfta, eina af 75 athyglisverðustu þýðingum ársins árið 2022.
