









Gargantúi og Pantagrúll
3.990 kr.Gargantúi og Pantagrúll er eitt þekktasta skáldverk sem ritað hefur verið á franska tungu fyrr og síðar. Þetta er flokkur fimm skemmtisagna eftir munkinn, lækninn, húmoristann og mannvininn François Rabelais (1484-1553), en fyrir þetta verk hefur Rabelais löngum verið settur á stall með klassískum höfundum á borð við Shakespeare, Dante og Cervantes. Hugmyndaflugið og frásagnargleðin er slík að lesandinn sogast inn í frásögnina og lendir með persónunum í ótrúlegustu ævintýrum, tekur þátt í spaklegum vangaveltum um aðskiljanlegustu málefni og skemmtir sér konunglega. Hann kynnist þar fjölda skrautlegra persóna, m.a. risahjónunum Grandgussa og Gargamelu og syni þeirra, átvaglinu Pantagrúl, raunum Panúrgs í kvennamálum og ferðalögum hans til furðulegra staða. En að baki glettninni býr þekking, viska og snörp ádeila höfundar sem var fjölfróðari en flestir samtímamenn hans. Ádeila hans á valdapot, menntasnobb, vanahugsun og helgislepju hverskonar kom illa við kaunin á samtímamönnum hans, einkum valda- mönnum kóngs og kirkju. Allar götur síðan hafa menn skipst í tvö horn í afstöðunni til verka Rabelais. Enda eru verk hans háskaleg fyrir þá sem ekkert skopskyn hafa. Fyrir alla aðra eru þau veisla.


Adventus Domini
4.190 kr.Það lak úr hálsinum á höfuðlausum manninum. Vínrautt teppið framan við rúmið var gegndrepa af blóði, sem hafði einnig sprautast yfir á vegginn andspænis. Annars leit herbergið á hótelinu í miðbæ Þórshafnar bara friðsamlega út. Hér hafði greinilega ekki verið neinn bardagi. Bara hrein aftaka.
Stuttu fyrir jól hringir umboðsmaður stórmeistarans í Möltureglunni í Hannis Martinsson og biður hann að taka á móti sér á umferðarmiðstöðinni, þegar hann kemur til Þórshafnar. Frá því að Maltverjinn kemur til Færeyja og til jóla, fara undarlegir og ofbeldisfulli atburðir að gerasr á ýmsum stöðum landsins. Þræðir liggja aftur til krossriddaranna á Rhodos á 16. öld og til S/S Sauternes sem sökk í Fugleyjarfirði í desember 1941. Múrinn í Kirkjubæ gegnir einnig hlutverki.


Ólyfjan
990 kr.Lífið er bara eitt stórt djók. Nei, svona í alvöru, sagði hann og yggldi sig framan í hana eins og til að segja að þar væri hún ekki undanskilin. Um leið og hann sleppti orðinu hugsaði hann með sér að hann hlyti að vera hálfgerður snillingur fyrir að hafa fundið upp á þvílíkri lífsspeki. Eða átti þetta kannski einungis við hans líf? Að hann væri djókið? Brandari bæjarins.
Ólyfjan er fyrsta skáldsaga Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur. Eitruð karlmennska og skáldsagnaformið allt er undir í þessari frumraun höfundar.










