



Dreymt bert
5.990 kr.Dreymt bert hefur að geyma prósaljóð og/eða örsögur sem áður hafa birst í bókum Þórarins Eldjárns.
Hér fá textarnir að viðra sig í nýju samhengi og í samspili við nýjar myndir eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur.
„Smáprósar Þórarins standa föstum fótum í raunveruleikanum og þurfa samt ekki á honum að halda; í þeirri þversögn blómstrar Þórarinn. Skemmtir þar sjálfum sér og lesendum“ segir Jón Kalman Stefánsson í káputexta.






Kvæði ’84
1.490 kr.Í einni af fyrri ljóðabókum sínum segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist“.
Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðis og tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: hús þess.
Kristján Karlsson er eitt af sérstæðustu skáldum samtímans, ef til vill nokkuð seintökinn, en þeim mun stórkostlegri við nánari kynni. Ljóðagerð hans verður sennilega ekki lýst öllu betur í örfáum orðum en með þessum ljóðlínum úr síðustu bók hans, – NEW YORK:
Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls
þess rök skulu geyma yður litla stund.

