



Kvæði 90
1.490 kr.Kvæði 90, sjötta ljóðabók Kristjáns Karlssonar, er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga, og vísar það til þess sviðs sem á er horft.
Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er útsýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og líkingum.
Hvað úr hverju, smám saman eða allt í einu muntu verða til, tvö forvitin augu
sem koma í ljós einhvern góðviðrisdag við sjó
2
marglitir veggsteinar týndra borga
liggja á víð og dreif í bláum sandi
og ambergris, grár klumpur mör búrhvalsins og
3
festi í ilmvötn virði milljóna grotnar
undir bakka en uppi yfir hring-
sólar mávurinn vængjaður óstillandi grun
(Þrjú fyrstu erindin úr kvæðinu Brim.)
Kvæði 92
1.490 kr.Í þessari bók leggur Kristján Karlsson meiri áherzlu á fjölbreytni en í nokkurri af fyrri bókum sínum allt frá hógværu og nákvæmu raunsæi til óhefts hugmyndaflugs. Samt liggur einn rauður þráður í gegnum þessa bók því að kvæði eftir kvæði fjallar um eðli og gildi skáldskaparins sjálfs í margskonar myndum og ýmist í gamni eða alvöru. Þessi kvæði binda bókina saman þrátt fyrir óvænt tilbrigði forms og efnis.


















Tvífari gerir sig heimakominn
1.490 kr.Tvífari gerir sig heimakominn er ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.

Troðningar
1.490 kr.Jón Hjartarson var um árabil leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur leikið ótal hlutverk á sviði, í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Jón er höfundur fjölmargra leikrita og leikgerða fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Hann hefur einnig skrifað samtalsbækur og samið fjölda skemmtiþátta, pistla og söngtexta. Troðningar er fyrsta ljóðabók hans.
