• Glass And God

    Glass And God

    Anne Carson’ s first full-length publication in Britain, Glass and God introduces an assured and challenging new voice: vivid, laconic, precise. Her ‘Short Talks’ are about everything from Sylvia Plath to Franz Kafka, from waterproofing to walking backwards; the brilliant long poem ‘The Glass Essay’ deals with the end of a contemporary love affair, but is haunted by the Brontë sisters. Blending the modern and the classical, Anne Carson writes with an intensity and an integrity that is transfiguring.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • -10% Þyngsta frumefnið

    Þyngsta frumefnið

    Einn ástsælasti höfundur þjóðarinnar, Jón Kalman Stefánsson, sendir frá sér sína fimmtu ljóðabók. Umfjöllunarefnin eru víðfem: Vísindi og hið guðdómlega, ferðalög og hið djöfullega, samtíminn og sorgin; sem er þyngsta frumefnið ásamt söknuðinum.

    Original price was: 4.890 kr..Current price is: 4.390 kr..
    Setja í körfu
  • Elemental Rebirth

    Elemental Rebirth

    Elemental Rebirth is a deeply personal healing journey, poetically woven through the voices of the elements – water, fire, air and earth.

    In her early thirties, Jósa Goodlife faced the life-altering challenge of overcoming cervical cancer through a hysterectomy. Yet, what began as a physical transformation became the gateway to a profound personal rebirth… one that you are invited to witness in this book.

    Elemental Rebirth is a gift to those willing to receive – a narrative that transcends the physical and dives into the heart of – what it means to be a human being, with all its struggles and sensitivities, grace and much beauty. It is not merely a story of survival, but a living testament to the power of embracing change and finding purpose along unexpected paths.

    With the energetic and poetic support of the elements, Jósa’s story invites readers on a creative journey through the swirling layers of the mind – touching the mysteries of life and death. It carries a wish for renewed hope, a call for more intentional living on this magical planet, and a gentle shedding of the heavy shadows cast by a mind-conditioned, results-driven society.

    At its heart, Jósa’s hope is to reconnect humanity with its innate purpose: to fall back in love with the miracle of existence. Through the restorative forces of the elements, we are reminded of our essential kinship with the natural world and with one another. And above all, to remember how the power of love will always guide us back home.

    7.490 kr.
    Setja í körfu
  • -33% Postulín

    Postulín

    Postulín er áhrifamikil ljóðabók um hamfarir, bæði þær sem ryðjast fram af slíku offorsi að þær setja mark sitt á allt samfélagið og þær persónulegu sem fæstir heyra nokkurn tímann af.

    Postulín er önnur ljóðabók Sunna Dísar Másdóttur en sú fyrri, Plómur, kom út árið 2022 og var tilnefnd til Maístjörnunnar. Ári síðar hlaut Sunna Ljóðstaf Jóns úr Vör. Fyrsta skáldaga hennar, Kul, kom út 2024. Ásamt höfundakollektífinu Svikaskáldum hefur Sunna gefið út fjórar ljóðabækur og skáldsöguna Olíu sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

    Original price was: 5.190 kr..Current price is: 3.490 kr..
    Setja í körfu
  • Rakt villiepli - Orðskjálfti #5

    Rakt villiepli – Orðskjálfti #5

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Morgunn í maí

    Morgunn í maí

    „ . . . Ég orti þetta nánast í einni lotu, því ég vissi að ef ég hefði hætt í miðjum klíðum þá hefði ég ekki getað haldið tóninum. Afturámóti hefur þessi bók verið í mér lengur en nokkur önnur sem ég hef skrifað. Ég hef eiginlega verið að yrkja þessi ljóð í upp undir tuttugu ár eða frá því fyrsta ljóðabókin mín, Borgin hló, kom út árið 1958. Ástæðan til þess að ég hef ekki lagt út í að glíma við þetta verkefni fyrr en nú er sú, að ég varð að yrkja áður þær bækur sem ég hef nú gefið út til þess að geta fundið þann tón, sem ég tel að hæfi þessum ljóðaflokki . . .

    Á þessum árum hrundi veröldin í kringum okkur. Það gamla stóðst ekki þau átök sem þarna urðu og fæðingarhríðirnar urðu meiri en áður, þegar nýr tími hefur fæðst. Þessi nýi tími spratt úr óhugnanlegasta harmleik sem mannkynssagan þekkir. Okkur fannst því ástæða til að binda miklar vonir við það sem á eftir kæmi. En þessar vonir hafa einatt verið vonbrigði. Kannski vegna þess að það var gerð atlaga gegn mörgu því besta sem við höfðum fengið í arf, verðmætum sem hefði verið ástæða til að hlú betur að. En um það var ekki hugsað. Menn voru svo uppteknir af að byggja upp nýja veröld eftir stríðið. Í þessu stríði og þeim hrunadansi sem fylgdi í kjölfarið urðu sem sagt margvísleg gömul verðmæti að engu. Þeirra á meðal var hefðbundið íslenskt ljóðform sem var að vísu byrjað að úreldast og staðna, og gat ekki sótt endurnýjun í annað en andstæðu sína. Það er gömul saga. Þessi ljóðabók mín, Morgunn í maí, fjallar um þennan tíma, og það hefði verið fölsun frá minni hendi að yrkja hana í formi sem var með öllu andstætt andrúmi íslensks þjóðfélags um þetta leyti. Ég gat hvorki ort hana í hefðbundnu íslensku ljóðformi né óbundnu formi. Ég varð að finna nýtt form sem umgjörð um lífið í þessum ljóðum. Ég hef því leitað að fyrirmyndum bæði í formi nýs og gamals tíma. Andspænis gengishruninu reyni ég að halda mér í einn og einn stuðul eða eitt og eitt rímorð, svona einsog þegar maður nær taki á snös í fallinu og handlásar sig svo upp á brúnina aftur . . . En nú höfum við Erró leitað saman að þessum tíma…“

    Úr samtali Árna Þórarinssonar við M. J. í Vísi, okt. 1977.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Horfumst í augu

    Horfumst í augu

    Ljóðin í þessari sterku og áhrifamiklu bók orti höfundur í minningu eiginmanns síns, Einars Eyjólfssonar (1956–2015). Ljóðin eru hjálpartæki höfundar til að syrgja og leið til að skilja söguna og bæta lífið. Skynjun og tilfinningar eru hornsteinar daglegs lífs og kærleikurinn vísar alltaf veginn.

    Horfumst í augu er önnur ljóðabók Sigrúnar Ásu Sigmarsdóttur (f.1957) sem sendi frá sér bókina Siffon og damask 2018.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Margbrotinn augasteinn
  • Vöggudýrabær

    Vöggudýrabær

    Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem voru vistuð þar framan af barnæskunni.
    Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Hóras prins af Hákoti

    Hóras prins af Hákoti

    Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu og er um tíma formaður 17. nefndar Reykjavíkurborgar og síðar forsætisráðherra en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Hóras prins af Hákoti er drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.

    4.390 kr.
    Setja í körfu
  • Af steypu

    Af steypu

    Afbók #5

    Dagblaðið frá því í gær er í öllum aðalatriðum það sama og dagblaðið í dag. Þar að auki er stór hluti alls þessa texta tilþrifalaus, smekklaus, lágkúrulegur og beinlínis heimskulegur. Nefljóð? Öngljóð? Gómljóð? Vefðu bókinni upp, stingdu henni í flösku og fleygðu henni í hafið. Það getur verið svo mikill léttir að komast í óhlutbundið efni eftir áralanga neyslu alþjóðlegra fríljóða. Djöfulsins skens og stælar alltaf hreint. Starðu á tungumálið þar til það brotnar. Til að sjá það þarf engin gleraugu. Reglubundin hrynjandi fannst honum svæfandi. Lítið annað en leikfimisæfingar. Nema fallega innbundið flúr í bókasafn hinna vel stæðu. Þetta er reiturinn sem við fengum þér. Bíttu gras og haltu sáttmálann. Hrein og klár minni- máttarkennd sem á rætur sínar í grárri forneskju. Líkt og sífrið í (misgömlum) ellibjúgum er nýjunin eilíf og ódrepandi. Lífið er stutt og klisjurnar eru margar.

    -Brot úr formála ritstjóra

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • hum it on the phone

    hum it on the phone

    The poems in hum it on the phone are made up of fragments from interdisciplinary artist Audrey Roger’s diary entries, notebooks, descriptions of dreams she has had, as well as from a range of found material clipped from exhibition reviews and press releases, national park guidelines, tarot and palmistry readings, walking guides, song lyrics, lifestyle/relationship web articles, fortune teller machine cards, film scripts, breathing techniques from a yoga manual, occult books, and immigration guidelines.

    3.490 kr.
    Setja í körfu