
Kvæði 87
1.490 kr.„SKÁLDI, sem ræktað hefur auðkennilegan persónulegan stíl og með honum fágaða tækni til að miðla öðrum heimssýn sinni og sköpunarþörf, eru ýmsar leiðir opnar, kjósi það á annað borð að hlýða fyrirmælum skáldagyðjunnar áfram og láta ekki staðar numið í endurtekningunni. Vissulega má deila um það hvenær ef nokkurn tíma tiltekið skáld standi frammi fyrir þessu átakamikla og oft á tíðum ósjálfráða uppgjöri við sjálft sig og listina, og reyndar hafa skriflegar vangaveltur af þessu tagi orðið eins konar atvinnugrein í ýmsum stærri menningarsamfélögum.
Einmitt í þessum sporum, þó að honum hafi ef til vill ekki verið það fyllilega ljóst, stóð Kristján Karlsson að loknu öndvegisverki sínu, New York. Verk hans voru orðin svo flókin og samtvinnuð þar sem hvert kvæði vitnaði til annarra á ótal vegu að hann var kominn að ystu mörkum almenns skilnings og átti á hættu að útiloka allt nema eigin hugarheim frá veröld kvæðanna einmitt vegna þess hve stórtæk og djúp skynjun hans var orðin. Nokkur kvæðanna í New York höfðu þegar birst sem sjálfstæðar nærmyndir í bók frá 1981 og hinn mikli bálkur um stórborgina var ekki annað en eðlileg útlistun og víkkun kjarnans. En varla voru menn búnir að átta sig á efnistökum skáldsins þegar út var komið annað safn, Kvæði 84, sem virðist að minnsta kosti fljótt á litið marka þáttaskil á skáldferli Kristjáns.“
„Hvert einasta atriði þeirra [kvæðanna] krefst þess af lesandanum, að hann byrji aftur og endurskoði verkin í heild og launar honum með nýrri innsýn. Fá skáld á okkar tímum, á Íslandi og þótt víða væri leitað, hafa slíka kosti til brunns að bera.“
Bernard Scudder
(Úr ritdómi í Skírni og ritgerð í Morgunblaðinu).Ofanskráð ummæli snerta vissulega kjarna málsins og eru jafnframt gott sýnishorn úr margvíslegum lofsamlegum dómum sem skáldskapur Kristjáns Karlssonar hefur hlotið.
Sú nýja bók sem nú birtist mun trúlega verða talin rökrétt framhald af Kvæðum 84, en á hinu er enginn vafi að hún markar ennþá ný þáttaskil í ljóðagerð höfundarins.



Hvert orð er atvik
1.490 kr.Hvert orð er atvik eftir þjóðskáldið Þorstein frá Hamri er átjánda ljóðabók hans með frumbirtum ljóðum. Þorsteinn yrkir ljóð sem hitta fólk í hjartastað, stundum grimm og áreitin, í annan tíma ljúfsár og blíð. Hvert orð er atvik er bók sem vísar í senn til sögu og fortíðar og inn í samtíðina þar sem þessi heiti, hreini skáldskapur á brýnt erindi og krefst íhugunar og afstöðu.
Þorsteinn frá Hamri hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal fremstu ljóðskálda sem ort hafa á íslenska tungu. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli (1958), aðeins tvítugur að aldri, hefur hann mótað og fágað ljóðstíl sinn, og oft er talið að honum hafi tekist sérlega vel að bræða saman hina gömlu ljóðahefð og stílbrögð nýrrar aldar, ljóðmál módernismans.





Það sem kann að leynast í eyra mínu
5.390 kr.Á sögulegum tímum þegar þörfin fyrir mannlegar sögur frá Gaza er brýnni en nokkru sinni fyrr, kynnir útgefandinn Kanínuholan með stolti ljóðabókina, Það sem kann að leynast í eyra mínu, mögnuðu verki eftir palestínska skáldið og Pulitzer-verðlaunahafann Mosab Abu Toha.
Í þýðingu Móheiðar Hlífar Geirlaugsdóttur.

Nox
11.990 kr.Nox is an epitaph in the form of a book, a facsimile of a handmade book Anne Carson wrote and created after the death of her brother. The poem describes coming to terms with his loss through the lens of her translation of Poem 101 by Catullus “for his brother who died in the Troad.” Nox is a work of poetry, but arrives as a fascinating and unique physical object. Carson pasted old letters, family photos, collages and sketches on pages.
The poems, typed on a computer, were added to this illustrated “book” creating a visual and reading experience so amazing as to open up our concept of poetry.

Bakgrunnurinn
5.990 kr.Ljóðabókin Bakgrunnurinn fjallar um umbreytingaskeið í lífi einstaklingsins og náttúrunnar. Ljóðin lýsa því sem við hverfum frá, skiljum eftir okkur og um leið því sem er væntanlegt. Ljóðin fjalla um árstíðaskiptin, persónulegan og almennan missi. Þau fást við dauðleika okkar, glötuð tækifæri, ástina, tengslalöngun okkar og tengslaskort, vorið sem kemur og fer en snýr þó aftur í ljóðunum.

