
Árniður að norðan
3.990 kr.Ljóðabókin Árniður að norðan er fyrsta bók Pálma Ragnars Péturssonar. Langflest ljóðanna eru prósar sem sum hver hafa dvalið með höfundi lengi. Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja. Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll. Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt.



Dóttir drápunnar: ljóð úr djúpinu
3.590 kr.Dóttir drápunnar er sjötta ljóðabók höfundar. Ljóðin eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúruna. Þetta eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum en einnig kemur við sögu feminsmi, loftslagsumræða og jafnrétti.

Vetrarmyrkur: dimmuljóðin
4.590 kr.Hér er ort um æskuna, sárin, móðurhlutverkið, minnisverðar persónur og náttúruna. Sum ljóðin eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum, en einnig koma við sögu málefni sem brenna á öllum: jafnrétti, hnattræn hlýnun og femínismi.

Ljóðasafn III – Gyrðir Elíasson
7.390 kr.Þrjár einstakar ljóðabækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil: Indíánasumar (1996), Hugarfjallið (1999) og Tvífundnaland (2003). Það er mikill fengur að þessari nýju útgáfu sem er hluti af heildarsafni verka skáldsins. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.

Draugamandarínur
4.590 kr.Hýðinu er flett af ávextinum. Fyrir innan leynist ýmislegt: matur, myrkur, minningar. Fyrir utan: vökult auga.
Draugamandarínur fjallar um hvað það merkir að gefa af sér. Verkið skoðar, í gegnum hrylling, smáatriði og rytma, þá athöfn sem fer fram þegar matar er neytt. Líkaminn skipar mikilvægan sess í textanum, horft er inn á við eins og í gegnum röntgengeisla og þar má meðal annars sjá sársauka, hungur og aldinkjöt.
„Birgitta dregur tjöldin frá, tendrar ljós.“
– Brynja Hjálmsdóttir
Hreinsunareldur
6.890 kr.Steindór Jóhann Erlingsson er vísindasagnfræðingur. Hreinsunareldur er fyrsta ljóðabók hans en árið 2023 kom út eftir hann Lífið er staður þar sem bannað er að lifa – Bók um geðröskun og von .
Tveir bræður
Þeir liggja þétt saman,
bræðurnir tveir.
Annar
er hrjúfari en hinn.
Þeir
veita mér styrk
í amstri dagsins.
Þrátt fyrir ólíkt útlit
minna þeir mig alltaf
á mýkt móður minnar,
steinarnir í vasanum.

Nokkur orð um notagildi lífsins og áður óþekkt ljóð
6.890 kr.Áleitin ljóðabók eftir eitt af okkar helstu skáldum.
Dóttur mína,
dána
dreymir mig ekki veika,
aldrei örkumla,
hröra
en þannig er huganum
farið
í fastasvefninum
mildi hans
máir burtu
miskunnarleysið,
þjáninguna
þar til maður
vaknar.

Lífið er undantekning
6.890 kr.Lífið er undantekning er níunda bók Sigurlínar Bjarneyjar. Fjölbreytt ljóðabók í efni og formi eftir eitt af okkar athyglisverðustu skáldum, sem síðast sendi frá sér nóvelluna Sólrúnu (2022) sem vakti mikla athygli.
Við skulum faðmast inni og úti,
uppi á heiði, úti í móa, í fjöru, ofan í dal,
uppi á fjalli og í fjallshlíð,
í grænni lautu, á gróinni umferðareyju, eyðieyju, eldfjalli,
jökli, í snjóhúsi
djúpt ofan í myrkum skógi
við fossa, læki og vötn (uppistöðulón)
í sjónum
í náttúrulaugum og hverum
byggðasafninu á Skógum
á veiðilendum
á söguslóðum, hálendi, láglendi
skrúðgörðum og kartöflugörðum
innan um rabarbara
með mosa í hárinu og mold á milli tánna
- -15%

Síðasta sumar lífsins
Original price was: 4.690 kr..3.990 kr.Current price is: 3.990 kr..Síðasta sumar lífsins er ljóðsaga sem segir frá tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri sólríkri eyju. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025.

The Poetic Edda
3.490 kr.‘She sees, coming up a second time, Earth from the ocean, eternally green;the waterfalls plunge, an eagle soars above them,over the mountain hunting fish.’
After the terrible conflagration of Ragnarok, the earth rises serenely again from the ocean, and life is renewed. The Poetic Edda begins with The Seeress’s Prophecy which recounts the creation of the world, and looks forward to its destruction and rebirth. In this great collection of Norse-Icelandic mythological and heroic poetry, the exploits of gods and humans are related.
The one-eyed Odin, red-bearded Thor, Loki the trickster, the lovely goddesses and the giants who are their enemies walk beside the heroic Helgi, Sigurd the Dragon-Slayer, Brynhild the shield-maiden, and the implacable Gudrun. New in this revised translation are the quest-poem The Lay of Svipdag and The Waking of Angantyr, in which a girl faces down her dead father to retrieve his sword. Comic, tragic, instructive, grandiose, witty and profound, the poems of the Edda have influenced artists from Wagner to Tolkien and a new generation of video-game and film makers.
