
Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn
4.990 kr.Örlagasögur af Íslendingum
Um aldir var Kaupmannahöfn höfuðborg Íslendinga. Þaðan var landinu stjórnað, þar stunduðu menn framhaldsnám eða afplánuðu tukthúsvist. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók rekur Björn Th. Björnsson þróun borgarinnar, fjallar um sögufrægar byggingar og rifjar upp örlagasögur af Íslendingum sem þangað sigldu, bæði broslegar og átakanlegar. Hér koma Fjölnismenn við sögu, Jónshús, furðufuglinn Þorleifur Repp, Jóhann skáld Sigurjónsson, Árnasafn og íslenskir námsmenn á Gamlagarði, svo nokkuð sé nefnt. Bókin kom fyrst út árið 1961 og hefur lengi verið ófáanleg, en nú hefur textinn verið aukinn og lagaður að breyttum aðstæðum. Einnig eru á þriðja hundrað nýjar ljósmyndir í bókinni og hverjum kafla fylgir götukort sem gerir bókina handhæga til að rata eftir um Íslendingaslóðir. Hinir vinsælu sjónvarpsþættir höfundar um Íslendinga í Kaupmannahöfn voru byggðir á nokkrum köflum úr bókinni.

Íslensk listasaga I-V
14.990 kr.Íslensk listasaga er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Bindin eru gefin út samtímis í vandaðri öskju og er verkið allt um 1400 blaðsíður. Ritstjóri verksins er Ólafur Kvaran en fjöldi höfunda kemur að verkinu.
Í Íslenskri listasögu er lögð sérstök áhersla á einkenni íslenskrar myndlistar á hverju tímaskeiði, sögulegt samhengi hennar og samband við alþjóðlega listasögu. Í umfjöllun og túlkun höfundanna er þannig leitað svara við ýmsum sameiginlegum spurningum en jafnframt eru áherslur þeirrar ólíkar því viðfangsefnin eru um margt ólík.
Í verkinu eru litljósmyndir af á annað þúsund listaverkum, sem varðveitt eru á söfnum hérlendis sem erlendis eða eru í einkaeigu, og yfirgripsmikill fróðleikur um listasögu Íslendinga á einum stað. Útgáfa Íslenskrar listasögu er því mikið menningarlegt framlag enda er markmiðið með útgáfunni ekki aðeins að gera grein fyrir sögu íslenskrar myndlistar heldur einnig að styrkja og móta hugmyndir okkar um myndlist þjóðarinnar, sameiginlega arfleifð hennar og sjálfsmynd.


Heimsmynd á hverfanda hveli II
4.990 kr.Saga vísinda frá Brúnó til Newtons+
Hvaða mynd getum við gert okkur af heiminum út frá því sem sést með berum augum? Hvernig þróaðist stjarnfræðin á bökkum Nílar? Hvernig gat atómhugmyndin orðið til með Forngrikkjum? Var bara myrkur á miðöldum? Hvernig litu kirkjufeðurnir á heiðna þekkingu? Hvað lögðu Arabar til mála? Í hverju fólst bylting Kóperníkusar? Þessar spurningar og margar fleiri ræðir Þorsteinn Vilhjálmsson í Heimsmynd á hverfanda hveli. Í þessu fyrra bindi verksins er rakin saga vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni, frá öndverðu til Kóperníkusar. Frásögn Þorsteins er fróðleg og aðgengileg og bókin öll prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Hún er skemmtileg aflestrar, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum, um leið og hún bregður birtu sögunnar á okkar eigin vísindaskilning og heimssýn.
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1940) er dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur numið og starfað við háskóla í Danmörku og Bandaríkjunum og kennt stjörnufræði og vísindasögu auk eðlisfræðinnar, en þær greinar fléttast saman í þessari bók.

Heimsmynd á hverfanda hveli I
4.990 kr.Heimsmynd vísinda frá öndverðu til Kóperníkusar
Hvaða mynd getum við gert okkur af heiminum út frá því sem sést með berum augum? Hvernig þróaðist stjarnfræðin á bökkum Nílar? Hvernig gat atómhugmyndin orðið til með Forngrikkjum? Var bara myrkur á miðöldum? Hvernig litu kirkjufeðurnir á heiðna þekkingu? Hvað lögðu Arabar til mála? Í hverju fólst bylting Kóperníkusar? Þessar spurningar og margar fleiri ræðir Þorsteinn Vilhjálmsson í Heimsmynd á hverfanda hveli. Í þessu fyrra bindi verksins er rakin saga vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni, frá öndverðu til Kóperníkusar. Frásögn Þorsteins er fróðleg og aðgengileg og bókin öll prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Hún er skemmtileg aflestrar, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum, um leið og hún bregður birtu sögunnar á okkar eigin vísindaskilning og heimssýn.
Þorsteinn Vilhjálmsson (f. 1940) er dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur numið og starfað við háskóla í Danmörku og Bandaríkjunum og kennt stjörnufræði og vísindasögu auk eðlisfræðinnar, en þær greinar fléttast saman í þessari bók.


Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein?
1.290 kr.Í tilefni sýningarinnar Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? hafa verið teknir saman fjölbreyttir textar eftir myndlistarmenn, skáld, hugsuði, fjallagarpa og fræðimenn frá upphafi 20. aldar til samtímans. Textarnir fjalla allir um víðerni Íslands og spretta úr frjóum jarðvegi þar sem afstaða höfunda endurspeglar tíðaranda en einnig tilfinningu þeirra fyrir ósnortinni náttúru landsins. Innblásnir og áhrifamiklir textar úr ýmsum áttum, ljóð, dagbókarfærslur og fræðigreinar – en einnig hversdagslegar hugleiðingar um hálendið.
Komdu í ferðalag með höfundunum um víðerni landsins!

Ég er þinn elskari
1.990 kr.Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832
Erla Hulda Halldórsdóttir bjó til prentunar og skrifaði inngang




