



Flögð og fögur skinn
2.990 kr.Orðatiltækið hefur margar skemmtilegar vísanir í líkamstungumál gróteskunnar og hrollvekjunnar. „Fagurt skinn“ vísar beinlínis í form líkamans sem er afmarkað og rammað inn af húðinni og þannig opinberast um leið formleiki formsins; það er dregið fram og undirstrikað að hið fagra form er ekkert annað en form, rammi eða afmörkun sem hylur og felur gróteskuna undir niðri. Þannig er ljóst að hið fagra skinn er ekkert annað en yfirskin(n), og að öll erum við flögð undir fögrum skinnum.
Ritstjóri:
Jón Proppé
Í ritstjórn sátu:
Úlfhildur Dagsdóttir, Hannes Sigurðsson, Guðni Elísson, Dagný Kristjánsdóttir, Geir Svansson og Eiríkur Guðmundsson.



Einn af okkur – Saga af samfélagi
990 kr.Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum. Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu, afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni hélt að hann væri hommi en Kúrdanum sem átti kebabstaðinn í plássinu fannst hann vera vingjarnlegasti Norðmaður sem hann hafði nokkurn tímann hitt.
Einn af okkur er áhrifamikil saga fólks í leit að samastað innan ramma samfélagsins. Rashid-systurnar frá Nesodden. þrír vinir frá Troms. Ungur maður frá Ósló. Öll hittust Þau í Útey 22. júlí 2011.
Einn af okkur lýsir voðaverkum og hryllingi en hún er líka mögnuð og mikilvæg samtímasaga um von og höfnun, ást og fordóma.
Åsne Seierstad er margverðlaunaður stríðsfréttaritari og rithöfundur, einna þekktust fyrir Bóksalann í Kabúl sem naut fádæma vinsælda og kom út á fjöldamörgum tungumálum. Eftir að Anders Behring Breivik kom fyrir sprengju í stjórnarhverfinu í Ósló og myrti 69 manns í Útey hóf Seierstad í fyrsta sinn að skrifa um sína eigin þjóð.


The Coocoo’s Nest
10.890 kr.Þau Lucas Keller og Íris Ann Sigurðardóttir hafa undanfarið unnið hörðum höndum að nýrri matreiðslubók þar sem þau gera upp tíu farsæl ár sem eigendur veitingastaðarins, The Coocoo’s Nest sem var staðsett í gömlu Verbúðunum út á Granda. Aðdáendur geta nú framreitt himneskan bröns í heimahúsi að hætti Coocoo’s Nest. Í bókinni má finna flest allar uppskriftirnar sem glöddu landann í heilan áratug. Lucas eldaði sig í gegnum Coocoo’s árin og Íris Ann myndaði allt ferlið en úr því varð glæsileg og eiguleg matreiðslubók fyrir sanna matgæðinga.


Nóttin sem öllu breytti: snjóflóðið á Flateyri
1.290 kr.Allir sem muna snjóflóðið á Flateyri 1995 vita hversu gríðarþungt höggið var. Öll þjóðin var harmi slegin. En vitaskuld var áfallið mest og þyngst fyrir Vestfirðinga, Flateyringa – fólkið sem missti heimili sín, ættingja og vini, glataði í senn fortíð sinni og þeirri framtíð sem hefði átt að bíða.
Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul, ein heima með systur sinni og vini hennar, nóttina afdrifaríku sem flóðið féll og splundraði húsinu þeirra og mörgum húsum í grennd. Klukkustundum saman lá hún undir snjófarginu meðan örvæntingarfullt björgunarfólk hamaðist við leit í öngþveitinu sem ríkti í þorpinu. Sóley var heppin; hún lifði af. Ekki systir hennar og nítján aðrir.
Hér segir Sóley sögu sína og fólksins síns, sem jafnframt er saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakanleg saga en um leið lærdómsrík. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson.

Ríkisfang: Ekkert
1.290 kr.Haustið 2008 flúðu átta fjölskyldur skelfilegar aðstæður í Al Waleed-flóttamannabúðunum og fengu hæli á Akranesi. Allt voru þetta einstæðar mæður með börn, af palestínsku bergi brotnar en höfðu alið allan sinn aldur í Írak. En hvað rak þær á flótta?
Sigríður Víðis kynntist konunum og sögu þeirra og fjallar hér af yfirsýn og þekkingu um landlausa Palestínumenn, innrásina í Írak, flóttamannabúðir í einskismannslandi og leiðina löngu á Skagann. Í forgrunni eru tvær þeirra kvenna sem hingað komu: Ayda sem varð að skilja elsta barnið sitt eftir í Írak og Lína sem flúði ásamt þremur ungum börnum og fann hamingjuna á ný á Íslandi.
Ríkisfang: Ekkert er einstök frásögn um pólitísk átök undangenginna áratuga í Mið-Austurlöndum og fólkið sem lifir og hrærist í skugga þeirra.
