
Matur í boði – Uppskriftir frá Laufásborg
5.000 kr.Matur í boði er uppskriftabók með fjölda girnilegra og einfaldra uppskrifta sem börn elska.
Einfaldar, góðar uppskriftir fyrir ýmis tilefni, kvöldmat, snarl eða veislur:
- Uppskriftir frá kokkinum á Laufásborg og frá foreldrum leikskólabarna sem eru að læra að borða alls konar mat.
- Uppskriftir bæði fyrir þau sem eru vegan og þau sem eru það ekki.
- Uppskriftir sem börn geta verið með í að útbúa, eða útbúið sjálf.
- Uppskriftir að Laufásborgarmúslíinu fræga og spínatpastanu sem allir elska!
Falleg uppskriftabók fyrir alla fjölskylduna ❤️

Vending
3.490 kr.Bók fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti. Fólk sem vill tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri. Bókin fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross.
Hún er fyrir þau sem langar til að tileinka sér annan lífsstíl en vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika. Efnið er skrifað þannig að málið snýst einnig um að auka líkur á að lesanda takist að ná markmiðum sínum, vinna þau verk sem hann hefur metnað til að vinna.

Helguleikur
5.990 kr.Í bókinni Helguleikur segir frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu barokktónlistar á Íslandi. En einnig er hér gerð grein fyrir alþjóðlegum straumum í tónlist frá 18. öld til okkar daga. Lesandinn er leiddur inn í heillandi sögu frumherja í tónlistarstarfi sem gerðu jafnvel Bach að Biskupstungnamanni.
Í bókinni er rakið hvernig semballeikarinn Helga Ingólfsdóttir breytti hugmyndum manna um barokktónlist en var jafnframt öflugur túlkandi nýrrar tónlistar enda heilluðust tónskáld af leik hennar og hljóðfæri og tileinkuðu henni verk sín. Gerð er tilraun til að greina stefnur og strauma í nýrri íslenskri tónlist og fjallað um þá viðleitni íslenskra tónskálda að segja sögur í tónlist sinni. Getur einleiksverk fyrir sembal fjallað um hallarrústir í frumskógum Víetnams?
Bókinni fylgja sex hljómdiskar með leik Helgu.

Ég skapa – þess vegna er ég
1.990 kr.Þórbergur Þórðarson fjallaði mikið um sjálfan sig í sínum skrifum, en líka samferðafólk, hugmyndir samtímans, trúarbrögð og stjórnmál.
Mörk skáldskapar og ævisögu eru ekki glögg en stíllinn og listfengið í frásögninni hafa tryggt vinsældir bóka hans.
Soffía Auður Birgisdóttir hefur lengi rannsakað skrif Þórbergs. Ég skapa – þess vegna er ég er aðgengilegt rit um skrif þessa makalausa ritsnillings, Þórbergs Þórðarsonar. Bókin byggir á margra ára rannsóknum og er yfirgripsmikil heildarútekt á höfundarverki Þórbers.

Leit mín að framlífi
2.990 kr.Elínborg Lárusdóttir hefur um áratuga skeið verið einn helzti merkisberi spiritismans á Íslandi og þeim tíma haft náið samstarf við marga forystumenn sálarrannsóknarmanna. Hún hefur skrifað bækur um miðlana Hafstein Björnsson, Andrés Böðvarsson og Kristínu Kristjánsson, auk annarra bóka um dulræn efni. Þessi bók hennar, um eigin reynslu á langri ævi, er e.t.v. persónulegust allra skrifa hennar um þetta „mikilvægasta mál í heimi“. Oft hefur það borið við, að hinir látnu vitja hennar og biðja hana fyrir skilaboð til ástvina sinna. „Hinir látnu koma og tala við mig, eins og maður talar við mann. Þetta er ótrúlegt og furðar mig ekki þótt einhver, sem einhverntíma les þetta, rengi það . . . . finnst mér skylda mín að segja allan sannleikann í þessu efni, eins og ég skynja hina dularfullu atburði, sem ég nú orðið hef sjálf mikla og margs konar reynslu af“, segir á einum stað í bókinni. – Trúarvissa og staðföst sannfæring Elínborgar Lárusdóttur um framlíf að jarðvist lokinni, mun óefað veita mörgum huggun og styrk er efinn gerist áleitinn.

Konurnar á Eyrarbakka
7.990 kr.Konurnar á Eyrarbakka fjallar um líf og störf kvenna í sjávarþorpi sem eitt sinn var aðalverslunarstaður Suðurlands. Eyrarbakki er ríkur af sögu kvenna, sögu um lífið innan og utan heimila og milli húsa sem einhvern veginn var meira samtvinnað en það er í dag. Hjálpsemi, nýtni og þrautseigja einkenndi tilveruna þar sem konur höfðu stóru hlutverki að gegna í ósýnilegu hagkerfi en voru aldeilis ekki ósýnilegar þá frekar en nú þó ekki hafi farið miklar sögur af þeim.
Í bókinni eru viðtöl við konur og viðtöl við ættingja, konur og karla, um konur sem eru fæddar á tæplega hundrað ára tímabili, ýmist innfæddar, aðfluttar eða brottfluttar. Ekki eru sagðar sérstakar frægðarsögur heldur sögur af hversdagslífi og störfum kvenna sem hafa breyst í áranna rás.


101 dagur í Bagdag
990 kr.Åsne var í Bagdad þegar fyrstu sprengjurnar féllu á borgina og þar til yfir lauk var hún í hringiðu atburða og flutti fréttir af vettvangi. Í bókinni lýsir hún því sem á daga hennar dreif, en á tíu ára ferli sínum sem stríðsfréttamaður segist Åsne aldrei hafa unnið við erfiðari aðstæður en í Írak. Hún dregur upp áhrifamiklar myndir úr stríði sem segja mikla sögu af lífi venjulegs fólks við hrikalegar aðstæður.
„Þetta er bók um ferð blaðamanns, stríð og fólk í stríði. Í hundrað og einn dag, frá því í janúar og fram í apríl 2003, reyndi ég að miðla því sem ég upplifði í Bagdad … Áður en stríðið braust út þurfti að kljást við grundvallarvanda: Enginn sagði orð. Írakarnir töluðu undir rós og af miklum barnaskap – af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust eða láta uppi hvað þeir voru að hugsa.“
Åsne Seierstad er heimsþekktur stríðsfréttaritari. Sérstaklega hefur raunsæ umfjöllun hennar um ástandið í Afganistan og Írak eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 vakið mikla athygli. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og öðlaðist heimsfrægð fyrir metsölubókina, Bóksalann í Kabúl. Bók hennar, 101 dagur í Bagdad, hefur hlotið frábærar viðtökur og er af mörgum talin áhrifamesta lýsing á Íraksstríðinu sem völ er á.


The Serviceberry
4.690 kr.As indigenous scientist and author of Braiding Sweetgrass Robin Wall Kimmerer harvests serviceberries alongside the birds, she considers the ethic of reciprocity that lies at the heart of the gift economy. How, she asks, can we learn from indigenous wisdom and the plant world to reimagine what we value most?
Our economy is rooted in scarcity, competition, and the hoarding of resources, and we have surrendered our values to a system that actively harms what we love. Meanwhile, the serviceberry’s relationship with the natural world is an embodiment of reciprocity, interconnectedness, and gratitude.
The tree distributes its wealth—its abundance of sweet, juicy berries—to meet the needs of its natural community. And this distribution ensures its own survival. The Serviceberry is an antidote to the broken relationships and misguided goals of our times, and a reminder that “hoarding won’t save us, all flourishing is mutual.”


