
Jarðsetning
7.990 kr.„Við sýnum teikningar og módel af nýjum byggingum og skálum fyrir því þegar þær rísa. Við leggjum hornsteina og höldum reisugilli. Niðurrif og jarðsetning bygginga fer hins vegar iðulega fram í kyrrþey.“ Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar höfundurinn frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu. Í Jarðsetningu fer höfundur með lesendur inn í stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og þaðan á vit hugmynda og drauma sem búa í hinu byggða.Anna María Bogadóttir arkitekt hefur gefið út bækur um arkitektúr og manngert umhverfi og ritstýrt bókum um sama efni. Í Jarðsetningu brúar hún bilið milli arkitektúrs og bókmennta í frumlegum texta og lifandi myndum.Samhliða bókinni gerði Anna María kvikmyndina Jarðsetning þar sem áhorfendur verða vitni að niðurrifi byggingarinnar og mæta afli vélarinnar og kröftum náttúrunnar. Upptökur fóru fram á árunum 2017-2018 og hvílir bankabyggingin nú á urðunarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í bókinni eru bæði stillur úr kvikmyndinni og ljósmyndir eftir Önnu Maríu auk ljósmynda úr miðborg Reykjavíkur frá miðri 20. öld. Bókin er gefin út í samstarfi við Úrbanistan.

Fuglar
5.890 kr.Varúð!
Þetta er ekki góð fuglagreiningarbók. Fuglarnir í henni eru illa teiknaðir og textinn fullur af fordómum og tilgerð. Vert er að hafa það í huga við lesturinn. Hafir þú hins vegar áhuga á krassandi sögum af áhættusækni, skrautfíkn og ástarlífi íslenskra fugla, og hvers kyns sérvisku sem tengist þeim, þá er þetta rétta bókin fyrir þig.
Falleg bók um íslenska fugla fyrir alla fjölskylduna. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvarlega og niðurstað er einstök og óvenjuleg en um leið fræðandi bók um íslenska fugla.

Fínir drættir leturfræðinnar
4.390 kr.Fínir drættir leturfræðinnar var gefin út árið 1987 á sjö tungumálum, en kemur nú út í fyrsta skipti á íslensku. Bókin fjallar á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um þá þætti sem skipta sköpum þegar læsileiki texta er annars vegar, svo sem bókstafina, orðið, línuna og andrýmið. Hér er þó um meira en handbók að ræða. Hvernig má það vera, spyr Jost Hochuli, að farið sé eftir öllum kúnstarinnar reglum en yfirbragð bókarinnar sé samt sem áður leiðinlegt? Hér má finna ýmsar lausnir, ekki síst í umbroti og framleiðslu bókarinnar sjálfrar.
Svissneski leturfræðingurinn Jost Hochuli hefur lengi notið alþjóðlegrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um árabil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss, skrifað bækur á sviði grafískrar hönnunar og ritstýrt og hannað ritraðir í faginu. Jost Hochuli hefur margoft haldið sýningar bæði í heimalandinu Sviss sem og víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bókahönnun, til að mynda í samkeppnunum Fegurstu bækur Sviss og Fegurstu bækur í heimi.





















