

Þögn – á öld hávaðans
1.290 kr.Geti ég ekki gengið, klifrað eða siglt frá heiminum hef ég kennt mér að loka hann úti.
Það tók tíma að læra þetta. Það var ekki fyrr en mér varð ljóst að ég hafði grundvallarþörf fyrir þögn, að ég gat byrjað að leita hennar – og þarna, djúpt undir glym umferðar og hugsana, tónlistar og vélarhljóða, snjallsíma og snjóblásara var hún og beið mín. Þögnin.
Í þessari einstöku bók spyr norski ævintýramaðurinn Erling Kagge þriggja spurninga: Hvað er þögn? Hvar er hún? Af hverju er þögnin núna mikilvægari en nokkru sinni í sögu mannkyns? Í kjölfarið gerir hann 33 tilraunir til að svara þessum spurningum.
Erling Kagge nýtir einstæða lífsreynslu sína á mörgum sviðum til að nálgast viðfangsefni sitt – mátt þagnarinnar.
Magnús Þór Hafsteinsson íslenskaði.
Norðmaðurinn Erling Kagge (1963) er lögfræðingur að mennt auk þess sem hann las heimspeki við Cambridge-háskóla. Hann er víðfrægur pólfari, fjalla- og siglingagarpur, stórvirkur bókaútgefandi (Kagge forlag), rithöfundur og listaverkasafnari. Hann gekk fyrstur manna á skíðum bæði á norðurpólinn og suðurpólinn án utanaðkomandi aðstoðar. Í kjölfarið kleif hann hæsta tind heims, Everest-fjall. Þar með varð hann fyrstur í heiminum til að ljúka hinni svokölluðu „þriggja póla þolraun“ sem felst í því að komast á tveimur jafnfljótum á báða póla og upp á hæsta tind jarðar. Kagge er höfundur margra bóka sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og verið þýddar á um 40 tungumál. Þögn á öld hávaðans er fyrsta bók hans sem kemur út á íslensku.þagnarinnar.

Hrakfallabálkur
1.290 kr.Þessi bók hefur að geyma frásagnir af slysförum, harðindum og öðrum ótíðindum, sem gengu yfir Húnavatnsþing og Húnvetninga á árabilinu 1600 til 1850, eða í tvær og hálfa öld.







Fangar Breta
2.990 kr.Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006. Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar og kröftuga mótmælamenningu. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006 þegar herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Barátta íslenskra friðarsinna var í senn þjóðernisleg og undir sterkum alþjóðlegum áhrifum. Þetta er saga grasrótarhreyfinga og friðarbaráttu sem hefur tekið á sig fjölbreytilegar myndir og litrík form og mótað þjóðfélagsumræðuna í áratugi. Í bókinni er sagan sögð út frá fjölda sjónarhorna, svo sem á sviði bókmennta, leiklistar, myndlistar, dægurmenningar, tónlistar og kvikmynda. 

Sagan af Sigur Rós
5.990 kr.Hljómsveitin Sigur Rós sló í gegn á Íslandi er platan Ágætis byrjun kom út í júní árið 1999. Ekki löngu síðar var Sigur Rós orðin heimsfræg hljómsveit og er það enn.
Saga Sigur Rósar hófst hins vegar fimm árum áður en Ágætis byrjun leit dagsins ljós og lengi vel benti fátt til þess að hljómsveitin myndi ná nokkru flugi. Í þessari bók er fjallað um sögu Sigur Rósar frá upphafi og fram til þess tíma er Ágætis byrjun slær rækilega í gegn út um allan heim.

The Story of Sigur Rós
5.990 kr.The band Sigur Rós had a breakthrough in Iceland when the band’s second album, Ágætis byrjun, was released in June 1999. The album was highly praised and sales exceeded all expectations. The reputation of Ágætis byrjun spread quickly, and foreign journalists and music fans around the world paid a lot of attention to Sigur Rós following the release, as the album ended up being a global hit. Here, the history of the band Sigur Rós will be told from its founding in 1994 until the time that Ágætis byrjun becomes a hit in Iceland and, not long thereafter, around the whole world.


M-samtöl: úrval
2.990 kr.Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og skáld skrifaði mörg samtöl við valinkunna einstaklinga í blaðið. Margt af því var venjulegt fólk. Aldraðir sjómenn, hundrað ára konur í sveit, hestamaður eða bóndi, miðill eða kokkur, málari eða flugstjóri. Aðrir voru þjóðþekktir Steinn Steinarr, Halldór Laxness, Páll Ísólfsson, Kjarval. Sama hvort var Matthías sýndi öllum virðingu og hver og einn fékk að njóta sín á sinn hátt.
Í þessari bók birtist úrval 30 samtala sem Matthías skrifaði, flest á árunum frá 1960-70. Tvö hafa aldrei birst áður á bók.

Sylvia Plath’s Tomato Soup Cake
4.590 kr.Have you ever wondered what your favourite classic authors cooked – whether as an intimate snack for one or as their showstopping dinner party special? Here’s your chance to wine and dine with the world’s most famous writers in a gorgeous new collection of their most-loved recipes, curated from their archives, letters and diaries. Whet your appetite: there are culinary treats and eccentricities in store …

Walden eða lífið í skóginum
5.790 kr.Meistaraverk eins merkasta höfundar og hugsuðar Norður-Ameríku. Þau málefni sem Thoreau voru hugleikin eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda. Nú í fyrsta sinn á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.

How to Spot a Fascist
1.990 kr.We are here to remember what happened and to declare solemnly that ‘they’ must never do it again. But who are ‘they’?
How to Spot a Fascist is a selection of three thought-provoking essays on freedom and fascism, censorship and tolerance – including Eco’s iconic essay ‘Ur-Fascism’, which lists the fourteen essential characteristics of fascism, and draws on his own personal experiences growing up in the shadow of Mussolini.
Umberto Eco remains one of the greatest writers and cultural commentators of the last century. In these pertinent pieces, he warns against prejudice and abuses of power and proves a wise and insightful guide for our times. If we strive to learn from our collective history and come together in challenging times, we can hope for a peaceful and tolerant future. Freedom and liberation are never-ending tasks.
Let this be our motto: ‘Do not forget.”He brilliantly exposes all that is absurd and paradoxical in contemporary behaviour. Eco’s irony is disarming, his cleverness dazzling’
Guardian



Matur í boði – Uppskriftir frá Laufásborg
5.000 kr.Matur í boði er uppskriftabók með fjölda girnilegra og einfaldra uppskrifta sem börn elska.
Einfaldar, góðar uppskriftir fyrir ýmis tilefni, kvöldmat, snarl eða veislur:
- Uppskriftir frá kokkinum á Laufásborg og frá foreldrum leikskólabarna sem eru að læra að borða alls konar mat.
- Uppskriftir bæði fyrir þau sem eru vegan og þau sem eru það ekki.
- Uppskriftir sem börn geta verið með í að útbúa, eða útbúið sjálf.
- Uppskriftir að Laufásborgarmúslíinu fræga og spínatpastanu sem allir elska!
Falleg uppskriftabók fyrir alla fjölskylduna ❤️

Íslenzkir þjóðhættir
2.990 kr.Stórvirkið Íslenzkir þjóðhættir kom fyrst út árið 1934 og hlaut strax geysigóðar viðtökur. Þegar bókin var endurútgefin árið 1945 var fullyrt á bókarkápu að þar færi „…sú bók íslenzk sem tvímælalaust hefur hlotið bezta dóma“. Bókin hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið, sem hefur verið til vansa.
Séra Jónas vann sannkallað afreksverk með skráningu þjóðháttanna samhliða öðrum tímafrekum störfum og verk hans hefur réttilega skipað virðingarsæti í íslenskri bókmenningu. Það er einkar læsilegt og skemmtilegt, lipurlega skrifað og höfðar til alls almennings. Jónasi sjálfum auðnaðist ekki að leggja lokahönd á verkið meðan hann lifði og það kom í hlut Einars Ól. Sveinssonar að búa verkið til prentunar og fylgja því úr hlaði með greinargóðum inngangi. Tryggvi Magnússon myndskreytti verkið af sínu kunna listfengi.
Sú útkoma sem nú kemur fyrir almenningssjónir telst 4. útgáfa verksins, en byggir á upprunalegu útgáfunni. Halldóra J. Rafnar, sonarsonardóttir séra Jónasar, fylgir þessari útgáfu úr hlaði með aðfararorðum.
Þessi merka bók séra Jónasar frá Hrafnagili er meðal hornsteinanna í íslenskri bókmenningu og kemur nú út í 4. útgáfu eftir að hafa verið ófáanleg um langt skeið. Íslenzkir þjóðhættir mörkuðu þáttaskil í þjóðfræðum hér á landi og bókin hefur staðist tímans tönn með einskærum glæsibrag, enda er hún afar skemmtileg aflestrar og stútfull af tímalausum fróðleik um líf forfeðra okkar. Fjölmargar og margrómaðar skýringarmyndir Tryggva Magnússonar prýða bókina.
Opna gefur út.

Vending
3.490 kr.Bók fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti. Fólk sem vill tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og ná árangri. Bókin fjallar um hvað þarf til þegar venda á kvæði sínu í kross.
Hún er fyrir þau sem langar til að tileinka sér annan lífsstíl en vantar vendipunkt, verkfæri, kraft, samtal og lífsgildi til að stíga skrefið. Efnið er um sjálfsaga og vellíðan, hvernig höndla beri veikleika og efla styrkleika. Efnið er skrifað þannig að málið snýst einnig um að auka líkur á að lesanda takist að ná markmiðum sínum, vinna þau verk sem hann hefur metnað til að vinna.
