







Fjögur ljóðskáld
1.490 kr.Fjögur ljóðskáld geymir úrval ljóða eftir fjögur öndvegisskáld nýrómantíska skeiðsins í íslenskri ljóðlist fyrir einni öld. Skáldin eru Jóhann Gunnar Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti, Jóhann Sigurjónsson og Jónas Guðlaugsson. Hér er að finna margt það fegursta og fágaðasta í íslenskri ljóðagerð fyrr og síðar. Hannes Pétursson skáld valdi ljóðin og ritaði inngang að safninu og hefur hann sérstaklega endurskoðað innganginn fyrir þessa útgáfu frá árinu 2000 en upphaflega kom bókin út árið 1957.




- -30%







Ótrúlega skynugar skepnur
4.690 kr.Tova Sullivan er nýorðin ekkja og farin að vinna við ræstingar í Sædýrasafni Sowell Bay. Það hefur alltaf átt vel við hana að hafa nóg fyrir stafni, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að. Eins og þegar Eric, átján ára gamall sonur hennar, hvarf á dularfullan hátt þrjátíu árum fyrr.
Sædýrasafnið er fullt af furðuskepnum en sú sem vekur mesta athygli Tovu er geðstirður kyrrahafskolkrabbi að nafni Marcellus. Smám saman myndast sérstæð vinátta með ræstingakonunni og kolkrabbanum, sem reynist luma á dýrmætum upplýsingum um hvarf Erics. En tíminn til að miðla þeim er að renna út.
Ótrúlega skynugar skepnur er hnyttin og heillandi saga um uppgjör við fortíðina sem farið hefur sigurför um heiminn; hún hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og selst í meira en tveimur milljónum eintaka.
Nanna Brynhildur Þórsdóttir þýddi.

Fangar Breta
2.990 kr.Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006. Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar og kröftuga mótmælamenningu. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006 þegar herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Barátta íslenskra friðarsinna var í senn þjóðernisleg og undir sterkum alþjóðlegum áhrifum. Þetta er saga grasrótarhreyfinga og friðarbaráttu sem hefur tekið á sig fjölbreytilegar myndir og litrík form og mótað þjóðfélagsumræðuna í áratugi. Í bókinni er sagan sögð út frá fjölda sjónarhorna, svo sem á sviði bókmennta, leiklistar, myndlistar, dægurmenningar, tónlistar og kvikmynda. 



