
Ljósastikan – Helgisögur
1.290 kr.Austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig (1881-1942) er íslenzkum lesendum vel kunnur. Af bókum sem birzt hafa eftir hann hér á landi og náð sérstökum vinsældum, má nefna hina snilldarlegu sjálfsævisögu Veröld sem var og sagnasafnið Manntafl. En ritverk Zweigs njóta slíkrar almannahylli hvarvetna um lönd, að samkvæmt opinberum skýrslum eru verk aðeins fárra höfunda þýdd jafnmikið á önnur mál.
Sú bók Stefans Zweigs sem nú kemur út í íslenzkri þýðingu sr. Páls Þorleifssonar, flytur flokk sagna þar sem hið gamalkunna ritform, helgisagan, er sveigt undir lögmál nýrrar sögutækni og hafið á hærra svið. Höfundur leitar fanga í indversku og gyðinglegu trúarlífi og fjallar með ýmsu móti um vanda mannlegrar breytni. Sögurnar bera öll beztu listareinkenni höfundarins, þær eru gæddar næmri innsýn hans í sálarlíf fólks og eru ritaðar í myndauðugum stíl.

Nýr penni í nýju lýðveldi
1.290 kr.Hvað er þetta, spyr ég og bendi á lokaðar dyr í holinu. Þetta er chambre horreur, kallar Elías innan úr stofu. Íbúðin er á fyrstu hæð við Birkimel 6a, baðherbergi og eldhús snúa út að bílaplani, svefnherbergi og stofa snúa út í garð. Elías situr á stól í stofunni, langur og mjór með krosslagða fætur, tekur út úr sér munnstykki og blæs frá sér þykku reykskyi sem blandast rykögnum í sólskininu sem berst inn um stofugluggann. Eitt augnablik virðist hann ætla að liðast upp með reyknum og hverfa.

Kvæði 87
1.490 kr.„SKÁLDI, sem ræktað hefur auðkennilegan persónulegan stíl og með honum fágaða tækni til að miðla öðrum heimssýn sinni og sköpunarþörf, eru ýmsar leiðir opnar, kjósi það á annað borð að hlýða fyrirmælum skáldagyðjunnar áfram og láta ekki staðar numið í endurtekningunni. Vissulega má deila um það hvenær ef nokkurn tíma tiltekið skáld standi frammi fyrir þessu átakamikla og oft á tíðum ósjálfráða uppgjöri við sjálft sig og listina, og reyndar hafa skriflegar vangaveltur af þessu tagi orðið eins konar atvinnugrein í ýmsum stærri menningarsamfélögum.
Einmitt í þessum sporum, þó að honum hafi ef til vill ekki verið það fyllilega ljóst, stóð Kristján Karlsson að loknu öndvegisverki sínu, New York. Verk hans voru orðin svo flókin og samtvinnuð þar sem hvert kvæði vitnaði til annarra á ótal vegu að hann var kominn að ystu mörkum almenns skilnings og átti á hættu að útiloka allt nema eigin hugarheim frá veröld kvæðanna einmitt vegna þess hve stórtæk og djúp skynjun hans var orðin. Nokkur kvæðanna í New York höfðu þegar birst sem sjálfstæðar nærmyndir í bók frá 1981 og hinn mikli bálkur um stórborgina var ekki annað en eðlileg útlistun og víkkun kjarnans. En varla voru menn búnir að átta sig á efnistökum skáldsins þegar út var komið annað safn, Kvæði 84, sem virðist að minnsta kosti fljótt á litið marka þáttaskil á skáldferli Kristjáns.“
„Hvert einasta atriði þeirra [kvæðanna] krefst þess af lesandanum, að hann byrji aftur og endurskoði verkin í heild og launar honum með nýrri innsýn. Fá skáld á okkar tímum, á Íslandi og þótt víða væri leitað, hafa slíka kosti til brunns að bera.“
Bernard Scudder
(Úr ritdómi í Skírni og ritgerð í Morgunblaðinu).Ofanskráð ummæli snerta vissulega kjarna málsins og eru jafnframt gott sýnishorn úr margvíslegum lofsamlegum dómum sem skáldskapur Kristjáns Karlssonar hefur hlotið.
Sú nýja bók sem nú birtist mun trúlega verða talin rökrétt framhald af Kvæðum 84, en á hinu er enginn vafi að hún markar ennþá ný þáttaskil í ljóðagerð höfundarins.

Kommúnistaávarpið
1.490 kr.Kommúnistaávarpið kom fyrst út á íslenzku árið 1924. Þessi þýðing var gerð 1949 og er nú birt með ítarlegum skýringum, upprunalegum inngangi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings og nýjum eftir Pál Björnsson. Fullyrt er að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttabaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu.
Borgarastéttin byggir völd sín átöfratækjum iðnbyltingarinnar með viðskiptaháttum hins frjálsa markaðar. Við slíkar aðstæður geisar farsótt offramleiðslunnar sem steypir þjóðfélögum í hverja kreppuna á fætur annarri. Skyndilega ríkir hungursneyð og stríð, og borgarastéttin kann engin ráð til að afstýra hinni síendurteknu vá verzlunarkreppunnar. Hugsjón kommúnismans er stéttlaust þjóðfélag sem byggist á jöfnuði allra manna.
Til þessa dags er kenningin umdeild og mun sennilega aldrei hverfa af sjónarsviði pólitískrar umræðu.

Alla mína stelpuspilatíð
1.290 kr.Hvert hafa spor hálfsextugrar stelpu legið?
Hvers vegna þræddi hún þessa leið en ekki hina?
Og hvert fór eiginlega tíminn?
Sigríður Kristín er frá Garði í Mývatnssveit, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur rithöfundar og Þorgríms Starra Björgvinssonar bónda og hagyrðings, komin af Reykjahlíðar- og Skútustaðaætt og af kjarnafólki á Hornströndum. En hún naut þess ekki alltaf eins og hún segir hispurslaust frá í þessari ögrandi og „öðruvísi“ ævisögu. Auk þess að lýsa því hvernig var að alast upp í norðlenskri sveit á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þar sem foreldrarnir voru kommar og húsfreyjan skrifaði bækur með „orðbragði“, dregur hún upp litríka mynd af ættmennum sínum, einkum konunum og þá fyrst og fremst móður sinni, veltir fyrir sér hlutskipti kynjanna í fortíð og nútíð – og dásamar þá tilviljun sem lífið er.

Body Where I Was Born The
1.290 kr.From a psychoanalyst’s couch, the narrator looks back on her bizarre childhood. Born with an abnormality in her eye and a family intent on fixing it, she occupies a world without the time and space for innocence. The narrator intimately recalls her younger self—a fierce and discerning girl open to life’s pleasures and keen to its ruthless cycle of tragedy.
With raw language and a brilliant sense of humor, both delicate and unafraid, Guadalupe Nettel strings together hard-won, unwieldy memories—taking us from Mexico City to Aix-en-Provence, France, then back home again—to create a portrait of the artist as a young girl. In The Body Where I Was Born, Nettel’s artful storytelling transforms experience into inspiration and a new startling perception of reality.

Bit of a Blur
990 kr.I was the Fool-king of Soho and the number-one slag in the Groucho Club, the second drunkest member of the world’s drunkest band. This was no disaster, though. It was a dream coming true.
For Alex James, music had always been a door to a more eventful life. But as bass player of Blur – one of the most successful British bands of all time – his journey was more exciting and extreme than he could ever have predicted. In Bit of a Blur he chronicles his journey from a slug-infested flat in Camberwell to a world of screaming fans and private jets – and his eventual search to find meaning and happiness (and, perhaps most importantly, the perfect cheese), in an increasingly surreal world.

Damon Albarn
990 kr.DAMON ALBARN is the frontman of Blur and the face of Britpop. While his peers have gradually fallen by the wayside, Albarn has survived Britpop to completely reinvent himself as the mastermind behind the global phenomenon that is Gorillaz.
With his eclectic solo projects – such as the currently much-revered The Good, the Bad & the Queen – and his work with legends like Soul music icon Bobby Womack, he has proven again and again that he is one of British music’s most respected, innovative and important personalities. And in 2015, with the release of The Magic Whip, Blur’s first album for over a decade, Damon Albarn will take his place once more as an iconic jewel in the crown of the British music scene.
This fully up-to-date book – the only available dedicated biography of Albarn – covers his multiple musical personas in depth, with first-hand interviews by those close to Albarn in his formative years, as well as social and musical context that covers the Britpop era and Albarn’s re-emergence as the Godfather to the iPod generation.

Live Long And . . . – What I Learned Along the Way
1.290 kr.Still, a brief health scare in 2016 forced him to take stock. After mulling over the lessons he’s learned, the places he’s been, and all the miracles and strange occurrences he’s witnessed over the course of an enduring career in Hollywood and on the stage, he arrived at one simple rule for living a long and good life: don’t die.
It’s the only one-size-fits-all advice, Shatner argues in Live Long and..:What I Learned Along the Way, because everyone has a unique life―but, to help us all out, he’s more than willing to share stories from his unique life. With a combination of pithy humor and thoughtful vulnerability, Shatner lays out his journey from childhood to peak stardom and all the bumps in the road. (Sometimes the literal road, as in the case of his 2,400-mile motorcycle trip across the country with a bike that didn’t function.)
William Shatner is one of our most beloved entertainers, and he intends never to stop entertaining. His funny, provocative, and poignant reflections offer an unforgettable read about a remarkable man.

I Am Spock
990 kr.Leonard Nimoy’s portrayal of the ever-logical Vulcan, Mr. Spock, is one of the most recognizable, loved, and pervasive characterizations in popular culture. He had been closer to the phenomenon of Star Trek than anyone, having played the pivotal role of Spock in the original series, in six motion pictures, and in a special two-part episode of Star Trek: The Next Generation. I AM SPOCK gives us Nimoy’s unique perspective on the beginnings of the Star Trek phenomenon, on his relationship with his costars, and particularly on the reaction of the pointed-eared alien that Nimoy knew best.
Here, Nimoy shared the true story behind his perceived reticence to re-create the role and wrote frankly about how his portrayal defined an icon.


Ekkert nýtt nema veröldin
990 kr.Skáldið Grímur Thomsen var á stöðugum ferðalögum á fimmta áratug nítjándu aldar.
Hann bjó um skeið í París, London og Brussel, heimsótti söguslóðir Napóleonsstríðanna, fylgdist grannt með leikhúslífi og bókmenntum, sótti veislur með helstu fyrirmennum samtímans og tók virkan þátt í dönskum stjórnmálum með greinaskrifum sínum.
Hér birtast bréfaskipti hans og Fjölnismannsins Brynjólfs Péturssonar, en í þeim má finna ferðalýsingar, bókmenntarýni, leikhúsdóma, lifandi umræðu um þjóðmál og hressandi slúður um samlanda þeirra í Kaupmannahöfn.
