
Eitthvað á stærð við alheiminn
1.290 kr.Tíminn líður ekki í eilífðinni, þar verður tillitslaust afl hans að engu. Hér lýkur ættarsögunni sem hefst í bókinni Fiskarnir hafa enga fætur (2013) og teygir sig frá Norðfirði forðum til Keflavíkur dagsins í dag, með viðkomu á Miðnesheiðinni.
Hér er sagt frá ástinni, sem er í senn fórn og jafnvægislist, frá lífi og dauða, krepptum hnefa, Elvis Presley sem kann að opna hjörtun og stjörnum himinsins sem hverja í eldi sólarinnar.

Smartís
1.290 kr.Í Reykjavík er unglingsstúlka að reyna að átta sig á framtíðinni. Í heiminum geisar kalt stríð og heimsendir virðist jafn raunverulegur og ný peysa úr Ping Pong við Laugaveg. Til að verða gjaldgengur í veröldinni þarf að vera annaðhvort eða, velja á milli þess að krókna eða stikna. En það er ekki það sem hún hefur í huga …
Í Smartís segir Gerður Kristný sögu sem gerist á níunda áratug liðinnar aldar. Meitlaður stíll, húmor og frásagnargleði njóta sín til fullnustu í texta sem miðlar horfnum tíma og sterkum tilfinningum.

Bátur með segli og allt
1.290 kr.Gerður Kristný hlaut bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2004 fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt.
Skáldsagan fjallar um Oddfríði sem er óráðin stúlka á þrítugsaldri og stendur á krossgötum þegar hún fær tækifæri til að gerast blaðamaður. Ritstjóri dagblaðs vill fá hana til að ráða sig hjá samkeppnisaðilanum og komast að hvað þar er í gangi. Oddfríður slær til en uppgötvar að hún er ekki ein um að leika tveimur skjöldum Skyndilega er hún komin í þær aðstæður að hún hefur engan til að treysta á nema sjálfa sig og eigið hyggjuvit til þess að fleyta sér í gegnum boðaföllin.
Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir meðal annars: Bátur með segli og allt er bráðskemmtileg og spennandi saga um efni sem snertir kviku okkar allra. Á meistaralegan hátt er skyggnst inn í líf ungrar konu sem lifað hefur í tilfinningalegri útlegð frá sínum nánustu og frá fyrstu tíð vanist því að engum sé að treysta – allra síst fjölskyldunni. Af fádæma öryggi er dregin upp mynd af sorg og einsemd þess sem svíkur vegna þess að honum finnst hann hafa verið svikinn.

Hestvík
1.290 kr.Ísinn í sjoppunni við Valhöll hlaut að bragðast guðdómlega. Þar sem fólki var áður drekkt eins og kettlingum í poka eða það sundurlimað fyrir að stela tvinna var nú boðið upp á pönnukökur með þeyttum rjóma. Síðan var hægt að kasta peningi ofan í gjá og óska sér heppni og hamingju.
Það er liðið á sumar og lyngilmurinn í Grafningnum fyllir vitin. Frá sumarbústöðunum sjást Nesjaey og Sandey stinga kryppum sínum upp úr vatninu og stundum siglir þar bátur. Fólk er hingað komið til að vera í friði með minningar sínar og leyndarmál. Kvöldin eru orðin dimm og erfitt að finna þá sem týnast.
Gerður Kristný er höfundur á þriðja tugar bóka. Hestvík er þriðja skáldsaga hennar fyrir fullorðna.







Einar ríki – Fagur fiskur í sjó
2.990 kr.Einar ríki
II. bindi
Fagur fiskur í sjó
Þórbergur Þórðarson skráði

Strandið
2.990 kr.Þetta er bók um lífsháska. Hún segir frá strandi olíuskipsins Atlantis, sem rekur stjórnlaust undan veðri og straumum að hrikalegri klettaströnd. Hún segir frá vitaverðinum, sem bíður þess hvað verða vill, og frá skipshöfninni: kínverjum, evrópu- búum og bandaríkjamanni og afdrifum hennar. Hún fjallar um kaldrifjaðar mannfórnir og sviplegan dauða. Bókin er nýstárleg og spennandi, listræn og með djúpum undirtónum. Þetta er fyrsta skáldsaga eins af yngri ljóðskáldum okkar. Hannes Sigfússon hefur áður gefið út tvær ljóðabækur sem vakið hafa athygli: Dymbilvöku og Imbrudaga. Sérstaka athygli vakti Dymbilvaka þegar hún kom út í annarri útgáfu í fyrra í Ljóðum ungra skálda.
