
Vöggudýrabær
1.490 kr.Vöggudýrabær er skáldleg umfjöllun um þær konur sem nauðbeygðar sendu afkvæmi sín á vöggustofur og þau börn sem voru vistuð þar framan af barnæskunni.
Kristján Hrafn Guðmundsson yrkir hér af skáldlegu innsæi, húmor og þekkingu um hlutskipti móður sinnar og ömmu og bregður um leið birtu á þjóðfélag þessara tíma og tíðaranda.
Heilræði lásasmiðsins
1.290 kr.„Ég svaf hjá í Central Park.“
Þannig byrjar Elísabet Jökulsdóttir frásögnina af sambandi sínu við Algea, mann sem hún kynntist á ferðalagi í New York. Þetta er saga tveggja ólíkra einstaklinga sem mætast um stund, reyna að búa saman á Íslandi en hljóta svo að skilja. Hann er bandarískur, hún íslensk; hann er hattagerðarmaður og trommuleikari, hún er skáld; hann er stórborgarbúi, hún er náttúrubarn; hann er svartur og hún hvít.
Þau eru falleg saman en það er snúið að vera manneskja. Bæði eiga erfitt með að skilja á milli ímyndunar og veruleika. Og ástin opnar líka ýmis herbergi sálarlífsins sem hafa verið lokuð lengi…
HEILRÆÐI LÁSASMIÐSINS er einstök bók, skrifuð af einlægni og stílsnilld, brennandi löngun til að segja sögu – og ást.

Stórkostlegt líf herra Rósar
1.290 kr.Stórkostlegt líf herra Roósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki
Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál. Stundum er hann sammála, stundum ekki. Haraldur Sigfússon á sér þann draum að búa í piparkökuhúsi og á fimmtugsafmæli sínu tilkynnir hann að það sé loksins komið að því. Jón Jónsson er venjulegasti maður landsins samkvæmt meðaltali og Gunnar er til í tveimur eintökum. Einhvers staðar, efst á hárri byggingu, stendur ónefndur maður á brún og horfir niður. Hann ætlar sér að stökkva en það eru ákveðnir hlutir sem verða að gerast áður. Svo er það stelpan sem vinnur í kirkjugarðinum; hún hreinlega lifir fyrir miðvikudaga. Á miðvikudögum er nefnilega kveikt á líkbrennsluofnunum og allur kirkjugarðurinn angar af vöfflum.
Hér má einnig finna sögur af svaðilförum flatbökusendils, minnisleysi, mannáti, óhappdrætti, skuggaskorti og manninum sem býr til vísbendingar fyrir Jóladagatal Sjónvarpsins.
Ævar Þór Benediktsson er 25 ára nýútskrifaður leikari. Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögurúle af ótrga venjulegu fólki er fyrsta bók hans.

Grasið syngur
1.990 kr.Grasið syngur er saga Mary, hvítrar konu í Rhódesíu, sem kveður tilbreytingarlaust líf í borginni og hafnar í gæfusnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hefur andúð á lífinu í sveitinni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækisfullri hörku snýst hún gegn svörtum þjóni sínum sem hún bæði laðast að og fyrirlítur, uns valdið snýst að lokum í höndum hennar.
Grasið syngur, fyrsta skáldsaga Doris Lessing, skapaði höfundi sínum skjóta frægð og hefur farið sigurför um allan heim. Grasið syngur vitnar um djúpan mannskilning og tilfinningahita þessa mikla rithöfundar. Doris Lessing lýsir sambandi hvítra og svartra af hreinskilni og vægðarleysi en einstæðri réttlætiskennd.

Meistari Jim
1.990 kr.Hann var kallaður Tuan Jim, Meistari Jim, en þá nafnbót fékk hann ekki fyrr en hann var sestur að á afskekktri eyju í Austur-Indíum. Þar var hann dáður sem friðflytjandi og réttlátur stjórnandi hinna innfæddu, en saga hans fólst ekki í þessum afrekum: hún bjó í mistökum hans, í því að hafa brugðist á hættustund. Eins og þúsundir annarra ungra manna í Evrópu hafði Jim orðið sjómaður í kaupskipaflota nýlenduveldanna, knúinn áfram af hugsýn um mikil ævintýri og stórkostlegar hetjudáðir, en þegar á hólminn kom brást hann og upp frá því var ævi hans einn samfelldur flótti undan lydduorðinu sem af honum fór.
Joseph Conrad (1857-1924) hét upphaflega Jozef Teodor Konrad Korzeniowski, sonur pólskra landeigenda sem rússnesk yfirvöld sendu í útlegð til afskekkts bæjar þar sem foreldrar hans létust meðan hann var barn að aldri. Sautján ára fór hann á sjóinn og í nærri tvo áratugi sigldi hann um öll heimsins höf. Hann varð breskur ríkisborgari og hóf að skrifa sögur á ensku sem flestar byggjast á reynslu hans af sjómennsku og nýlenduásælni Evrópumanna, sögur sem einkennast af orðkynngi og frumlegri sögutækni.
Atli Magnússon þýddi.

Utz
1.290 kr.Kaspar Utz á óviðjafnanlegt safn af Meissenpostulíni, matarílát og skrautmuni, sem honum hefur tekist að varðveita á tímum margvíslegra ógna. Hann er aðalsmaður af gamla skólanum, sem býr með postulínssafni sínu og þjónustustúlku í tveggja herbergja íbúð sinni í Prag. Sögumaður kemur á fund hans og verður margs vísari um merkileg örlög á umbrotatímum.
Bruce Chatwin lýsir hér sálarlífi ástríðusafnarans og afdrifum gamals og sérkennilegs menningararfs í stalínisma eftirstríðsáranna. Þar spinnist inn sögur um evrópskan aðal, um gyðinga og skriffinna kommúnismans. Chatwin er næmur höfundur, og hann hefur óvenjulega og auðuga kímnigáfu.
Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon þýddu.

Heimur feigrar stéttar
1.290 kr.Sögusviðið er Suður-Afríka í ólgu sjötta og sjöunda áratugarins. Söguna segir Liz Van Den Sandt, hvít millistéttarkona. Fyrrum eiginmaður hennar, vanmáttugur og ráðvilltur uppreisnarmaður, hefur fyrirfarið sér. Liz verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni.
Hvernig er að vera hvít kona í Suður-Afríku á umbrotatímum sem ekki sér fyrir endann á? Er nóg að vilja vel? Er hægt að leiða kúgunina hjá sér? Verður sá sem tekur afstöðu einnig að hafa kjark til að gera eitthvað í málunum?
Þessi bók kemur við kvikuna í hinu margklofna þjóðfélagi Suður-Afríku frá sjónarmiði þess hluta hvíta forréttindahópsins sem finnur að samviskan er svört.
Ólöf Eldjárn þýddi.


The House of Sleep
990 kr.Sarah is narcoleptic. Her inability to distinguish between dreams and waking reality gives rise to many misunderstandings. For Terry, a disillusioned film critic, sleep is merely a memory. For Dr Dunstan, sleep is nothing less than a global disease.Constructed to reflect the different stages of sleep, The House of Sleep is a brilliant and original comedy about the powers we acquire – and those we relinqish – when we fall asleep, and when we fall in love.

Pigeon English
990 kr.Newly arrived from Ghana with his mother and older sister, eleven-year-old Harrison Opoku lives on the ninth floor of a block of flats on a London housing estate. The second best runner in the whole of Year 7, Harri races through his new life in his personalised trainers – the Adidas stripes drawn on with marker pen – blissfully unaware of the very real threat all around him.
With equal fascination for the local gang – the Dell Farm Crew – and the pigeon who visits his balcony, Harri absorbs the many strange elements of his new life in England: watching, listening, and learning the tricks of inner-city survival.
But when a boy is knifed to death on the high street and a police appeal for witnesses draws only silence, Harri decides to start a murder investigation of his own. In doing so, he unwittingly endangers the fragile web his mother has spun around her family to try and keep them safe.
A story of innocence and experience, hope and harsh reality, Pigeon English is a spellbinding portrayal of a boy balancing on the edge of manhood and of the forces around him that try to shape the way he falls.

Ör
990 kr.Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði.
En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.
Auður Ava Ólafsdóttir fjallar um stærstu spurningar mannsins, um lífið, dauðann og sjálfa ástina sem öllu skiptir, í sinni fimmtu skáldsögu. Auður Ava hefur skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og er textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.

Af steypu
2.990 kr.Afbók #5
Dagblaðið frá því í gær er í öllum aðalatriðum það sama og dagblaðið í dag. Þar að auki er stór hluti alls þessa texta tilþrifalaus, smekklaus, lágkúrulegur og beinlínis heimskulegur. Nefljóð? Öngljóð? Gómljóð? Vefðu bókinni upp, stingdu henni í flösku og fleygðu henni í hafið. Það getur verið svo mikill léttir að komast í óhlutbundið efni eftir áralanga neyslu alþjóðlegra fríljóða. Djöfulsins skens og stælar alltaf hreint. Starðu á tungumálið þar til það brotnar. Til að sjá það þarf engin gleraugu. Reglubundin hrynjandi fannst honum svæfandi. Lítið annað en leikfimisæfingar. Nema fallega innbundið flúr í bókasafn hinna vel stæðu. Þetta er reiturinn sem við fengum þér. Bíttu gras og haltu sáttmálann. Hrein og klár minni- máttarkennd sem á rætur sínar í grárri forneskju. Líkt og sífrið í (misgömlum) ellibjúgum er nýjunin eilíf og ódrepandi. Lífið er stutt og klisjurnar eru margar.
-Brot úr formála ritstjóra
