• Illska

    Illska

    Agnes Lukauskaite og Ómar Arnarson kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Þremur árum síðar brennir hann heimili þeirra til grunna, keyrir til Keflavíkur og flýgur úr landi.

    Sagan hefst raunar löngu fyrr, sumarið 1941, þegar helmingi bæjarbúa litháíska smábæjarins Jurbarkas var slátrað í skógunum í kring. Tveir langafar Agnesar voru þar – annar skaut hinn. Þremur kynslóðum síðar hefur Agnes gert helförina að miðpunkti lífs síns og sú þráhyggja leiðir hana á fund ísfirska nýnasistans og menntamannsins Arnórs.

    Illska er bók um helförina og bók um ástina, um Ísland og Litháen, um Agnesi sem glatar sjálfri sér á milli þess sem Jón Baldvin viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltslandanna og litháískir glæpamenn taka að starfa í Reykjavík, um Agnesi sem veit ekki hvort hún heldur með b-heimsmeisturunum í handbolta eða Bogdan Kowalczyk, um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór.

    Eiríkur Örn Norðdahl er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur.

    Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu ársins.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér

    Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér

    Árið 1802 höguðu örlögin því þannig að ungur þeldökkur maður, þræll og stríðshetja frá Jómfrúreyjum, danskri nýlendu í Karíbahafi, settist óvænt að á Djúpavogi, kvæntist og gerðist verslunarmaður og bóndi. Nafn hans hefur verið sveipað ljóma en lítið um hann ritað. Hvers vegna kom hann til Íslands? Hvernig brugðust landsmenn við honum og hvernig brást hann við þeim?

    Saga Hans Jónatans varpar ljósi á nýlendutímann, þrælahald, kúgun og viðskipti, uppreisn og frelsisþrá. Hún teygir sig yfir höfin, frá Vestur-Afríku til Jómfrúreyja, til Danmerkur og Íslands. Sagan á brýnt erindi við samtímann – enn er tekist á um mannréttindi og innflytjendur, samskipti við fólk sem er „öðruvísi en við“.

    Gísli Pálsson stundaði nám við Háskóla Íslands og Manchesterháskóla. Hann hefur lengst af starfað sem prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands en einnig við Oslóarháskóla og nú er hann gistiprófessor við King’s College í London. Hann hefur ritað margt um ólík efni félagsvísinda og náttúrufræða – meðal annars umhverfismál, sögu norðurslóða, heilbrigðismál og erfðarannsóknir – og hlotið viðurkenningu fyrir framlag sitt bæði heima fyrir og erlendis.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Guðsgjafaþula

    Guðsgjafaþula

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Úngur eg var

    Úngur eg var

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar

    Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar

    Auri Hinriksson á að baki merkilegan lífsferil en hún er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá Srí Lanka að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu. Auri er fædd í Colombo á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar með eiginmanni sínum, Þóri Hinrikssyni, og fimm ára syni.

    Í þessari áhugaverðu ævisögu, sem rituð er af Herdísi Magneu Hübner, segir Auri frá uppruna sínum, vinnu fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem leiddi hjónin saman og frá lífi víða um lönd en auk Íslands og Srí Lanka, bjó fjölskyldan um tíma á Indlandi, Barein og í Íran. Saga Auriar er einstök frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður, heldur rís alltaf upp og blómstrar mitt í mótlætinu.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Fljótt, fljótt sagði fuglinn

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn

    Þessi bók er veisluborð. Réttirnir eru fjölbreyttir með ólíkindum og fram bornir af einstæðri kunnáttusemi. Lesandanum er boðið í hóf og þarf ekki að gæða sér á öllum réttunum í einu, en finnur hvarvetna „bragð hins göfga óspillta víns“, eins og Sverrir Kristjánsson komst eitt sinn að orði um ritlist Thors Vilhjálmssonar.

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn færir lesanda heim sanninn um myndvísi Thors, orōkynngi og stílíþrótt. Rætur verksins liggja víða í evrópskri menningu, goðsögum sem samtímalist, en um leið er það merk heimild um umbrotin miklu sem urðu þegar það var ritað, 1968.

    Fljótt, fljótt sagði fuglinn, er tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Ásamt örfáum verkum öðrum markaði bókin nýjan áfanga í íslenskri sagnagerð, og hefur æ síðan verið lesin og kapprædd af áhugafólki um bókmenntir. Hún hefur verið þýdd á nokkur tungumál, en lengi verið ófáanleg hérlendis.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Náttvíg

    Náttvíg

    Ástin, dauðinn, hafið: Thor Vilhjálmsson fléttar þessa þræði saman í áhrifamikla sögu úr undirheimum Reykjavíkur, sem lögð er í munn leigubílstjóra. Sagan gerist að mestu á tveimur nóttum. Þá fyrri sýnast viðburðir allir sakleysislegri, en þó geymir nóttin víg; seinni nóttina ryðjast þrír rustar inn í bíl sögumanns og neyða hann í leiðangur – þeir sækja sér skotvopn og fremja svo óhugnanlegt innbrot. Þessi skelfilega för vekur með sögumanni minningar um fortíð hans á sjónum, um ofbeldi, dauða og varnarleysi lífsins. En hann er ekki laus: lögreglan þarf á liðveislu hans að halda við að leita illvirkjana uppi, og sú ferð reynist ekki síður viðburðarík.

    Inn í þessa meginsögu fellir Thor margar aðrar úr næturlífi Reykjavíkurborgar, af fortíð persóna en líka af öðru fólki, sumar erótískar, aðrar háðskar, en allar bornar uppi af einstakri frásagnargáfu hans og stílgaldri.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Það sem sannara reynist

    Það sem sannara reynist

    Eitt síðasta verkefni Svavars Gestssonar á löngum starfsferli var formennska í embættismannanefnd sem samdi um Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi eftir bankahrundið á Íslandi. Þeir samningar voru samþykkir á Alþingi og forseti Íslands undirritaði lögin. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar niðurstöðu Alþingis og fyrirvörum sem það hafði sett. Í framhaldi voru gerðir nýir samningar sem samþykktir voru á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum 2010. Deilur um samningana urðu eldheitar og þar voru stór orð látin falla. Sumt forystufólk á pólitíska sviðinu sá í þeim tækifæri og kynti undir átökin. Í þessari bók rekur Svavar málið eins og það blasti við honum.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Babúska

    Babúska

    Unglingsstúlka verður fyrir bíl fyrir framan Þjóðleikhúsið og lætur lífið. Eina vitnið að þessum atburði er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem skúrar gólfin í Arnarhvoli. Hún hjólar burt grunlaus um þær skelfingar sem af þessu hljótast. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Birta var fjórtán ára niðursetningur sem hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Hún gengur nú aftur og er kennt um voðaverkin. Hvernig tengjast þessi mál?

    Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni og þjóðfélagsgagnrýni.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • The Book of Fathers

    The Book of Fathers

    12 men – running in direct line from father to eldest son, who in turn becomes a father – are the heroes of this family saga which runs over 300 years’ panorama of Hungarian life and history.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Reisubókarkorn

    Reisubókarkorn

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Dagbók bóksala

    Dagbók bóksala

    Shaun Bythell er bóksali í Wigtown, fögru sjávarþorpi í Skotlandi. Þar rekur hann stærstu fornbókabúð landsins í eldgömlu húsi þar sem 100.000 bækur þekja alla veggi og fylla öll horn og skot. Paradís bókaormanna? Ja, næstum því …

    Bráðfyndin og hrífandi frásögn þar sem brugðið er upp lifandi myndum af sérvitringum og furðufuglum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar, auk þess sem ástarlíf bóksalans kemur við sögu og hin eilífa glíma við að ná endum saman. Fyndin og kaldhæðin frásögnin heldur lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu.

    Snjólaug Bragadóttir þýddi.

    „Hlý, sniður og sprenghlægileg.“ – Daily Mail

    „Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

    990 kr.
    Setja í körfu