• The Fourth Hand

    The Fourth Hand

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • The History of Love

    The History of Love

    Fourteen-year-old Alma Singer is trying to find a cure for her mother’s loneliness. Believing she might discover it in an old book her mother is lovingly translating, she sets out in search of its author.

    Across New York an old man called Leo Gursky is trying to survive a little bit longer. He spends his days dreaming of the love lost that sixty years ago in Poland inspired him to write a book. And although he doesn’t know it yet, that book also survived: crossing oceans and generations, and changing lives. . .

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Utan frá sjó – 4. bindi
  • Utan frá sjó – 2. bindi
  • Ferðalok

    Ferðalok

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Moldin heit (notuð)

    Moldin heit (notuð)

    Ástin í lífi Karenar deyr. Hún mætir í jarðarförina óboðin, situr aftast og segir engum hver hún er. En eftir að hafa borið eina fortíð til grafar skýtur önnur upp kollinum. Hún sér Ými, kollega sinn, út um gluggann í erfidrykkjunni þar sem hann virðist ætla að fara sér að voða.

    Í kjölfarið er þeim hrundið af stað í ferð þar sem þau þurfa að horfast í augu við hvaða hlutverk þau leiki hvort í annars lífi og í flóknu dansverki, og hvaða nýju hlutverk standa þeim til boða. Moldin heit  allar um ástina, listina, sorg og missi. Hér er á ferðinni feikisterk skáldsaga frá nýrri og spennandi rödd í íslenskum bókmenntaheimi.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Sextíu kíló af kjaftshöggum

    Sextíu kíló af kjaftshöggum

    Annað bindið í Sextíu kílóa sögu Hallgríms Helgasonar um síldarævintýrið á Segulfirði og fylgifiska þess.

    Sagan hefst í Segulfirði, árið 1906. Áfram vindur furðuríku ferðalagi Íslendinga út úr myrkum torfgöngum inn í raflýstar stofur. Lesandinn er hrifinn með í dans á síldarpalli, í ólgandi takti sem dunar í huganum að lestri loknum því enn á ný hefur Hallgrími tekist að kveða dýran óð úr örlögum fátæks fólks við ysta haf.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Eiríkur Hansson

    Eiríkur Hansson

    Skáldsaga frá Nýja Skotlandi í þremur þáttum.

     

    5.990 kr.
    Setja í körfu
  • Auður

    Auður

    Auður, dóttir víkingahöfðingjans Ketils flatnefs, vex upp á Suðureyjum, ættstór og skapheit. Allt hennar fólk er heiðið en þegar hún kynnist Gilla munki laðast hún bæði að honum og boðskap hans um Hvítakrist. Fullveðja er Auður gefin Ólafi hvíta, konungi yfir Dyflinni á Írlandi. Samband þeirra er heitt en stormasamt og vináttan við Gilla verður henni dýrkeypt …

    Auður djúpúðga er í hópi þekktustu landnema Íslands. Hér er þroskasaga hennar sögð um leið og dregin er upp mynd af þeim róstusömu tímum þegar norrænir menn lögðu undir sig eyjarnar við Skotland og herjuðu í Vesturhafi. Vilborg Davíðsdóttir er þaulkunnug mannlífi sögutímans og Auður rís úr djúpi aldanna, sterk og heillandi kona.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Úti bíður skáldleg veröld

    Úti bíður skáldleg veröld

    Úti bíður skáldleg veröld er nýjasta ljóðabók Jakub Stachowiak. Jakub hefur komið sem ferskur andvari inn í íslenskan ljóðaheim en á síðasta ári kom út hans fyrsta bók, Næturborgir, sem hlaut mikið lof. Jakub flutti til Íslands frá Póllandi fyrir aðeins sex árum, en í dag hugsar hann, skrifar og yrkir á íslensku. Í ljóðum sínum blæs Jakub lífi í tungumálið og dregur fram ljóðrænar myndir með frumleika, glaðværð og áræðni.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Beckomberga-geðsjúkrahúsið

    Beckomberga-geðsjúkrahúsið

    Þegar Jimmie Darling er vistaður á Beckomberga-geðsjúkrahúsinu fer dóttir hans, Jackie, að eyða sífellt meiri tíma þar, og eftir að móðirin fer úr landi verður sjúkrahúsið hennar heimur. Þar er Edvard Winterson læknir sem tekur með sér Jim og sérvalda sjúklinga á hverri nóttu í partí niður í bæ, hjúkrunarkonan Inger Vogel sem fetar hárfína línu reglu og eyðileggingar í samskiptum og hin raunamædda en aðlaðandi Sabina. Þar er líka Paul og ástin, hin raunverulega geðveiki.

    Beckomberga-geðsjúkrahúsið er heillandi frásögn um baráttuna og drauminn við að halda fólki
 í birtunni, um vanmátt foreldra og barna, um ótta og dauðageig. Í þessari seiðmögnuðu og hrífandi skáldsögu verður sjúkrahúsið táknmynd samfélags sem í senn reynir að halda utan um þá veiku en líka halda þeim fjarri.

    Sara Stridsberg er einn virtasti rithöfundur Svíþjóðar, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007 og hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga, ekki síst fyrir Beckomberga-geðsjúkrahúsið.

    Tinna Ásgeirsdóttir þýddi.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Galeiðan

    Galeiðan

    GALEIÐAN er nútímaskáldsaga og viðfangsefni hennar er í senn tímabært og sjaldséð í íslenskum bókmenntum. Lesandi slæst í hóp nokkurra stúlkna sem vinna í dósaverksmiðju og lifir með þeim súrt og sætt fáeina daga. Við kynnumst aðstæðum þeirra heima fyrir og á vinnustað og einnig yfirboðurum þeirra, æðri sem lægri.

    Skýrar og margþættar persónulýsingar eru einn meginkostur bókarinnar og stúlkurnar verða því mjög sannfærandi og lifandi fyrir augum lesandans, hver með sínum persónusérkennum. Ekki síst þess vegna birtist glöggt það galeiðumynstur sem líf þeirra er í raun hneppt í, bæði á vinnustað og í einkalífi. Á þessum dögum gerast einnig atburðir sem gætu breytt lífi þessara stúlkna, a.m.k. reynist samstaða þeirra vonum meiri þegar í odda skerst…

    Sagan er öll skrifuð af hispursleysi og næmu innsæi og frásögn er lipur og skemmtileg. Með þessari bók hefur Ólafur Haukur Símonarson bætt enn einni sögu af alveg nýrri gerð inn í fjölbreytt ritverkasafn sitt sem á vafalaust enn eftir að auka vinsældir hans meðal bókmenntaunnenda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu