
Valeyrarvalsinn
1.290 kr.Kata hjólar út í Samkomuhús því kórinn hennar heldur tónleika á Valeyri í kvöld. Jósa setur gamlar bekkjarmyndir á Facebook en Sidda hlustar á Andrés á safninu segja margþvældar sögur meðan hún bíður eftir Kalla sínum sem hefur tafist í hlöðunni þar sem hann gerir við aflóga þvottavélar. Smyrill skáld reynir að yrkja, séra Sæmunur tekst á við öfl ljóss og myrkurs, hjónin í Valeyrarvinnslunni talast ekki við í dag, Ásta veit ekki hvort það voru reimleikar sem hún upplifði í nótt en Lalli lundi reynir að rifja upp af hverju hann fór í göngutúr…
Valeyrarvalsinn er hrífandi og margradda skáldverk þar sem sextán sögur fléttast saman, kallast á, botna hver aðra og skarast margvíslega enda gerast þær allar á sömu tveimur mínútunum í litlu þorpi. Þetta eru sögur um mannfólkið og það sem kemur fyrir það, sögur um ástir og afglöp og fjölskyldutengsl og öll leyndarmálin, alkunn og djúpt grafin. Persónur, atvik og kenndir kvikna til lífs og tónlistin umvefur allt í ómótstæðilegum texta Guðmundar Andra Thorssonar sem hefur aldrei skrifað betur.
Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur komið út í nokkrum löndum.









Megir þú upplifa
1.990 kr.Í Vesturbænum býr breyskur maður í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. Hann þráir frelsi æskunnar og hina brothættu fullkomnun sem er rétt utan seilingar. Við fylgjum honum í gegnum ferðalög, endurminningar og hjákátleg samskipti við konurnar í lífi hans. Fylgjumst með honum gera tilraun til að vera guðseindin í heimi sem oft virðist svo glataður.
Megir þú upplifa er óður til fegurðarinnar. Óður til borgarlífs. Óður til Evrópu. Og óður til skálds. Hún er tilraun til að milda hjörtu. Tilraun til að mála með litríkum breiðum penslum yfir gráan hversdagleika. Og tilraun til að fanga það besta sem lífið hefur upp á að bjóða.

Kóperníka
1.290 kr.Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og sýfilisfaraldur geisar. Börn í borginni hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir á Konunglega spítalanum, er rekinn frá störfum sínum og fært það í hendur að rannsaka lát besta vinar síns. En er nokkur niðurstaða í augsýn?
Kóperníkus einsetur sér að komast til botns í málinu og fylgist grannt með háttum samstarfsmanna sinna á spítalanum, sem hann grunar að séu ekki allir þar sem þeir eru séðir. Lík eru grafin upp úr Assistens-kirkjugarði eftir því sem þau hrannast upp á krufningaborðinu, og svo er ástin sem enginn má hugsa um þar til niðurstaða finnst. Á endanum getur Kóperníkus fáu treyst nema eigin innsæi.
Sölvi Björn Sigurðsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Seltu. Kóperníka er sú sjöunda í röðinni og hafa bækur hans hvort tveggja hlotið innlenda og alþjóðlega viðurkenningu.


Íslenskir elskhugar
2.990 kr.Íslenskir elskhugar – átján karlmenn ræða um ástina, kynlífið, konuna og karlmennskuna



Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn
4.990 kr.Örlagasögur af Íslendingum
Um aldir var Kaupmannahöfn höfuðborg Íslendinga. Þaðan var landinu stjórnað, þar stunduðu menn framhaldsnám eða afplánuðu tukthúsvist. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók rekur Björn Th. Björnsson þróun borgarinnar, fjallar um sögufrægar byggingar og rifjar upp örlagasögur af Íslendingum sem þangað sigldu, bæði broslegar og átakanlegar. Hér koma Fjölnismenn við sögu, Jónshús, furðufuglinn Þorleifur Repp, Jóhann skáld Sigurjónsson, Árnasafn og íslenskir námsmenn á Gamlagarði, svo nokkuð sé nefnt. Bókin kom fyrst út árið 1961 og hefur lengi verið ófáanleg, en nú hefur textinn verið aukinn og lagaður að breyttum aðstæðum. Einnig eru á þriðja hundrað nýjar ljósmyndir í bókinni og hverjum kafla fylgir götukort sem gerir bókina handhæga til að rata eftir um Íslendingaslóðir. Hinir vinsælu sjónvarpsþættir höfundar um Íslendinga í Kaupmannahöfn voru byggðir á nokkrum köflum úr bókinni.








